Sport

Lackovic slasaðist á diskóteki

Króatíski landsliðsmaðurinn Blazenko Lackovic varð fyrir því óláni að slasast á hendi þegar hann var að skemmta sér með félögum sínum á diskóteki í Hamburg, eftir því að kemur fram í þýskum fjölmiðlum.

Handbolti

Hasanefendic: Afar erfiður riðill

Saed Hasanefendic, landsliðsþjálfari Serbíu, segir að aðalmarkmiðið hjá sínu liði sé að komast áfram upp úr þeim sterka riðli sem liðið er í á EM í Austurríki sem hefst í næstu viku.

Handbolti

Tiger farinn í meðferð vegna kynlífsfíknar?

Það hefur nákvæmlega ekkert farið fyrir Tiger Woods eftir að upp komst um stórfellt framhjáhald kylfingsins. Svo lítið hefur farið fyrir honum að fjölmiðlar vita fæstir hvar hann sé á hnettinum.

Golf

Serbar unnu Frakka

Serbar unnu í gær góðan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Frakka í æfingaleik í Frakklandi í gær, 30-28.

Handbolti

Guðjón Valur: Ég fæ bara gæsahúð að tala um þetta

Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson treystir á það eins og aðrir leikmenn liðsins að fá góða kveðju frá íslensku þjóðinni í síðasta heimaleik liðsins fyrir EM sem verður á móti Portúgal í Laugardalshöllinni klukkan 20.15 í kvöld.

Handbolti

Hvorki hyglað að Alonso né Massa

Stefano Domenicali hjá Ferrari segir að Fernando Alonso verði ekki tekinn fram yfir Felipe Massa, þó hann sé nýliði hjá Ferrari og tvöfaldur meistari. Bæði Alonso og Massa viti að Ferrari er númer eitt, svo ökumenn liðsins. Þeir verði að spila sitt hlutverk.

Formúla 1

Mancini ræddi við alla ítölsku stjórana nema Capello

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur byrjað frábærlega með City-liðið en undir hans stjórn hefur liðið unnið fyrstu fjóra leiki sína með markatölunni 10-1. Það hefur hjálpað Mancini að aðlagast enska boltanum að hann leitaði góðra ráða frá löndum sínum í Englandi áður en hann fór til Manchester.

Enski boltinn

Strákarnir hafa ekki tapað kveðjuleik í Höllinni síðan 2003

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er nú á leiðinni á sitt ellefta stórmót á einum áratug en Evrópumótið í Austurríki hefst á þriðjudaginn kemur. Strákarnir okkar kveðja íslensku þjóðina með æfingaleik á móti Portúgal í Laugardalshöllinni klukkan 20.15 í kvöld.

Handbolti

Rafael Benitez: Eccleston getur átt bjarta framtíð

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur trú á hinum 19 ára gamla framherja Nathan Eccleston sem skrifaði undir samning við enska liðið í vikunni. Eccleston er í hópi nokkra ungra leikmanna sem hafa fengið tækifæri hjá Spánverjanum á þessu tímabili.

Enski boltinn

Garðar lengur hjá Hansa Rostock

Landsliðsframherjinn Garðar Jóhannsson hefur verið við æfingar hjá þýska félaginu Hansa Rostock síðustu daga og hefur augljóslega gengið ágætlega því félagið vill skoða hann betur.

Fótbolti