
Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað
Norski landsliðsmaðurinn Eivind Tangen hefur tekið þá ákvörðun að hætta í handbolta eftir þetta tímabil.
Norski landsliðsmaðurinn Eivind Tangen hefur tekið þá ákvörðun að hætta í handbolta eftir þetta tímabil.
Steinunn Björnsdóttir landsliðsfyrirliði var að vonum ánægð með stórsigurinn á Ísrael í kvöld.
„Þetta var mjög sérstakt. Að spila landsleik fyrir framan tómt hús á Íslandi er mjög sérstakt,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari alvarlegur á svip eftir sigurinn stóra á Ísrael í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson var að venju markahæstur þegar Kadetten hóf úrslitakeppni efstu deildar karla í handbolta með glæstum sigri á Wacker Thun, lokatölur 34-23.
Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti.
Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn.
Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, lítur framtíð Handboltapassans björtum augum. Kostnaður við passann var vanáætlaður um rúmar 30 milljónir á síðasta ári en áætlanir gera ráð fyrir því að tekjur í tengslum við hann næsta aukist næsta árið um þrjátíu og fjórar milljónir
Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, segir að það sé flókið verkefni og gæti verið erfitt að rétta af krefjandi fjárhagsstöðu sambandsins. Það sé verk þeirra sem standi að sambandinu að sjá til þess að það verði ekki gjaldþrota.
Einar Jónsson, þjálfari Fram, eygir möguleika að ná tvennunni á tímabilinu eftir að Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.
Íslandsmeistarar FH eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur á HK í kvöld. Lokatölur 21-25 í Kópavogi.
Fram marði Hauka með þremur mörkum á Ásvöllum í kvöld í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Leikurinn endaði 28-25 og er þetta annar sigur Fram í einvígi liðanna og þar af leiðandi er liðið komið í undanúrslit.
Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, er ófrísk af sínu öðru barni. Þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag, mánudag.
Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið.
Jón Halldórsson formaður HSÍ segir að sambandið hafi átt mjög góðar umræður við embætti ríkislögreglustjóra í tengslum við leik Íslands og Ísrael í undankeppni HM. Engir áhorfendur verða á leikjunum tveimur sem fram fara í næstu viku.
HSÍ hefur gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að leikir Íslands og Ísraels í undankeppni HM kvenna í handknattleik verði leiknir fyrir luktum dyrum. Þetta sé vegna tilmæla lögreglu.
Andri Már Rúnarsson átti stórleik fyrir lið Leipzig sem mætti Magdeburg í þýska handboltanum í dag. Lærisveinum Heiðmars Felixsonar mistókst að koma sér á topp deildarinnar.
Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag.
Valsmenn eru komnir í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Valur getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í öðrum leik liðanna á þriðjudag.
Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í þýska handboltanum í dag. Melsungen fór á toppinn í úrvalsdeild karla og Blomberg-Lippe er í Evrópubaráttu kvennamegin.
Fyrirliði Aftureldingar, Árni Bragi Eyjólfsson, var ánægður með sigurinn á móti ÍBV í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar sigruðu ÍBV, 32-30, í spennandi og jöfnum leik í Mosfellsbæ í dag.
Afturelding lagði ÍBV í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta, en leikurinn fór fram í Mosfellsbæ í dag. Viðureignin var í járnum frá fyrstu mínútu, en að lokum höfðu heimamenn betur, 32-30.
FH og Fram fögnuðu sigri í kvöld þegar úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta fór af stað.
Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir varð markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna í handbolta á þessu tímabili en lokaumferð deildarinnar fór fram í gærkvöldi.