Fréttir

Nýja skrifstofubyggingin nefnd Smiðja

Ný skrifstofubygging Alþingis hefur hlotið heitið Smiðja. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tilkynnti niðurstöðu nafnasamkeppni rétt í þessu í nýja húsinu við Tjarnargötu 9 og veitti höfundi tillögunnar, Gísla Hrannari Sverrissyni, viðurkenningu.

Innlent

Komu höndum yfir ætlanir Hamas fyrir ári

Ísraelskir embættismenn komu höndum yfir árásaráætlanir Hamas fyrir árásirnar þann 7. október fyrir meira en ári síðan. Áætlunin var þó flokkuð sem óraunhæf, miðað við getu Hamas, og hunsuð.

Erlent

Sex líf­eyris­sjóðir í ó­vissu eftir nýjan dóm

Miklar líkur eru á að Lífeyrissjóður verzlunarmanna áfrýi dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem ógilti í gær breytingar á lífeyrisréttindum hjá sjóðnum eftir aldri.  Þetta segir lögmaður sjóðsins. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir nokkra lífeyrissjóði en nú er verið er að reikna kostnaðinn út yrði þetta endanlega niðurstaða.

Innlent

Norskir lög­reglu­menn mættir til Kefla­víkur

Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 

Innlent

Hent niður af svölunum af sam­nemanda

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fall nemanda í Garðaskóla af svölum inni í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ í síðustu viku til rannsóknar. Nemandanum var hent niður af samnemanda.

Innlent

Segir gróf­lega brotið á réttindum Eddu Bjarkar

Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni.  

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um mál Eddu Bjarkar Arnardóttir sem situr nú í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði en norsk yfirvöld vilja fá hana framselda. 

Innlent

50 ára af­mæli D&D fagnað með frí­merkjum

Póstþjónustan í Bandaríkjunum (USPS) hefur ákveðið að gefa út frímerkjasett til að marka 50 ára afmæli hlutverkaspilsins Dungeons & Dragons. Um verður að ræða 20 frímerkja örk, með 10 mismunandi myndum.

Erlent

„Mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð“

Forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir bæjarstjórn strax hafa óskað eftir samráði við Sveitarfélagið Ölfus í febrúar þegar bæjarstjórninni barst erindi bæjarstjóra Ölfus til Orkustofnunar um fyriræt. Málið varði hagsmuni Hvergerðinga umfram alla aðra.

Innlent

Vilja auka lög­mæti rann­sóknarinnar á Biden

Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhuga að halda formlega atkvæðagreiðslu í næsta mánuði um rannsókn á meintum embættisbrotum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Með því eru þeir sagðir vilja festa rannsóknir þeirra á forsetanum og fjölskyldu hans í sessi og gefa henni meira lögmæti.

Erlent

Karl og Katrín sögð hafa verið þau sem ræddu húð­lit Archie

Omid Scobie, höfundur bókarinnar Endgame: Inside the Royal Family, segir rannsókn hafna á því hvernig Karl Bretakonungur og Katrín, prinsessan af Wales, voru nefnd í tengslum við umræðu um húðlit sonar Harry Bretaprins og Meghan, eiginkonu hans, í hollenskri útgáfu bókarinnar.

Erlent

Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum til­tækum ráðum

Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu.

Innlent

Réttindi sjóð­fé­laga ó­ljós í bili

Stjórn Lífeyrissjóð verslunarmanna segir viðbúið að dómi héraðsdóms um ólögmæti eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, verði áfrýjað.

Innlent