Körfubolti

Eftirmaður Baldurs fundinn

Tindastóll, silfurliðs Subway-deildar karla á síðasta tímabili, hefur ráðið nýjan þjálfara. Sá heitir Vladimir Anzulovic og er 44 ára Króati.

Körfubolti

Kristbjörn Albertsson er látinn

Kristbjörn Albertsson, fyrrum körfuboltamaður, körfuboltadómari og formaður KKÍ, er látinn. Kristbjörn lést eftir baráttu við krabbamein þann 18. júlí síðastliðinn en Kristbjörn hefði orðið 78 ára þann 6. ágúst næstkomandi.

Körfubolti

Ísland tryggði sér sæti í A-deild

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í úrslitaleik B-deildar Evrópumótsins en íslenska liðið tryggði sér farseðilinn þangað með sigri gegn Finnlandi í kvöld. 

Körfubolti

Stjarnan semur við Adama Darboe

„Það verða ekki bara danskir dagar í Hagkaup næsta vetur,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar sem hefur öflugan liðsstyrk fyrir næsta tímabil frá KR-ingum í Dananum Adama Darboe.

Körfubolti

Ægir Þór semur við HLA Alicante

Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur fundið sér nýtt lið á Spáni og hefur samið við HLA Alicante í LEB Oro deildinni. Ægir skrifaði undir eins árs samning við liðið.

Körfubolti

Utah Jazz til­búið að hlusta á til­boð í Donovan Mitchell

Kevin Durant setti alla NBA-deildina í körfubolta í uppnám þegar hann tilkynnti að hann vildi yfirgefa Brooklyn Nets fyrir komandi leiktíð. Nú er nær öll lið deildarinnar til í að íhuga að skipta sínum bestu leikmönnum í von um að fá Durant í sínar raðir, Utah Jazz þar á meðal.

Körfubolti

Isabella framlagshæst í sigri

Isabella Ósk Sigurðardóttir átti fínan leik þegar lið hennar South Adelaide Panthers vann 26 stiga sigur á Central Districts Lions, 78-52, í NBL One Central deildinni í Ástralíu.

Körfubolti

Þór Þor­láks­höfn verður með í Evrópu­keppni í vetur

Þór Þorlákshöfn mun taka þátt í Evrópubikarkeppni karla í körfubolta, FIBA Europe Cup, á næstu leiktíð. Hefur Körfuknattleikssamband Evrópu staðfest þátttökulið keppninnar. Fjögur efstu lið Íslandsmótsins fengu boð um þátttöku en Þórsarar voru eina liðið sem tók boðinu.

Körfubolti

Zion ætlar ekki að bregðast neinum

Zion Williamson, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom fyrst inn í NBA deildina. Hann hefur glímt við ýmis meiðsli en virðist nú vera á batavegi og treystir Pelicans honum nægilega mikið til að gefa honum fimm ára samning upp á nærri 200 milljónir Bandaríkjadala.

Körfubolti