Sport

Níu sigrar í röð hjá Akureyri - myndir

Topplið Akureyrar hélt sigurgöngu sinni áfram í N1 deild karla í gærkvöldi með 25-24 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum. Akureyri hefur nú fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en norðanmenn eru búnir að vinn fyrstu níu leiki sína í N1 deildinni.

Handbolti

Hlynur: Mikilvægur sigur fyrir okkur í botnbaráttunni

„Ég er ánægður en alveg gjörsamlega búinn á því,“ sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals, eftir sigurinn á Selfyssingum í kvöld. Valur vann mikilvægan sigur á Selfyssingum 26-25 í sannkölluðum botnslag. Hlynur átti frábæran leik og varði 21 skot en mörg þeirra voru algjör dauðafæri.

Handbolti

Sebastian: Hlynur var okkur of erfiður

Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfyssinga, hafði blendnar tilfinningar í lokin eftir að hafa tapað gegn Valsmönnum í kvöld en Selfyssingar léku sennilega sinn besta leik á tímabilinu. Valur bar sigur úr býtum gegn Selfoss, 26-25, í 9.umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram að Hlíðarenda.

Handbolti

Kolbeinn og félagar úr leik en fimm lið komust áfram í kvöld

Liverpool var ekki eina liðið sem tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld því fjögur önnur félög, Villarreal, Sparta Prag, Dynamo Kiev, Besiktas, eru einnig kominn áfram upp úr sínum riðlum. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AZ Alkmaar eru hinsvegar úr leik eftir 1-1 jafntefli á útivelli á móti Sheriff Tiraspol.

Fótbolti

Óskar Bjarni: Höfðum alltaf góð tök á leiknum

Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Valsmanna, var sáttur með stigin í kvöld og ánægður með leik sinna manna. Valur landaði mikilvægum sigri í botnbaráttunni í kvöld en þeir báru sigur úr býtum gegn Selfyssingum 26-25 í 9.umferð N1-deildar karla en leikurinn fór fram að Hlíðarenda.

Handbolti

Umfjöllun: Valur vann botnslaginn gegn Selfossi

Valur bar sigur úr býtum gegn Selfoss 26-25 í botnslagnum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var æsispennandi í lokin en reynsla Valsmanna skilaði þeim sigrinum að lokum. Valsliðið heldur áfram að bæta leik sinn og náði í gríðarlega mikilvæg stig. Hlynur Morthens fór hamförum í marki heimamanna og varði 21 skot,en Selfyssingar voru í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá honum.

Handbolti

Pepe Reina: Ég átti að gera miklu betur

Liverpool er komið áfram í 32 liða úrslit Evrópudeildarinn þrátt fyrir klaufalega mistök spænska markvarðarins Pepe Reina. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Steaua Búkarest í Rúmeníu og það nægði liðinu til þess að komast upp úr riðlinumk.

Fótbolti

Skallagrímur rétt marði b-lið Njarðvíkur í bikarnum

Gömlu kempurnar í b-liði Njarðvíkur létu 1. deildarlið Skallagríms hafa fyrir sigrinum í 16 liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta í kvöld. Skallagrímsmenn unnu að lokum tveggja stiga sigur, 90-88 og eru því komnir áfram í átta liða úrslit.

Körfubolti

Jafntefli nægði Liverpool til þess að komast áfram í 32 liða úrslitin

Liverpool gerði 1-1 jafntefli á móti Steaua Búkarest í K-riðli Evrópudeildarinnar í Rúmeníu í dag og þetta eina stig nægði til þess að tryggja Liverpool-mönnum sæti í 32 liða úrslitum keppninnar þótt að einn leikur sé eftir. Liverpool er líka búið að tryggja sér sigur í riðlinum en liðið hefur enn ekki tapað leik í keppninni.

Fótbolti

Zlatan vill fá Balotelli til Milan

AC Milan hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á ítalska framherjanum hjá Man. City, Mario Balotelli. Stjórnarformaður félagsins, Adriano Galliani, hefur þegar gefið það út að Milan muni kaupa hann ef City vill selja.

Fótbolti

Ronaldo spilar líklega um helgina

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Barcelona síðasta mánudag og var óttast að hann myndi missa af einhverjum leikjum.

Fótbolti