Lífið

Drukknaði eftir að hafa tekið blöndu af fíkni­efnum

Réttarmeinalæknir segir söngvarann og samfélagsmiðlastjörnuna Aaron Carter hafa drukknað í baðkari sínu vegna áhrifa af fíkniefnum sem hann hafði tekið fyrr um daginn. Í líkama hans fundust efni úr Xanax-töflum og efni úr loftúðahreinsiefni.

Tónlist

Hugmynd sem kviknaði eftir pílagrímsferð til New York

„Mig langaði að gera þeirri tónlist sem ég hef samið á undanförnum árum góð skil,“ segir píanóleikarinn og tónskáldið Magnús Jóhann Ragnarsson, sem stendur fyrir fjögurra kvölda tónleikaseríu í Mengi og hefst hún á fimmtudagskvöld. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Jóhanni.

Tónlist

Mælir með að geyma snípinn þar til síðast

Æfingin skapar meistarann er setning sem flestir kannast við og á hún ekki síður við í kynlífi en öðru, hvað þá í munnmökum. Ítarlegar leiðbeiningar um píkuunað sem ættu að geta gagnast kynlífsiðkendum eru aðgengilegar á samfélagsmiðlum kynlífstækjaverslunarinnar Losta. 

Lífið

GameTíví: Ævintýrið í Tamriel heldur áfram

Strákarnir í GameTíví halda ævintýrinu í Tamriel áfram í kvöld en þeir ætla að spila Elder Scrolls Online. Að þessu sinni setja strákarnir stefnuna á High Isle þar sem þeir munu berjast við alls kyns ófreskjur og sömuleiðis gefa áhorfendum gjafir.

Leikjavísir

Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella

Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið.

Tónlist