Fótbolti

Kuyt og Benayoun fara ekki

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það útrætt mál að Dirk Kuyt og Yossi Benayon verða leikmenn Liverpool á komandi tímabili. Benítez fundaði með þessum 28 ára leikmönnum í gær.

Enski boltinn

Chelsea bauð í Robinho

Chelsea hefur staðfest tilboð sitt í brasilíska leikmanninn Robinho sem er á mála hjá Real Madrid. Chelsea bauð 19,75 milljónir punda í Robinho eða rúmir þrír milljarðar króna.

Enski boltinn

Bellamy frá í mánuð

West Ham hefur staðfest að Craig Bellamy verði frá í um mánuð vegna meiðsla. Hann haltraði af velli í æfingaleik gegn Ipswich eftir aðeins 23 mínútna leik.

Enski boltinn

Brasilía marði Belgíu

Í morgun fór boltinn að rúlla í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking. Beðið var með eftirvæntingu eftir leik Brasilíu og Belgíu enda Brasilíumenn með marga þekkta leikmenn í sínu liði.

Fótbolti

Sonur Beckham erfir aukaspyrnutæknina

Romeo Beckham vakti mikla athygli í knattspyrnuskóla í Bandaríkjunum þegar kom að því að taka aukaspyrnur. Þessi fimm ára sonur David Beckham þótti minna mjög á föður sinn þegar kom að því að spyrna.

Enski boltinn

Clattenburg í skuldafeni

Enski knattspyrnudómarinn Mark Clattenburg hefur verið settur í tímabundið bann af enska knattspyrnusambandinu. Ástæðan er að rannsókn er hafin á skuldum fyrirtækja sem tengjast honum.

Enski boltinn

Eiður lék hálfleik í nótt

Eiður Smári Guðjohnsen lék seinni hálfleikinn fyrir Barcelona í nótt þegar liðið vann 6-2 sigur á New York Red Bulls. Þetta var síðasti æfingaleikur spænska liðsins en framundan eru opinberir leikir.

Fótbolti

Johnson kominn til Fulham

Enski sóknarmaðurinn Andrew Johnson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Fulham. Kaupverðið á þessum 27 ára leikmanni er ekki gefið upp en hann kemur frá Everton.

Enski boltinn

Ólympíuörlög Messi í höndum Barcelona

Alþjóðlegi íþróttaáfrýjunardómstóllinn komst að þeirri niðiurstöðu í dag að Barcelona væri heimilt að koma í veg fyrir að Lionel Messi leiki með argentínska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking.

Fótbolti

Ljungberg farinn frá West Ham

West Ham United og Fredrik Ljungberg hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins. Hann er því laus allra mála en talið er að Roma og Olympiakos hafi áhuga á honum ásamt fjölda annarra liða.

Enski boltinn