Sport

Boldsen aftur til Danmerkur

Danski handknattleiksmaðurinn mun yfirgefa herbúðir Barcelona í lok leiktíðarinnar og ganga þá í raðir danska B-deildarfélagsins AG Håndbold.

Handbolti

Aðalsteinn líklega áfram hjá Kassel

Flest bendir til þess að handboltaþjálfarinn Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson verði áfram hjá þýska félaginu Kassel. Guðjón Drengsson og Daníel Berg Grétarsson eru farnir frá félaginu og Jóhann Gunnar Einarsson verður líklega ekki áfram hjá liðinu.

Handbolti

118 kílóa miðherji á leið á Krókinn

Tindastólsmenn eru búnir að finna eftirmann Amani Bin Daanish fyrir seinni hluta Iceland Express deildarinnar. Sá kappi er ekki að minni gerðinni en hinn 206 sm og 118 kíló Kenney Boyd hefur samið við Tindastól um að klára tímabilið í Skagafirðinum.

Körfubolti

Fabregas: Það var rétt hjá Wenger að setja mig inn á

Cesc Fabregas meiddist aftan í læri um leið og hann skoraði annað mark sitt á 24 mínútum eftir að hafa komið inn á sem varmaður í 3-0 sigri á Aston Villa um síðustu helgi. Hann sér ekkert eftir því að hafa komið inn á þrátt fyrir að vera ekki búinn að ná sér hundrað prósent.

Enski boltinn

Eiði boðið til Barcelona

Eiði Smára Guðjohnsen er boðið að vera viðstaddur sérstakan fagnað fyrir leik Barcelona og Villarreal um helgina en þá verður haldið upp á það að Börsungar unnu sex titla á árinu 2009.

Fótbolti

Ferguson spáir endurkomu Mourinho í enska boltann

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, spáir þvi að Jose Mourinho muni snúa aftur í enska boltann um síðar. Þetta verður seint kallaður mikill spádómur enda er Mourinho nýbúinn að lýsa því yfir að hann ætli að koma aftur í enska boltann síðar.

Enski boltinn

Wenger hrifinn af Bellamy

Fjölmiðlar í Englandi vörpuðu því fram að Arsenal væri mjög óvænt að spá í að reyna að fá Craig Bellamy til félagsins. Umræðan kom upp í kjölfar þess að Bellamy var ósáttur við brottvikningu Mark Hughes hjá City.

Enski boltinn

Mourinho er sá besti

Jose Mourinho verður seint valinn vinsælasti keppandinn í ítalska boltanum og því kemur alltaf jafn mikið á óvart þegar einhver á Ítalíu hrósar honum.

Fótbolti

Jón Arnar hættur sem þjálfari ÍR-liðsins

Jón Arnar Ingvarsson hefur óskað eftir því við körfuknattleiksdeild ÍR að láta af störfum sem þjálfari karlaliðsins í Iceland Express deildinni en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍR.

Körfubolti

Bolton búið að reka Gary Megson

Gary Megson var í dag rekinn sem stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Bolton en ekkert hefur gengið hjá Grétari Rafni Steinssyni og félögum á þessu tímabili. Bolton missti niður 2-0 forustu á móti Hull í gær og situr nú í 18. sæti deildarinnar.

Enski boltinn

NBA: Sigrar hjá Lakers og Cleveland

Síðasta vika hefur verið erfið hjá Lakers. Fyrir leikinn gegn Golden State í nótt hafði liðið tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum, liðið var án Ron Artest og ekki að spila vel.

Körfubolti