Lífið

Hætt með kærastanum

Britney Spears er búin að sparka kærastanum sínum, fyrirsætunni Isaac Cohen. Þau höfðu verið á föstu í tvær vikur en bandarískir fjölmiðlar segja Britney hafa fengið nóg á fimmtudaginn í síðustu viku. „Við erum ekki lengur saman,“ var það eina sem fékkst upp úr hinni 25 ára einstæðu móður. Þrátt fyrir þetta sást til Britney á föstudagskvöldið í samræðum við umræddan Cohen.

Lífið

The Peel Session - fjórar stjörnur

Breski útvarpsmaðurinn John Peel, sem féll frá fyrir rúmum tveimur árum, hefur sennilega haft meiri áhrif á tónlistarsöguna en nokkur annar fjölmiðlamaður a.m.k. síðustu 30 árin eða svo.

Tónlist

Höfðar mál

Leikkonan Kiera Knightley hefur höfðað mál gegn breska dagblaðinu The Daily Mail vegna fréttar þar sem er gefið í skyn að hún hafi sagt ósatt þegar hún vildi ekki viðurkenna að hún þjáðist af átröskun. Blaðið birti grein um stúlku sem lést af völdum átröskunar og með greininni fylgdi mynd af hinni 21 árs Knightley á strönd þar sem rætt var um þyngd hennar.

Lífið

Íhugaði að hætta

Leonardo DiCaprio íhugaði að hætta að leika eftir að hann lék í hinni vinsælu Titanic árið 1997.

Lífið

Little Miss kjörin best

Kvikmyndin Little Miss Sunshine var valin besta myndina á Producers Guild of America-verðlaununum sem voru afhent um síðustu helgi. Verðlaunin þykja gefa góða vísbendingu um hvaða mynd eigi eftir að vegna vel á óskarsverðlaununum. Myndirnar sem hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar voru Babel, The Departed, The Queen og Dreamgirls.

Bíó og sjónvarp

Pabbaleikurinn í Iðnó

Bjarni Haukur er aftur kominn á fjalirnar. Alþjóð man þegar hann stóð á sviði Gamla bíós misserunum saman og flutti þar íslenska staðfærslu á amerískum einleik eða uppistandi sem kallað var Hellisbúinn.

Bíó og sjónvarp

Stór og fjölbreytt

Hlustendaverðlaun útvarpsstöðvarinnar FM 957 verða haldin í sjöunda sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hátíðin verður jafnframt send út í heild sinni í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sirkus.

Tónlist

Söngvaskáld í Danaveldi

Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur sína fyrstu tónleika í Danmörku í byrjun febrúar. Fyrst spilar hann í Álaborg hinn 6. og daginn eftir heldur hann tvenna tónleika í Kaupmannahöfn.

Tónlist

Tónleikaferð um Bretland

Hasarmyndahetjan Steven Seagal er farin á tónleikaferð um Bretland með blúshljómsveit sinni Thunderbox. Seagal, sem hefur leikið í myndum á borð við Under Siege og The Patriot, hefur spilað á gítar síðan hann var 12 ára.

Tónlist

Nýsmíðar í Listasafni Íslands

Tónlistarhópurinn Aton heldur tónleika í Listasafni Íslands kl. 20 í kvöld – á fjórða degi Myrkra músíkdaga. Aton-hópurinn er skipaður ungu tónlistarfólki sem sérhæfir sig í nýrri íslenskri tónlist og hefur leikið á hátíðinni undanfarin ár.

Menning

Tónlistarpeningar

Tilkynnt var í gær um úthlutun úr Tónlistarsjóði sem tónlistarráð menntamálaráðuneytis er til ráðgjafar um. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitir styrki úr sjóðnum. Fjárþörf reyndist að þessu sinni langt umfram það sem til boða stóð, en sjóðurinn mun veita aðra eins fjárhæð, rúmar tuttugu milljónir, síðar á árinu.

Tónlist

Vinir saman á sviði

Hnefaleikakappinn fyrrverandi Muhammad Ali steig upp á svið með vini sínum, gamanleikaranum Billy Crystal, á 65 ára afmælisdegi sínum á miðvikudag.

Lífið

Bó berst fyrir bættu öryggi á netinu

„Nei, ég hef nú ekki lent í því að fólk hafi efast um hver ég væri en sumir hafa ekki alltaf kveikt á perunni,“ segir stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson en eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær leikur hann í auglýsingu fyrir Auðkennislykil sem á að tryggja öryggi bankaviðskipta á netinu. Í auglýsingunni er gert út á að þótt menn séu þekktir á þessari eyju skipti það litlu máli á netinu. „Mér finnst þetta gott málefni enda nota ég netið mikið sjálfur. Og það er aldrei nógu mikið gert til að tryggja öryggið þar,“ segir söngvarinn.

Lífið

Knightley í mál við Daily Mail

Keira Knightley hefur farið í mál við breskt dagblað vegna greinar sem gaf í skyn að hún hefði logið til um að vera ekki með átröskun. The Daily Mail birti mynd af hinn 21 árs gömlu leikkonu á strönd, og í texta með myndinni var bent á holdafar hennar. Myndin birtist í grein um stúlku sem dó af völdum anorexíu. Fréttavefur BBC segir að í tilkynningu frá lögmönnum leikkonunnar segi að blaðið hafi auk þess gefið í skyn að Knightley hafi gefið slæmt fordæmi og átt þannig þátt í dauða stúlkunnar.

Lífið

Britney ófrísk?

Vangaveltur þess efnis hvort Britney Spears sé barnshafandi hafa gengið fjöllunum hærra síðustu daga. Nýjustu fregnir herma þó að Britney sé EKKI ófrísk. Umboðsmaður poppstjörnunnar, Larry Rudolph, hefur slegið á orðróminn með því að útskýra hvernig sagan komst á kreik. Mynd náðist af nýja kærastanum, Isaac Cohen, þar sem hann sat við hlið Britneyjar með hnetusmjör á fingrunum.

Lífið

Lindsay aftur í meðferð

Leikkonan Lindsey Lohan hefur skráð sig í meðferð hjá lúxus meðferðarheimili í Kaliforníu samkvæmt bandaríska tímaritinu US Weekly. Lindsey viðurkenndi í síðasta mánuði að hún sækti AA fundi, en tilgreindi ekki ástæðu þess. Talsmaður leikkonunnar segir að Lindsey hafi tekið ákvörðun um að hugsa betur um líðan sína og heilbrigði og að hún óskaði eftir að fjölmiðlar virtu einkalíf hennar á meðan.

Lífið

Beckham hjónin í Playboy partý

Victoria og David Beckham eru komin á boðslista Hugh Hefners fyrir næsta Playboy partý. Vinir hjónanna í Hollywood telja meðal annars TomKat og J.Lo, en nú hefur Hugh Hefner sagt að "stelpurnar hans" vilji fá hjónin í partýið. Þá spáir Hefner því að Hollywood eigi eftir að elska Victoriu og David.

Lífið

Hundurinn bjargaði Salmu Hayek

Nokkrum klukkustundum fyrir Golden Globe verðlaunaafhendinguna í síðustu viku ákvað Salma Hayek að leggja sig. Hún hafði ekki hugmynd um að á heimili hennar í Kaliforníu var gasleki. Salma sem var með höfuðverk, vaknaði upp við það að hundurinn hennar, Diva, lét öllum illum látum. Hann beit í ermi hennar og reyndi að draga hana út.

Lífið

Monica leitar að vinnu í Lundúnum

Hvíta húss lærlingurinn fyrrverandi, Monica Lewinsky, er nú að leita sér að vinnu í Lundúnum, eftir að hafa lokið meistaranámi við London School of Economics. Talsmaður hennar vill ekki upplýsa í hvaða geira hún sé að leita sér að vinnu, né hversu lengi hún verði í Lundúnum.

Lífið

Lítill álfur á leiðinni

Bandaríska leikkonan Jenna Elfman, sem gerði garðinn frægan í þáttunum um Dhörmu & Greg, á von á sínu fyrsta barni. Hún og eiginmaður hennar Bodhi Elfman hafa verið gift í sextán ár, og eru sögð í skýjunum yfir þessari fjölgun í fjölskyldunni. Jenna er 35 ára gömul og umboðsmaður hennar segir að meðgangan sé henni bæði auðveld og ánægjuleg.

Lífið

Niðurbrotin sjónvarpsstjarna

Breska sjónvarpsstjarnan Jade Goody er niðurbrotin manneskja eftir harkalega gagnrýni sem hún hefur fengið fyrir árásir sínar á Indversku kvikmyndaleikkonuna Shilpu Shetty, í raunveruleikaþættinum Big Brother á Channel 4. Breska lögreglan hefur sett vörð um heimili Goody, og yfirmenn Channel 4 koma saman til neyðarfundar í dag, til þess að ræða hvort leggja eigi þáttinn niður. Jade Goody er sökuð um stæka kynþáttafordóma.

Lífið

Yfirhirðmey Sonju drottningar rekin

Yfirhirðmey Sonju drottningar Noregs hefur misst vinnuna og hirðin tjáir sig ekki um hvers vegna. Sidsel Wiborg, sem er 57 ára gömul hefur verið skráð veik í tíu mánuði, og staðfesti í samtali við norska blaðið VG, að henni hafi verið tilkynnt að ekki sé óskað eftir að hún komi aftur til vinnu.

Lífið

Mills fær 3,6 milljarða króna

Heather Mills og Paul McCartney hafa, að sögn breska blaðsins News of The World, náð samkomulagi um greiðslur til Mills við skilnað þeirra. Hún mun fá um þrjá komma sjö milljarða króna fyrir fjögurra ára hjónabandið. Það mun vera bæði í reiðufé og fasteignum.

Lífið

Sylvía Nótt var prúðmennskan uppmáluð

Sylvía Nótt er orðin prúð í fasi. Í fyrstu umferð Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi mætti hún í hvítum englakjól og ráðlagði væntanlegum sigurvegurum að sýna hógværð og vera með fæturna á jörðinni, því það væri miklu meira “kúl” en þau látalæti sem hún varð á sínum tíma fræg fyrir.

Tónlist

Flex Music kynnir SOS á Nasa

Flex Music kynnir S.O.S á NASA, laugardagskvöldið 03. í samstarfi við Hljóð-X og Corona. S.O.S eða "Sex On Substance" eins og skammstöfunin stendur fyrir er ein eftirsóttasta og flottasta plötusnúða grúbban í heiminum í dag.

Tónlist

Oprah er ríkust

Drottning spjallþáttanna, Oprah Winfrey, trónir á toppi lista yfir ríkustu konur skemmtanaiðnaðarins. Forbes tímaritið gefur listann út og metur eignir hennar á tæpa 105 miljarða króna.

Lífið

Söfnuðu fyrir skólagöngu fátækrar stelpu í heilt ár

Æskulýðsfélagið í Digraneskirkju heitir Meme group og er fyrir krakka í 8-10. bekk. Krakkarnir í félaginu ákváðu að styrkja fátæka stelpu á Indlandi til náms. Litla stelpan heitir Lakshmi en nánari upplýsingar um hana er að finna á www.jarma.net.

Lífið

Hringur fékk sparibauk

Pétur Þorsteinn Óskarsson frá Glitni, Hringur, Anna Marta Ásgeirsdóttir, Ásgeir Haraldsson prófessor í Barnalækningum og sviðsstjóri Barnalækninga á Barnaspítala Hringsins, og Vilhjálmur Halldórsson frá Glitni.

Lífið