Enski boltinn

„Fót­bolti snýst um að gera ekki mis­tök“

„Við erum svekktir því gerðum allt til að ná í önnur úrslit en fótbolti snýst um að gera ekki mistök. Við gerðum ein og okkur var refsað,“ sagði Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Enski boltinn

„Við verðum bara betri“

Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Englandsmeistara Manchester City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann segir að lið sitt verði bara betra þegar fram líði stundir.

Enski boltinn

Markadrottning HM á leið til Liverpool

Kvennalið Liverpool gæti verið að fá heldur betur góðan liðsstyrk í baráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Markahæsti leikmaður nýafstaðins heimsmeistaramóts gæti nefnilega verið á leið til Bítlaborgarinnar.

Enski boltinn

Liver­pool blandar sér í bar­áttuna um Gra­ven­berch

Það styttist óðfluga í að félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu loki og því er hver að verða síðastur að sækja sér nýja leikmenn. Miðjumaðurinn Ryan Gravenberch, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern München er eftirsóttur af tveimur liðum á Englandi.

Enski boltinn

Kudus orðinn leik­maður West Ham

West Ham hefur gengið frá kaupunum á Mohammed Kudus frá Ajax fyrir tæplea 40 milljónir punda plús upphæð sem bæst getur við síðar meir. Kudus skrifar undir fimm ára samning við Hamrana.

Enski boltinn

Burnley áfram án sigurs

Jóhann Berg og félagar eru áfram án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-3 tap gegn Aston Villa í dag. Jóhann lagði upp eina mark Burnley.

Enski boltinn