Fréttir Myndir: Gestir á landsþingi Repúblikana skarta sárabindum á eyranu Landsþing Repúblikanaflokksins fer fram þessa dagana í Milwaukee í Bandaríkjunum. Donald Trump var formlega útnefndur forsetaefni flokksins og hann tilkynnti þá um varaforsetaefni sitt, hann J.D. Vance. Erlent 18.7.2024 14:54 Úrhellið var það mesta í júní frá upphafi mælinga Úrhellisrigning í Grundarfirði um helgina er sú mesta sem mælst hefur í júlímánuði á landsvísu. Á laugardegi og aðfaranótt sunnudags mældist úrkoman 227 millimetrar. Það er jafnframt mesta úrkoma sem mælst hefur í Grundarfirði. Veður 18.7.2024 14:49 Dæmdur í fangelsi á grundvelli úrelts sakavottorðs Endurupptökudómur hefur fallist á endurupptökukröfu karlmanns sem hlaut þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar hans var tekið mið af sakavottorði sem útbúið hafði verið áður en Landsréttur sneri við dómi yfir honum. Innlent 18.7.2024 14:03 Segir stöðuna auka líkur á að kjarasamningum verði sagt upp Leiguverð hefur hækkað um þrettán prósent síðastliðið ár og hefur hækkað meira en almennt verðlag og íbúðaverð. Staðan á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig er algjör forsendubrestur og eykur líkur á að nýgerðum kjarasamningum verði sagt upp við endurskoðun þeirra á næsta ári að sögn formanns VR. Innlent 18.7.2024 13:10 Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. Innlent 18.7.2024 13:00 Mikill meirihluti landsmanna ánægður með Guðna Ný könnun Maskínu sýnir að 81 prósent landsmanna segjast vera ánægðir með Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands síðasta ár hans í embætti. Miðað við niðurstöður Maskínu er Guðni talsvert vinsælli en Ólafur Ragnar Grímsson á síðasta ári hans í embætti en þá sögðust 59 prósent landsmanna vera ánægð með hans störf. Innlent 18.7.2024 12:22 Vinaleg beiðni sögð kveikjan að árásinni á Krít Lögreglan í Grikklandi hefur borið kennsl á tvo af fjórum mönnum sem réðust á fjölskyldu íslenskrar konu á bar á aðalgötu Heraklíon á Krít í Grikklandi á þriðjudag. Erlent 18.7.2024 12:08 Lítil börn slösuðust í hestvagnsslysi Mjóu munaði að tvö lítil frönsk börn slösuðust alvarlega þegar þau lentu í hestvagnsslysi í gamla bæ Árósa í gær. Erlent 18.7.2024 11:53 Brunahætta af hleðslubönkum IKEA hefur innkallað hleðslubanka vegna framleiðslugalla sem gerið það að verkum að af bönkunum stafar brunahætta. Innlent 18.7.2024 11:47 Þrýstingur á Biden og leiguverð á hraðri uppleið Aukinn þrýstingur er á Joe Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka og hátt settir demókratar láta nú í sér heyra. Á sama tíma er Trump á siglingu í könnunum og varaforsetaefni hans ávarpaði landsþing repúblikana í gær við dynjandi lófatak. Fjallað verður um stjórnmálin vestanhafs í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fréttir 18.7.2024 11:39 „Það er svo alrangt að ég sé einhver rasisti“ Breyta á matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands þannig að Íslendingar verða boðaðir á sérstökum dögum og útlendingar á öðrum, eftir ítrekuð tilvik þar sem útlendingar höfðu uppi ógnandi hegðun, að sögn formanns Fjölskylduhjálpar. Hún hafnar ásökunum um rasisma og segir ráðstöfunina það eina í stöðunni. Innlent 18.7.2024 11:30 Forysta Demókrataflokksins farin að þrýsta á Biden Forysta Demókrataflokksins virðist vera farin að setja þrýsting á Joe Biden Bandaríkjaforseta um að stíga til hliðar í forsetakosningunum og hleypa öðrum að. Erlent 18.7.2024 11:30 Magnús Már Kristjánsson prófessor er látinn Magnús Már Kristjánsson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, lést áttunda júlí síðastliðinn 66 ára að aldri. Innlent 18.7.2024 11:19 Íslendingur féll af kletti í Grikklandi Íslenskur karlmaður á fertugsaldri féll fram af kletti í bænum Lafkos í Grikklandi í gær. Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka. Erlent 18.7.2024 11:11 Grunaðir um kókaíninnflutning í gegnum kaffikönnu og útvarp Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot vegna innflutnings á kókaíni sem var falið annars vegar í kaffikönnu og hins vegar í útvarpstæki. Innlent 18.7.2024 10:42 Ratcliffe og vinir á fjórum einkaþotum á Egilsstöðum Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er duglegur að bjóða vinum sínum í veiði á Norðausturlandi. Til þess að komast þangað notast þeir við einkaþotur í eigu fyrirtækis hans Ineos, sem flogið er á Egilsstaði. Innlent 18.7.2024 10:42 Hafnar rannsókn og segist fyrst vilja sigra Hamas Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir sjálfstæðri rannsókn á því hvernig árásir Hamas 7. október síðastliðinn gátu átt sér stað. Erlent 18.7.2024 10:32 Tveir hundar réðust á konu á áttræðisaldri á Akureyri Tveir hundar réðust á 72 ára gamla konu á Akureyri í fyrradag. Hún hlaut minniháttar sár af en fór þó á sjúkrahús og hlaut aðhlynningu. Innlent 18.7.2024 10:20 Íslenski nuddarinn í Kanada sýknaður Héraðsdómstóll í Surrey í Kanada hefur sýknað Guðbjart Haraldsson sjúkranuddara af ákæru fyrir kynferðisbrot. Guðbjartur var handtekinn í lok árs 2022 og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Erlent 18.7.2024 09:01 Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. Innlent 18.7.2024 08:39 Íris ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu Heilsugæslunnar Íris Dögg Harðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tekur hún til starfa 15. ágúst næstkomandi. Innlent 18.7.2024 08:06 Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. Erlent 18.7.2024 08:01 Sæmdur fálkaorðu fyrir endurreisn safns Samúels Jónssonar Forseti Íslands sæmdi í gær þýska myndlistarmanninn Gerhard König riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans í þágu varðveislu íslenskrar menningarsögu. Gerhard er frá Þýskalandi og hefur í yfir aldarfjórðung unnið að endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal í Arnarfirði. Innlent 18.7.2024 07:51 Eldingar með skúrum síðdegis Þungbúið er á landinu í dag og væta í flestum landshlutum. Eftir hádegi birtir heldur til en þó eru líkur á skúrum seinnipartinn og jafnvel með eldingum um tíma suðvestanlands. Veður 18.7.2024 07:25 Vissu af árásarmanninnum en týndu honum í fjöldanum Árásarmaðurinn sem særði Donald Trump og myrti áhorfanda á kosningafundi í Pannsylvaníu á laugardag datt inn á radar lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) um klukkustund áður en hann lét til skarar skríða. Erlent 18.7.2024 07:16 Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ Erlent 18.7.2024 06:47 Met slegið í fjölda kaupsamninga vegna uppkaupa Þórkötlu Met var slegið í fjölda kaupsamninga í maí en það má rekja til uppkaupa Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Kaupsamningar voru samtals 1.760 en rúmlega 1.300 ef kaupsamningar í Grindavík eru ekki taldir með. Innlent 18.7.2024 06:23 Gekk berserksgang með öskrum og ólátum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt þar sem maður gekk berserksgang í íbúð í póstnúmerinu 105. Öskur og ólæti bárust frá íbúðinni samkvæmt lögreglu og var maðurinn handtekinn og vistaður í fangageymslu. Innlent 18.7.2024 06:05 Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. Erlent 17.7.2024 23:53 „Þetta eru í rauninni mjög sorglegar niðurstöður“ Blý og fjöldi annarra skaðlegra þungmálma finnast í túrtöppum samkvæmt nýrri rannsókn. Kallað er eftir frekari rannsóknum á áhrifum eiturefna á líkamann og neytendur eru hvattir til að vanda valið á tíðavörum. Innlent 17.7.2024 23:30 « ‹ 162 163 164 165 166 167 168 169 170 … 334 ›
Myndir: Gestir á landsþingi Repúblikana skarta sárabindum á eyranu Landsþing Repúblikanaflokksins fer fram þessa dagana í Milwaukee í Bandaríkjunum. Donald Trump var formlega útnefndur forsetaefni flokksins og hann tilkynnti þá um varaforsetaefni sitt, hann J.D. Vance. Erlent 18.7.2024 14:54
Úrhellið var það mesta í júní frá upphafi mælinga Úrhellisrigning í Grundarfirði um helgina er sú mesta sem mælst hefur í júlímánuði á landsvísu. Á laugardegi og aðfaranótt sunnudags mældist úrkoman 227 millimetrar. Það er jafnframt mesta úrkoma sem mælst hefur í Grundarfirði. Veður 18.7.2024 14:49
Dæmdur í fangelsi á grundvelli úrelts sakavottorðs Endurupptökudómur hefur fallist á endurupptökukröfu karlmanns sem hlaut þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar hans var tekið mið af sakavottorði sem útbúið hafði verið áður en Landsréttur sneri við dómi yfir honum. Innlent 18.7.2024 14:03
Segir stöðuna auka líkur á að kjarasamningum verði sagt upp Leiguverð hefur hækkað um þrettán prósent síðastliðið ár og hefur hækkað meira en almennt verðlag og íbúðaverð. Staðan á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig er algjör forsendubrestur og eykur líkur á að nýgerðum kjarasamningum verði sagt upp við endurskoðun þeirra á næsta ári að sögn formanns VR. Innlent 18.7.2024 13:10
Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. Innlent 18.7.2024 13:00
Mikill meirihluti landsmanna ánægður með Guðna Ný könnun Maskínu sýnir að 81 prósent landsmanna segjast vera ánægðir með Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands síðasta ár hans í embætti. Miðað við niðurstöður Maskínu er Guðni talsvert vinsælli en Ólafur Ragnar Grímsson á síðasta ári hans í embætti en þá sögðust 59 prósent landsmanna vera ánægð með hans störf. Innlent 18.7.2024 12:22
Vinaleg beiðni sögð kveikjan að árásinni á Krít Lögreglan í Grikklandi hefur borið kennsl á tvo af fjórum mönnum sem réðust á fjölskyldu íslenskrar konu á bar á aðalgötu Heraklíon á Krít í Grikklandi á þriðjudag. Erlent 18.7.2024 12:08
Lítil börn slösuðust í hestvagnsslysi Mjóu munaði að tvö lítil frönsk börn slösuðust alvarlega þegar þau lentu í hestvagnsslysi í gamla bæ Árósa í gær. Erlent 18.7.2024 11:53
Brunahætta af hleðslubönkum IKEA hefur innkallað hleðslubanka vegna framleiðslugalla sem gerið það að verkum að af bönkunum stafar brunahætta. Innlent 18.7.2024 11:47
Þrýstingur á Biden og leiguverð á hraðri uppleið Aukinn þrýstingur er á Joe Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka og hátt settir demókratar láta nú í sér heyra. Á sama tíma er Trump á siglingu í könnunum og varaforsetaefni hans ávarpaði landsþing repúblikana í gær við dynjandi lófatak. Fjallað verður um stjórnmálin vestanhafs í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fréttir 18.7.2024 11:39
„Það er svo alrangt að ég sé einhver rasisti“ Breyta á matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands þannig að Íslendingar verða boðaðir á sérstökum dögum og útlendingar á öðrum, eftir ítrekuð tilvik þar sem útlendingar höfðu uppi ógnandi hegðun, að sögn formanns Fjölskylduhjálpar. Hún hafnar ásökunum um rasisma og segir ráðstöfunina það eina í stöðunni. Innlent 18.7.2024 11:30
Forysta Demókrataflokksins farin að þrýsta á Biden Forysta Demókrataflokksins virðist vera farin að setja þrýsting á Joe Biden Bandaríkjaforseta um að stíga til hliðar í forsetakosningunum og hleypa öðrum að. Erlent 18.7.2024 11:30
Magnús Már Kristjánsson prófessor er látinn Magnús Már Kristjánsson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, lést áttunda júlí síðastliðinn 66 ára að aldri. Innlent 18.7.2024 11:19
Íslendingur féll af kletti í Grikklandi Íslenskur karlmaður á fertugsaldri féll fram af kletti í bænum Lafkos í Grikklandi í gær. Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka. Erlent 18.7.2024 11:11
Grunaðir um kókaíninnflutning í gegnum kaffikönnu og útvarp Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot vegna innflutnings á kókaíni sem var falið annars vegar í kaffikönnu og hins vegar í útvarpstæki. Innlent 18.7.2024 10:42
Ratcliffe og vinir á fjórum einkaþotum á Egilsstöðum Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er duglegur að bjóða vinum sínum í veiði á Norðausturlandi. Til þess að komast þangað notast þeir við einkaþotur í eigu fyrirtækis hans Ineos, sem flogið er á Egilsstaði. Innlent 18.7.2024 10:42
Hafnar rannsókn og segist fyrst vilja sigra Hamas Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir sjálfstæðri rannsókn á því hvernig árásir Hamas 7. október síðastliðinn gátu átt sér stað. Erlent 18.7.2024 10:32
Tveir hundar réðust á konu á áttræðisaldri á Akureyri Tveir hundar réðust á 72 ára gamla konu á Akureyri í fyrradag. Hún hlaut minniháttar sár af en fór þó á sjúkrahús og hlaut aðhlynningu. Innlent 18.7.2024 10:20
Íslenski nuddarinn í Kanada sýknaður Héraðsdómstóll í Surrey í Kanada hefur sýknað Guðbjart Haraldsson sjúkranuddara af ákæru fyrir kynferðisbrot. Guðbjartur var handtekinn í lok árs 2022 og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Erlent 18.7.2024 09:01
Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. Innlent 18.7.2024 08:39
Íris ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu Heilsugæslunnar Íris Dögg Harðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tekur hún til starfa 15. ágúst næstkomandi. Innlent 18.7.2024 08:06
Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. Erlent 18.7.2024 08:01
Sæmdur fálkaorðu fyrir endurreisn safns Samúels Jónssonar Forseti Íslands sæmdi í gær þýska myndlistarmanninn Gerhard König riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans í þágu varðveislu íslenskrar menningarsögu. Gerhard er frá Þýskalandi og hefur í yfir aldarfjórðung unnið að endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal í Arnarfirði. Innlent 18.7.2024 07:51
Eldingar með skúrum síðdegis Þungbúið er á landinu í dag og væta í flestum landshlutum. Eftir hádegi birtir heldur til en þó eru líkur á skúrum seinnipartinn og jafnvel með eldingum um tíma suðvestanlands. Veður 18.7.2024 07:25
Vissu af árásarmanninnum en týndu honum í fjöldanum Árásarmaðurinn sem særði Donald Trump og myrti áhorfanda á kosningafundi í Pannsylvaníu á laugardag datt inn á radar lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) um klukkustund áður en hann lét til skarar skríða. Erlent 18.7.2024 07:16
Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ Erlent 18.7.2024 06:47
Met slegið í fjölda kaupsamninga vegna uppkaupa Þórkötlu Met var slegið í fjölda kaupsamninga í maí en það má rekja til uppkaupa Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Kaupsamningar voru samtals 1.760 en rúmlega 1.300 ef kaupsamningar í Grindavík eru ekki taldir með. Innlent 18.7.2024 06:23
Gekk berserksgang með öskrum og ólátum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt þar sem maður gekk berserksgang í íbúð í póstnúmerinu 105. Öskur og ólæti bárust frá íbúðinni samkvæmt lögreglu og var maðurinn handtekinn og vistaður í fangageymslu. Innlent 18.7.2024 06:05
Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. Erlent 17.7.2024 23:53
„Þetta eru í rauninni mjög sorglegar niðurstöður“ Blý og fjöldi annarra skaðlegra þungmálma finnast í túrtöppum samkvæmt nýrri rannsókn. Kallað er eftir frekari rannsóknum á áhrifum eiturefna á líkamann og neytendur eru hvattir til að vanda valið á tíðavörum. Innlent 17.7.2024 23:30