Sport

Baptista í viðræðum við Inter

Brasilíski framherjinn Julio Baptista er í viðræðum við Ítalíumeistara Inter og vonast umboðsmaður hans til þess að leikmaðurinn verði farinn til Inter innan tveggja vikna.

Fótbolti

Þjóðverjar unnu Brasilíu

Þýskaland lék í gær sinn síðasta leik fyrir EM í handbolta sem hefst í Austurríki í næstu viku. Þjóðverjar unnu þá öruggan sigur á Brasilíu í Mannheim, 34-22.

Handbolti

Torres, Gerrard og Benayoun meiddust allir á móti Reading

Liverpool-mennirnir Fernando Torres, Steven Gerrard og Yossi Benayoun meiddust allir í gær og verða ekki með enska liðinu næstu vikurnar. Þessar slæmu fréttir eru ekki til að létta brúnina á stuðningsmönnum Liverpool daginn eftir að liðið féll út úr enska bikarnum fyrir b-deildarliðinu Reading.

Enski boltinn

Ronnie Whelan fyrrum hetja Liverpool: Benitez verður að fara núna

Ronnie Whelan, fyrrum hetja Liverpool, segir að núna sé tími fyrir Rafa Benitez, stjóra Liverpool, að yfirgefa Anfield. Liverpool tapaði 1-2 á heimavelli á móti B-deildarliði Reading í enska bikarnum í gærkvöldi og er jafnframt dottið úr Meistaradeildinni og enska deildarbikarnum. Staðan í deildinni er ekki björt því Liverpool er bara í 7. sæti fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.

Enski boltinn

Er Heather Ezell að senda valnefndinni skilaboð?

Heather Ezell, bandaríski leikstjórnandinn hjá Haukum, hefur átt frábært tímabil með liðinu en var engu að síður ekki kosin besti leikmaður fyrri hlutans í Iceland Express deild kvenna. Miðað við frammistöðu hennar í fyrstu tveimur leikjunum á nýju ári er eins og hún sé að senda valnefnd KKÍ smá skilaboð.

Körfubolti

Neill til liðs við Harry Kewell hjá Galatasaray

Ástralski varnarmaðurinn Lucas Neill er farinn frá enska liðinu Everton til Galatasaray í Tyrklandi en þetta kom fram á heimasíðu tyrkneska liðsins í dag. Neill kom til Everton frá West Ham fyrir tímabilið og gerði eins árs samning.

Enski boltinn

Blaðafulltrúi Tógó dó í örmum Emmanuel Adebayor

Emmanuel Adebayor segist þurfa að fá frí frá fótbolta eftir lífsreynsluna skelfilegu sem hann varð fyrir þegar rúta landsliðsmanna Tógó varð fyrir skotárás á föstudaginn. Þrír menn dóu í árásinni þar á meðal vinur Adebayor sem var bæði blaðafulltrúi hans og landsliðs Tógó.

Fótbolti

Shane Long: Áttum skilið að vinna

Shane Long, leikmaður Reading, kom mikið við sögu í leiknum gegn Liverpool í kvöld. Hann fiskaði vítið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr og stangaði síðan snilldarsendingu Brynjars Björns Gunnarssonar í netið. Það var sigurmark leiksins.

Enski boltinn