Sport

Ronaldinho fær tvo leiki til að sanna sig

Brasilíumaðurinn Ronaldinho fær tvo leiki til þess að sanna sig fyrir þjálfara AC Milan, Massimiliano Allegri. Ef hann stendur sig vel og sýnir virkilega vilja til þess að vera hjá félaginu þá fær hann nýtt samningstilboð.

Fótbolti

Ferdinand vill vera áfram hjá Sunderland

Framtíð varnarmannsins Anton Ferdinand er enn í óvissu. Hann hefur lítið fengið að spila í vetur og hann óttast að Sunderland hafi ekki áhuga á að halda sér. Sjálfur vill hann vera áfram hjá félaginu.

Enski boltinn

Cech: Tímabilið okkar ræðst í desember

Hinn tékkneski markvörður Chelsea, Petr Cech, viðurkennir að tímabil Chelsea geti ráðist í desember-mánuði. Þá mun Chelsea mæta Tottenham, Man. Utd og Arsenal og útkoma þessara leikja mun eðlilega hafa mikil áhrif á stöðu mála.

Enski boltinn

Tap hjá Íslendingaliðunum

Það gengur hvorki né rekur hjá lærisveinum Arons Kristjánssonar í Hannover Burgdorf en liðið tapaði enn einum leiknum í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld er það sótti Magdeburg heim.

Handbolti

Leikur Osasuna og Barcelona fer fram

Leikur Osasuna og Barcelona fór fram eftir allt saman. Eftir dramatískan dag fór leikurinn af stað 50 mínútum síðar en áætlað var. Börsungar fengu ekki beint fullkominn undirbúning fyrir leikinn og hafa oftar en ekki fengið betri upphitun en í kvöld.

Fótbolti

Ancelotti: Leikmenn eru hræddir

Vandræðagangur Chelsea hélt áfram í dag þegar liðið missti unnin leik niður í jafntefli gegn Everton er Jermaine Beckford skoraði jöfnunarmark undir lokin. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir séu hræddir.

Enski boltinn

Wenger himinlifandi með Nasri

Samir Nasri hefur verið í fantaformi með Arsenal í vetur og skoraði tvö frábær mörk fyrir liðið í dag og tryggði því um leið sigur á Fulham og toppsætið í ensku úrvalsdeildinni. Nasri er nú búinn að skora 11 mörk í vetur.

Enski boltinn

Mancini: Leikmenn eru of eigingjarnir

Carlos Tevez kom Man. City til bjargar enn eina ferðina í dag þegar City lagði Bolton, 1-0. Roberto Mancini, stjóri City, var allt annað en sáttur við sína menn sem hann sagði vera eigingjarna.

Enski boltinn

Góður sigur hjá Löwen gegn Celje Lasko

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sín fyrstu mörk á handboltavellinum í tíu mánuði í dag er hann skoraði þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen sem vann nauman sigur á Celje Lasko, 33-32, í Meistaradeildinni.

Handbolti

Birgir Leifur í neðsta sæti

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er í vondum málum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Hann er á 7 höggum yfir pari eftir 15 holur en þá varð að hætta keppni vegna frosts í jörðu. Birgir Leifur er í neðsta sæti af þeim keppendum sem komust af stað í dag.

Golf

Reynir: Hrikalega flottur karakter

Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, var að vonum kátur eftir að hans menn höfðu tryggt sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikarsins með sigri á bikarmeisturum Hauka.

Handbolti

Fram sló út bikarmeistarana

Fram er komið í undanúrslit í Eimskipsbikar karla eftir sigur á bikarmeisturum Hauka, 32-31, í Safamýrinni í dag. Þetta var fyrsti leikurinn í átta liða úrslitum keppninnar.

Handbolti

Sölvi lék í sigri FCK

Lið Sölva Geirs Ottesen, FCK, vann afar öruggan sigur á Esbjerg í dag, 3-1, og er sem fyrr á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti

Tiger með fínt forskot

Tiger Woods er að spila hágæðagolf á Chevron-mótinu í Kaliforníu og hefur nú fjögurra högga forskot eftir tvo hringi. Tiger lék á 66 höggum í gær.

Golf

Búið að fresta leik Barcelona í kvöld

Ekkert verður af leik Barcelona og Osasuna í kvöld þar sem flugvallarstarfsmenn fóru óvænt í verkfall. Leikmenn Barcelona enduðu sem strandaglópar á flugvellinum og komust ekki með flugi til Pamplona.

Fótbolti

Keane verður seldur í janúar

Það er orðið ljóst að Robbie Keane mun yfirgefa herbúðir Tottenham í janúar. Harry Redknapp, stjóri Spurs, mun taka hæsta tilboði þar sem ekki er lengur pláss fyrir Keane.

Enski boltinn

Ekkert bakslag hjá Gerrard

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segir ekkert vera hæft í þeim sögusögnum að það hafi komið bakslag í bata Steven Gerrard. Leikmaðurinn hefur ekkert spilað síðan hann meiddist í landsleik um miðjan síðasta mánuð.

Enski boltinn

Tveir leikmenn Man. City slógust á æfingu

Það hefur talsvert verið talað um það í vetur að mórallinn hjá Man. City sé ekki eins og best verður á kosið. Sú umræða virðist ekki alveg vera byggð á sandi því tveir leikmenn liðsins slógust á æfingu í gær.

Enski boltinn