Fótbolti

Chiesa fyrsti maðurinn sem Slot fær

Liverpool hefur gengið frá kaupum á ítalska kantmanninum Federico Chiesa frá Juventus. Kaupverðið nemur tíu milljónum punda, auk 2,5 milljóna punda að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Enski boltinn

Nuñez dæmdur í fimm leikja bann

Darwin Nuñez, framherji Liverpool, mun missa af næstu fimm landsleikjum Úrúgvæ eftir að hafa verið dæmdur í fimm leikja bann. Þá fékk framherjinn sekt upp á nærri þrjár milljónir króna.

Fótbolti

Ron­aldo vantar 101 mark til að ná mark­miði sínu

Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo virðist ekki vera farinn að íhuga það að leggja skóna á hilluna. Hann er einu marki frá marki númer 900 á ferlinum en hann stefnir á að skora 1000 mörk áður en skórnir fara upp í hillu. Það sem meira er, öll mörkin til þessa eru til á myndbandi.

Fótbolti

Eru þrír milljarðar nóg fyrir Orra?

Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er afar eftirsóttur og virðist spænska félagið Real Sociedad tilbúið að leggja mest undir til að tryggja sér þennan unga Íslending.

Fótbolti

Sex úr Bestu í fyrsta hópi Ólafs Inga

Ólafur Ingi Skúlason, sem í sumar var ráðinn þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur valið hópinn sem mætir Danmörku og Wales nú í byrjun september. Báðir leikirnir fara fram á Víkingsvelli.

Fótbolti

Sala Bournemouth fjár­magnar kaupin á Chiesa

Allt stefnir í að Ítalinn Federico Chiesa verði leikmaður Liverpool á Englandi á næstu dögum, ef ekki hreinlega verður gengið frá skiptum hans í dag. Liverpool fær Ítalann á tombóluverði sem fjármagnast að stórum hluta utan frá.

Enski boltinn

„Gef Orra ráð ef hann spyr“

Åge Hareide landsliðsþjálfari segist almennt ekki skipta sér af því hvar leikmenn spili en er aftur á móti alltaf til í að gefa góð ráð ef leikmenn biðja um það.

Fótbolti

Gylfi snýr aftur í lands­liðið

KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið.

Fótbolti