Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Hætta við Coda Terminal í Hafnar­firði

Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð

Ég hallaði sætinu aftur, setti mjóbaksnuddið í gang og lokaði augunum. Þrjátíu mínútna hleðslustopp þarf ekki að vera svo slæmt. Ég sat í Ford Capri, fornfrægum sportbíl sem geystist á ný inn á markaðinn síðasta sumar, endurfæddur sem rafbíll.

Samstarf
Fréttamynd

Hersir til Símans

Hersir Aron Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Steindór Emil Sigurðsson hafa verið ráðnir til Símans. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Símanum

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mariam til Wisefish

Mariam Laperashvili hefur verið ráðin sem markaðsstjóri Wisefish, hugbúnaðarhús í viðskiptalausnum fyrir aðfangakeðju sjávarútvegs- og eldisfyrirtækja á heimsvísu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrjú hundruð á bið­lista og hækkuð áskriftargjöld

Mánaðaraðild án bindingar að líkamsræktarstöðinni Hreyfingu hefur undanfarið ár hækkað úr tæpum fimmtán þúsund krónum upp í tæpar tuttugu þúsund krónur. Þá hefur verið gert tímabundið hlé á nýskráningum í Hreyfingu vegna mikillar aðsóknar. Eigandi Hreyfingar segir aukna áherslu lagða á bætta þjónustu og aukin gæði á líkamsræktarstöðinni. 

Neytendur
Fréttamynd

Macland gjald­þrota: „Bruninn fór með þetta“

Makkland ehf., sem rak tölvu- og símabúðina vinsælu Macland um árabil, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Eigandinn segir brunann í Kringlunni hafa gert út af við reksturinn. Starfsmenn hafi þegar fengið laun greidd og hann vonist til þess að birgjar fái sitt út úr þrotabúinu.

Viðskipti innlent