Lífið

Uppáhalds lög Birgittu Lífar árið 2022

Árið 2022 var með sanni viðburðaríkt í tónlistinni og fjölbreytileikinn skein skært með ólíkum tónlistarstefnum sem náðu vinsældum. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að deila með lesendum hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár.

Tónlist

Guðir verða drepnir hjá Amazon

Amazon hefur gert samkomulag við Sony og Santa Monica Studio um að framleiða God of War sjónvarpsþætti. Þættirnir verða sýndir á streymisveitunni Prime Video og munu byggja á hinni gífurlega vinsælu leikjaseríu um gríska stríðsguðinn Kratos.

Bíó og sjónvarp

„Jólin hafa ekki alltaf verið auð­veld“

Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Stórviðburður í Stjóranum

Það verður hart barist í Stjóranum í kvöld. Þá mætast „stálin og hnífarnir“ frá Grimsby og „hattarnir“ frá Stockport en um stórviðburð er að ræða.

Leikjavísir

Insta­gram reikningi Brit­n­ey lokað eftir há­værar sam­særis­kenningar

Aðdáendur poppprinsessunnar Britney Spears eru áhyggjufullir og hafa ýmsar skrautlegar samsæriskenningar skotið upp kollinum síðustu vikur. Sú samsæriskenning sem er hvað háværust er að söngkonan sé í raun lokuð inni á geðdeild og að eiginmaður hennar, Sam Asghari, sé með staðgengil fyrir hana sem kemur fram á samfélagsmiðlum. Hollywood spekúlantinn Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar.

Lífið

Með­limur BTS hefur her­þjálfun

Hinn þrjátíu ára gamli Jin, elsti meðlimur suður-kóresku K-pop sveitarinnar hefur nú hafið herþjálfun þar í landi. Jin er fyrsti meðlimur sveitarinnar til þess að hefja þjálfun í kjölfar herkvaðningar.

Tónlist

Jólagjafirnar sem munu slá í gegn hjá henni

Jólagjöfin hennar leynist í Vogue fyrir heimilið þar sem allar hillur svigna undan fallegum vörum. Við tókum saman nokkrar vinsælar gjafir sem munu slá í gegn hjá kærustum, eiginkonum, mömmum, ömmum, frænkum, systrum og vinkonum og örugglega miklu fleirum á aðfangadagskvöld.

Lífið samstarf

Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt

Lag dagsins er mögulega ekki sérstaklega jólalegt, en það er allt í lagi því það hefur svo margt annað sem vegur upp á móti því. Það er varla til sá Íslendingur sem ekki hefur á einhverjum tímapunkti dillað sér við þetta lag, hið eina sanna Skólarapp.

Jól