Sport

O'Neill: Hefðum átt að vinna

Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, segir að sínir menn hefðu átt að vinna Liverpool í kvöld en að frammistaða Pepe Reina markvarðar hafi komið í veg fyrir það.

Enski boltinn

Hunt bjargaði Hull

Stephen Hunt skoraði tvívegis og bjargaði jafntefli eftir að Hull lenti 2-0 undir gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Enski boltinn

Róbert með fjögur

Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk þegar að Gummersbach vann Düsseldorf, 32-28, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti

Beckham er í toppformi

Styrktarþjálfari AC Milan er afar ánægður með ástandið á David Beckham sem kom til Mílanóborgar í gær og byrjar að spila með Milan eftir áramót.

Fótbolti

Lampard eyddi jólunum með gömlu kærustunni

Frank Lampard og barnsmóðir hans, Elen Rivas, sömdu frið um jólin svo dætur þeirra gætu eytt jólunum með foreldrum sínum. Rivas samþykkti að koma á heimili faðir Lampards gegn því að núverandi unnusta Lampards, sjónvarpskonan Christine Bleakley, væri fjarverandi. Lampard gekkst við því.

Enski boltinn

Guðmundur: Alltaf jafn erfitt að velja

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir að það hafi verið erfitt verkefni að velja aðeins sautján leikmenn fyrir EM í handbolta sem haldið verður í Austurríki í næsta mánuði.

Handbolti

Milan getur unnið ítölsku deildina

David Beckham mætir bjartsýnn til leiks hjá AC Milan en hann kom til félagsins í gær. Hann hefur ekki gefið upp alla von um að Milan verði ítalskur meistari þó svo félagið sé átta stigum á eftir Inter.

Fótbolti

Luca Toni fer til Roma

Ítalski framherjinn Luca Toni greindi frá því í dag að hann myndi ganga í raðir AS Roma þann 2. janúar næstkomandi. Þá verður hann formlega laus frá FC Bayern.

Fótbolti

Hiddink sagður vera á leið til Juventus

Þær fréttir láku út á Ítalíu í dag að Guus Hiddink yrði kynntur til leiks sem nýr þjálfari Juventus þann 2. janúar næstkomandi. Aðeins er vika síðan forráðamenn Juve sögðust aldrei hafa rætt við Hiddink.

Fótbolti

Munum lifa af án Drogba

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, óttast ekki að Chelsea muni lenda í vandræðum þegar liðið spilar án Didier Drogba í næstu leikjum en hann er á leið í Afríkukeppnina.

Enski boltinn

Mourinho: Fann ástina frá stuðningsmönnum Chelsea

Jose Mourinho sagði að það hefði verið afar gaman að koma aftur á Stamford Bridge í gær og hann ítrekaði við komuna að hann hefði enn hug á að snúa í enska boltann á ný. Hann sagði þó ekki koma til greina að yfirgefa Inter á þessari leiktíð.

Enski boltinn

NBA: Phoenix skellti Lakers

Phoenix Suns vann einn sinn stærsta sigur í vetur í nótt er liðið rúllaði yfir meistara LA Lakers. Liðið er nú 20-12 eftir líklega erfiðasta leikjaplan allra liða það sem af er vetri.

Körfubolti