Lífið

Stiklusúpa: Allt of stórt leikjahaust í vændum

Viðburðinum Summer game fest lýkur í dag en hann hafa margir af helstu leikjaframleiðendum heims, og aðrir minna þekktir, notað til að sýna þá leiki sem gefnir verða út á næstunni. Óhætt er að segja að mikið verði um að vera í leikjaspilun í haust.

Leikjavísir

„Slaufaðir“ Greifarnir hundfúlir með sögulega samantekt á RÚV

Liðsmenn Greifanna eru allt annað en sáttir með að hafa verið hundsaðir í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands á RÚV. Þeir líta svo á að þeim hafi verið slaufað enda ekkert fjallað um sviðsljós sveitarinnar á því tímabili sem var til umfjöllunar í þætti fyrir tímabilið 1986 til 1992.

Lífið

Hæfi­­leikarnir drógu okkur saman

Elín Sif Hall og Reynir Snær Magnússon hafa starfað saman innan tónlistar um árabil en þau kynntust árið 2017. Hún sem söngkona og hann sem gítarleikari. Sambandið vatt fljótt upp á sig og áður en þau vissu af voru þau orðin meira en bara samstarfsfélagar.

Lífið

Fyrsta lagið frá Sigur Rós í ár og daga

Sigur Rós sendir frá sér smáskífuna „Blóðberg“ í dag, fyrsta lagið frá hljómsveitinni í sjö ár. Lagið verður á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Átta, sem kemur út 16. júní. Sama dag fer hljómsveitin á tónleikaferðalag um Evrópu og Norður Ameríku.

Tónlist

Dimma gæðir sér á pönnuköku úr munni eiganda síns

Pönnukökur eru í mestu uppáhaldi hjá Dimmu, sem er taminn hrafn, sem býr í Heiðmörk í Reykjavík. Dimma er ánægðust þegar eigandinn heldur á henni og biður hana að gera ýmsar æfingar. Á heimilinu er líka risa hundur, sem heitir Rjúpa.

Lífið

„Þetta skip fer aldrei út aftur“

Í mars árið 1983 strandaði skipið Hafrún við Stigahlíð á Vestfjörðum. RAX fékk að fara með Landhelgisgæslunni að bjarga skipverjunum en hann fékk að sitja í franskri Puma þyrlu sem verið var að kynna fyrir gæslumönnum. Það var farið að dimma þegar leiðangurinn kom að Stigahlíð í hríðarbyl og vondu skyggni. Loks komu björgunarmenn auga á blys.

Lífið

Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast

„Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega.

Áskorun

Bónorðið eins og úr bíó­mynd

Dansarinn og fasteignasalinn, Tara Sif Birgisdóttir trúlofaðist ástmanni sínum Elfari Elí Schweitz Jakobsson, lögfræðingi, í lok árs 2021. Parið gifti sig svo í Vegas nokkrum mánuðum síðar en þau stefna á að halda veglega veislu á Ítalíu fyrir vini og ættingja í haust.

Lífið

Svona endast karl­menn lengur í rúminu

Ótímabært sáðlát (e. Premature ejaculation) gerist innan við sextíu sekúndum eftir að samfarir hefjast, eða áður en þú eða maki þinn eruð tilbúin að ljúka athöfninni. Um 40 prósent karlmanna á öllum aldri glíma við vandann.

Lífið

Litli nagl­bíturinn kominn með nafn

Ljósmyndarinn og listakonan Saga Sigurðardóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú fyrir stuttu með ástmanni sínum Vilhelm Antoni Jónssyni, söngvara og þáttagerðamanni. 

Lífið

„Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist“

„Ég er búin að vera að berjast með kjafti og klóm frá því ég var í Ísland Got Talent [12 ára]. Ég ætlaði að ná langt. Mér líður eins og ég sé búin að vera allsstaðar af því ég er búin að setja alla lífsorkuna mína í þetta.“ segir Diljá Pétursdóttir sem segist loksins hafa fengið tækifæri til að skína fyrir framan alþjóð, og heiminn allan, í Söngvakeppninni og svo sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Diljá segir frá þessu í viðtali í hlaðvarpinu Karlmennskan.

Lífið

„Hræðir mig mest að þurfa að fara aftur í buxur“

„Samfélagið var alltaf að segja okkur að maður gæti ekki dýrkað aðrar konur, það var alltaf verið að stilla okkur upp á móti hvor annarri og maður hefur sjálfur þurft að læra að stíga burtu frá þessari toxic, gömlu og þreyttu samfélagslegri hegðun,“ segir Reykjavíkurdóttirin, hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína. 

Tíska og hönnun

Garpur bugaður á Kerlingu

Garpur og félagar hans, Jónas og Andri Már fóru í leiðangur í Svarfaðadal í klifur upp Kerlingareld. Kerlingareldur er veggur í miðju fjalli sem heitir Kerling sem gnæfir yfir dalnum. Veggurinn er 200 metra hár og hafa ekki margir klifrarar farið þar upp. 

Lífið

„Þú verður að vera djörf og það er ekki í boði að upp­lifa loddaralíðan“

„Ástríða mín fyrir fólki hefur alltaf verið miklu stærri en fyrir vinnunni endilega sem slíkri. Það er svo mikilvægt að láta manneskjunni líða eins vel og henni getur liðið í stólnum hjá manni,“ segir förðunarfræðingurinn Auður Jónsdóttir, sem hefur verið búsett í Los Angeles síðastliðið sjö og hálft ár og unnið þar að fjölbreyttum og spennandi verkefnum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar lífi.

Lífið

Ofurpar í kortunum: Hadid og DiCaprio sjást enn og aftur saman

Leikarinn Leonardo DiCaprio og fyrirsætan Gigi Hadid borðuðu kvöldverð saman í Lundúnum á þriðjudag. Morguninn eftir sást til þeirra koma hvort í sínu lagi, með nokkurra mínútna millibili, á sama hótelið. Orðrómur um samband þeirra hefur fengið byr undir báða vængi.

Lífið

Hræðist mest fiðrildi og fugla

Söngkonan Silva Þórðardóttir, eða Silva Love eins og hún kallar sig, er á öruggri leið upp stjörnuhimininn en hún gaf út plötuna More than you know ásamt Steingrími Teague síðastliðið sumar. Nú í júní er svo von á tónleikum með dúettinum ásamt glænýju tónlistarmyndbandi við lagið If it was.

Lífið