Innlent

Gengu upp á fjall á versta tíma í gær

Tveir fjall­göngu­garpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykja­borg við Mos­fells­bæ í blíð­skapar­verðri síð­degis í gær urðu að koma sér niður með snar­hasti vegna mikils eldinga­veðurs sem gerði skyndi­lega vart við sig í næsta ná­grenni.

Innlent

Rauði krossinn sekur um kyn­bundna mis­munun

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rauði kross Íslands hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar laun karls sem starfaði hjá samtökunum hækkuðu umfram laun konu sem sinnti áþekkum störfum.

Innlent

Gáfust upp á troðningi og skora á Eyjamenn

Dagur Steinn Elfu Ómarsson skorar á forsvarsmenn Þjóðhátíðar að bæta aðstöðu fyrir þá sem mæta á hátíðina í hjólastól. Dagur og tveir starfsmenn hans gáfust upp á troðningnum í dalnum og fóru heim fyrir síðasta kvöldið.

Innlent

Magnaður ævintýragarður á Akureyri þar sem er ókeypis inn

Það er mikið ævintýri að skoða Ævintýragarðinn við Oddeyrargötu á Akureyri því þar hefur eigandinn smíðað ýmsar skemmtilegar persónur úr þekktum ævintýrum og dreift um garðinn. Gamlir tannburstar eigandans eru í aðalhlutverki á einu verkanna. Sjón er sögu ríkari.

Innlent

Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar.

Innlent

Síma­notkun í skólum stórt vanda­mál

Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtamunar. Ítalir eru ekki einir um að beita sér svona og hefur hvalrekaskattur komið til umræðu hér á landi. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra kemur og ræðir möguleika á hvalrekaskatti hér á landi í kvöldfréttum á Stöð 2.

Innlent

Tíminn á flugvöllum orðinn jafn langur og ferðalagið

Flugi Evu Rúnar Guðmundsdóttir frá Amsterdam til Íslands, sem átti að vera komin til Íslands með flugi Icelandair á sunnudag, hefur verið aflýst. Hún vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar ástæða aflýsingarinnar var gefin upp.

Innlent

Karl Gauti kannast ekkert við kæru

Forstjóri Umhverfisstofnunar segir Umhverfisstofnun hafa kært mann, sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti myndband af ferðinni á samfélagsmiðlinum TikTok, til lögreglu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum kannast ekkert við kæruna.

Innlent

Kuba borinn út og ÖBÍ undir­býr skaða­bóta­mál

Jakub Polkowski, 23 ára gamall öryrki í Reykjanesbæ, var í síðustu viku borinn út úr húsi sínu ásamt fjölskyldu af sýslumanninum á Suðurnesjum. Jakub og fjölskylda hans fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Lögmaður Öryrkjabandalags Íslands kannar nú skaðabótarétt fjölskyldunnar vegna vinnubragða sýslumanns sem seldi húsið á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna. 

Innlent

Mar­tröð mæðgna sem áttu að koma til Ís­lands á sunnu­dag

Þrjár íslenskar konur, systur og móðir þeirra, sem reiknuðu með að vera komnar heim til Íslands með flugi Icelandair frá Osló á sunnudagskvöld eru enn ókomnar heim. Þær hafa þurft að yfirgefa flugvél sem var á leiðinni í loftið, bíða í fjórtán klukkustundir á flugvelli og segja upplýsingagjöf í öllu ferlinu hafa verið ábótavant. Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar óþægindin sem farþegar hafa lent í vegna frestana og aflýsinga á flugferðum.

Innlent

Kæra mann fyrir kajakferð út í Surtsey

Umhverfisstofnun hefur kært mann sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti myndband af ferðinni á samfélagsmiðlinum TikTok, til lögreglu. Forstjóri Umhverfisstofnunar beinir því til fólks að virða eyjuna. Ferðir þangað í leyfisleysi geti varðað fangelsi. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Karlmaður sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti af því myndband á samfélagsmiðlum hefur verið kærður til lögreglu af Umhverfisstofnun. Forstjóri stofnunarinnar ræðir málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Kerta­fleytingar til minningar um fórnar­lömb sprenginganna

Íslenskir friðarsinnar standa fyrir kertafleytingu víða um land annað kvöld til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí í Japan við lok síðari heimsstyrjaldar árið 1945. Minnt er á að kjarnorkusprengjur eru stöðug ógn við heimsbyggðina.

Innlent

Starfs­menn Hvals halda allir vinnunni

Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð.

Innlent