Lífið

Succession er Rollsinn í sjónvarpi í dag

Fyrsti þáttur í fjórðu og síðustu seríu Succession er kominn inn á Stöð 2+. Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og framleiðandi, kallar þættina Rollsinn í sjónvarpi í dag og segir þá hafa skapað ný viðmið í sjónvarpi fyrir ókomin ár.

Lífið samstarf

Önnur þáttaröð tveimur þáttum styttri

Önnur þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon verður einungis átta þátta löng. Það er tveimur þáttum styttra en fyrsta þáttaröðin. Þá eru forsvarsmenn HBO þegar byrjaðir að velta fyrir sér að gefa grænt ljós á þriðju þáttaröðina.

Bíó og sjónvarp

Pub Quiz og FM með Stjórunum

Stjórarnir Hjálmar Örn og Óli Jóels verða í beinni útsendingu frá Arena Gaming í kvöld, þar sem þeir ætla að halda Pub Quiz um fótbolta og spila einvígi í Football Manager.

Leikjavísir

Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar

„Aðalmarkmið okkar er að skapa vettvang þar sem raddir kvenna af erlendum uppruna fá að heyrast á þeirra eigin forsendum,“ segir Chanel Björk, sem er einn af stofnendum samtakanna Hennar rödd. Samtökin standa fyrir ráðstefnu um konur af erlendum uppruna í listum. Verður hún haldin í Borgarleikhúsinu á laugardaginn næstkomandi og er um að ræða fjölbreytta dagskrá sem einkennist af erindum, pallborðsumræðum, vinnustofum og frumsýningu á verki.

Menning

Kolla­gen getur hjálpað til við eymsli og stíf­leika í hnjám, mjöðmum og baki

„Íþróttafólk getur þróað með sér slit í hnjám, mjöðmum og baki. Slit í öxlum er til dæmis algengt hjá handboltafólki vegna mikils álags. Slit í liðum hrjáir oft einnig þá sem stunduðu íþróttir á sínum yngri árum og þegar fólki verður illt í liðum þá hreyfir það sig minna. Við það skapast vítahringur en honum er hægt að snúa við með mataræði, hreyfingu og réttum styrktaræfingum. Mín reynsla er sú að það er möguleiki á að minnka verki og stirðleika frá liðum og sinum þrátt fyrir slit. Auk þess er mikill ávinningur í að minnka einkenni slits með inntöku á kollageni,“ segir Ásta Árnadóttir sjúkraþjálfari.

Lífið samstarf

„Einhverfa sést ekkert“

Kvikmyndagerðarmaðurinn Drómi Hauksson er með einhverfu en hann gerði á dögunum sautján mínútna stuttmynd um það hvernig einhverfir sjá heiminn ólíkt öðrum.

Lífið

Skautadrottning lærir íslensku til að ná sér eftir slys

Bandarísk kona sem lenti í slysi ákvað að koma til Íslands til að ná bata. Læknir hennar sagði að það væri ekkert sem hún gæti gert en hún fullyrðir að henni líði mun betur eftir að hafa verið hér í sjö mánuði. Hún lærir íslensku til að þjálfa heilann og fer í sund til að hjálpa líkamlegu hliðinni.

Lífið

Renner birtir mynd­skeið af sér að ganga

Leikarinn Jeremy Renner hefur birt myndskeið af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann sést labba á göngubretti sem ætlað er einstaklingum í endurhæfingu. Renner lenti í alvarlegu slysi á nýársdag, þar sem fleiri en 30 bein brotnuðu.

Lífið

Stjörnu­lífið: Verð­laun, skíði og lúxus

Lóan er komin að kveða burt snjóinn. Í síðustu viku nýttu því margir tækifærið og skelltu sér á skíði áður en snjórinn kveður endanlega. Þá er verðlaunavertíðin ennþá í fullum gangi og voru Íslensku tónlistarverðlaunin veitt nú í vikunni. 

Lífið

Nauðungarvistun Bynes framlengd

Nauðungarvistun leikkonunnar Amöndu Bynes hefur verið framlengd um minnst viku og gæti verið framlengd í allt að mánuð. Barna- og táningastjarnan var vistuð á geðdeild fyrir viku, eftir að hún sást ganga nakin um götur Los Angeles.

Lífið

„Gjaldþrotið var mér einum að kenna og lagðist þungt á mig”

Halldór Einarsson, eigandi Henson, segist enn elska að mæta í vinnuna alla morgna eftir áratugastörf við að hanna og sauma íþróttaföt. Halldór, sem er oftast kallaður Henson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar talar hann um hve ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað síðan hann stofnaði íþróttafyrirtækið Henson með eina saumavél að vopni aðeins 22 ára gamall.

Lífið

Majors hand­tekinn fyrir heimilis­of­beldi

Leikarinn Jonathan Majors var handtekinn fyrir heimilisofbeldi á Manhattan í New York í Bandaríkjunum í gær. Kona á þrítugsaldri sagði hann hafa ráðist á sig og var með nokkra áverka á höfði og búk.

Lífið