Fréttir

Grindavíkurfrumvarp í samráðsgátt

Frumvarp um stuðning til handa Grindvíkingum verður birt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag. Búist er við að það fái þinglega meðferð í næstu viku. Forsætisráðherra segir vel fylgst með stöðunni á Suðurnesjum.

Innlent

Reikna með heitu vatni í hús á sunnu­dag

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir vinnu ganga vel við að tengja Njarðvíkurlögnina, heitavatnslögnina sem skemmdist þegar hraun rann yfir hana nærri Svartsengi í gær. Reiknað er með því að vatni verði hleypt á kerfið á miðnætti. Tvo sólarhringa tekur að ná fullum þrýstingi á kerfið.

Innlent

Allar líkur á að gosið sé í andar­slitrunum

„Það virðist vera sem svo að þetta sé nú eiginlega bara dottið niður. Við höfum ekki séð neina kvikustrókavirkni síðan á milli 8 og 9 í morgun,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Innlent

Blásarar halda hita í far­þegum en nokkrum klósettum lokað

Búið er að loka nokkrum klósettkjörnum í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar sem kom upp í kaldavatnslögn. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum sé von á því að vatn komist aftur á um hádegisbil.

Innlent

Gíslatökumaður skotinn til bana í Sviss

Lögregluþjónar í Sviss skutu í gærkvöldi 32 ára mann frá Íran eftir að hann tók fimmtán manns í gíslingu í lest. Maðurinn var vopnaður hníf og öxi og hélt fólkinu í gíslingu í tæpar fjórar klukkustundir.

Erlent

Heilsuðust að nasistasið með lög­reglu á hælunum

Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst.

Innlent

Heita vatnið að klárast á Sauð­ár­króki

Það er ekki bara á Suðurnesjum sem skortir heitt vatn því íbúar á Sauðárkóki og nærsveitum eru beðnir um að fara sparlega með heita vatnið sem er að klárast í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum.

Innlent

Efling komin að þolmörkum í við­ræðum

Efling segist hafa mátt mæta virðingarleysi gagnvart samningsrétti, hagsmunum og tilveru. Stéttarfélagið gerir engu að síður ráð fyrir því að hægt verði að ljúka samningsviðræðum á innan við viku en félagið komist ekki lengra.

Innlent

Hafi unnið þrek­virki í nótt

Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku.

Innlent

Pútín segir Musk ó­stöðvandi

Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt.

Erlent

Kalt i morguns­árið en dregur úr frosti

Nú í morgunsárið er kalt og rólegt veður á landinu en heldur mun draga úr frosti í dag. Annars verður skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en dálítil él austanlands og við norðurströndina. Frost verður á bilinu tvö til þrettán stig síðdegis.

Veður

Þing­maður VG biðlar til Bjarna sem ráði al­farið ferðinni

Brynhildur Björnsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skorar á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að sjá til þess að „fólkið okkar“ verði sótt á Gaza. Hún segir Katrínu Jakobsdóttur ólma vilja gera það en hún hafi ekki vald til þess að segja utanríkisráðherra fyrir verkum.

Innlent

Vaktin: Eld­gosið í andar­slitrunum

Eldgosið sem braust út í Sundhnúksgígaröðinni í gærmorgun virðist í andarslitrunum. Íbúar á Suðurnesjum verða að líkindum án heits vatns í húsum til sunnudags.

Innlent

Lög­reglan leitar að Daníel

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Daníeli Loga Matthíassyni.  Síðast er vitað um ferðir hans í Krónunni á Fiskislóð úti á Granda.

Innlent

„Ég get ekki mótað hann eins og leir, hann er ekki strengja­brúða“

Ísidór Nathansson, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintri skipulagningu Sindra Snæs Birgissonar á hryðjuverkum, segir fráleitt að ákæruvaldið haldi því fram að hann hafi hvatt Sindra Snæ til hryðjuverka. Hann hefur fyrir dómi ekki farið í grafgötur með umdeildar skoðanir sínar á samkynhneigðum og útlendingum.

Innlent