Lífið

Sigurður maðurinn á bak við Auglýsingahléð

Myndlistarmaðurinn Sigurður Ámundason er maðurinn á bak við myndlistarverkin sem hafa síðastliðna daga yfirtekið auglýsingaskilti víða um borgina. Sýningin, sem ber heitið Rétthermi, birtist á hundruðum skjáa og hefur líklega náð til yfir 80% höfuðborgarbúa.

Menning

Jeremy Renner á gjör­gæslu eftir að­gerð

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada.

Lífið

Kryddpylsa GameTíví 2022

Strákarnir í GameTíví ætla að halda sína árlegu Kryddpylsu í kvöld. Þá verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í heimi tölvuleikjanna á síðasta ári og það sem gerðist í GameTíví.

Leikjavísir

Hugað að setja hjóla­stóla­sketsinn í loftið

Sigurjón Kjartansson, einn framleiðenda og handritshöfunda Áramótaskaupsins, segir það hafa verið hugað hjá handritshöfundum að gera grín að stöðu fatlaðra í leikhúsheiminum í hjólastólasketsi í Skaupinu. Hann nefnir sketsinn sem einn af sínum uppáhalds. 

Bíó og sjónvarp

Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð

Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð.

Lífið

White Noise: Allt er gott ef ekki er vöruskortur

Netflix frumsýndi á milli jóla og nýárs nýjustu kvikmynd Noah Baumbachs, White Noise. Hún byggir á samnefndri skáldsögu Don DeLillo og fjallar um bandaríska millistéttarfjölskyldu sem lendir í miðjum hamförum þegar eiturský nálgast heimili þeirra.

Gagnrýni

Matador-höfundurinn Lise Nørga­ard látin

Danski blaðamaðurinn, ritstjórinn og rithöfundurinn Lise Nørgaard, sem meðal annars er þekkt fyrir að hafa verið höfundur Matador-þáttanna, er látin. Hún lést í gær, 105 ára að aldri.

Menning

Þór­dís Björk skellti sér á skeljarnar á mið­nætti

Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir skellti sér á skeljarnar á miðnætti þegar nýtt ár gekk í garð. Hún og kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson voru þó þegar trúlofuð. Júlí bað Þórdísar í maí á síðasta ári en Þórdísi fannst Júlí þurfa að fá hring líka.

Lífið