Tónlist

Blúsinn trekkir að á Ólafsfirði

„Hátíðin er alltaf að vaxa. Í fyrstu var þetta ein kvöldskemmtun en nú er þetta þriggja daga hátíð með öllu tilheyrandi,“ segir Gísli Rúnar Gíslason, aðalskipuleggjandi Blúshátíðarinnar á Ólafsfirði, en hún var haldin í áttunda sinn um helgina.

Tónlist

Velheppnað popp

Hin 19 ára gamla græneygða Robyn Rihanna Fenty frá Barbados sló í gegn fyrir tveimur árum með Karíbahafslitaða r&b sumarsmellnum Pon De Replay og fylgdi honum eftir með S.O.S. í fyrra. Good Girl Gone Bad er hennar þiðja plata og það er ekkert lát á smellunum. Lagið Umbrella sem hún syngur ásamt Jay-Z stefnir í að verða eitt af lögum sumarsins 2007.

Tónlist

Drullugir upp fyrir haus

Hljómsveitin Trabant er nýkomin heim úr mánaðarlangri tónleikaferð um Bretlandseyjar þar sem hún spilaði á rúmlega tuttugu tónleikum. Doddi trommari játar að vera orðinn ansi lúinn eftir törnina. „Það er ekki mikill tími til að slappa af. Menn eru komnir á fullt í alls konar dóterí annað. Manni hefði ekki veitt af því að fara í mánaðar sumarfrí úti á landi en það er ekki alveg í boði,“ segir Doddi.

Tónlist

Rödd Bjarkar aðalatriðið

Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við tímaritið Plan B að rödd hennar hafi verið aðalmálið í gegnum tíðina, ekki hverja hún hitti eða hvað hún gerði. „Allir segja: „Hún er svo heppin: hún klæddist svanakjólnum og lamdi blaðamanninn,“ og allt þetta klisjukennda bull. Málið er að alveg síðan ég var í Sykurmolunum hefur allt snúist um röddina mína,“ segir Björk.

Tónlist

Algjört dúndur í Höllinni

Hljómsveitin Dúndurfréttir spilaði plötu Pink Floyd, The Wall, í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld við mjög góðar undirtektir. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir á lipurlegan hátt.

Tónlist

B.Sig. með tónleika

Hljómsveitin B.Sig. heldur tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. B.Sig., sem er hugarfóstur handboltakappans Bjarka Sigurðssonar, gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Good Morning Mr. Evening, sem hefur fengið góðar viðtökur.

Tónlist

Kryddpíurnar snúa aftur

Kryddpíurnar hafa snúið aftur úr áralangri pásu og ætla í tónleikaferð um heiminn í desember og janúar. Allir upprunalegir meðlimir verða með í þetta sinn, þar á meðal Geri Halliwell sem hætti í maí 1998.

Tónlist

Krossferð Jakobínarínu

Fyrsta breiðskífa hafnfirsku hljómsveitarinnar Jakobínarína hefur fengið nafnið The First Crusade, eða Fyrsta krossferðin. Kemur hún út hérlendis og í Bretlandi 24. september næstkomandi.

Tónlist

Gefa út skástu lögin sín

Hvanndalsbræður frá Akureyri hafa gefið út plötuna Skást of, sem hefur að geyma skástu lög sveitarinnar hingað til. Á meðal laga á plötunni eru Svarfdælskir bændur, Upp í sveit, Kisuklessa, Tíu litlir negrastrákar og Maístjarnan. Lögin, sem eru sextán talsins, eru tekin af plötum þeirra Ríða feitum hesti, Út úr kú og Hrútleiðinlegir.

Tónlist

Dizzee heldur sínu striki

Dizzee Rascal vakti athygli árið 2003 þegar hann fékk Mercury-verðlaunin fyrir fyrstu plötuna sína yngstur vinningshafa í sögu verðlaunanna. Hann sendi nýlega frá sér sína þriðju plötu Maths + English. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn og tók stöðuna á bresku rappi.

Tónlist

Sumartónleikar í Skálholti

Á morgun hefjast Sumartónleikar í Skálholti og standa næstu fimm vikur. Eins og áður verður hátíðahald á Skálholtsstað um helgar og á fimmtudögum. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá, en meginþemað helgast af ártíð tveggja af merkari tónskáldum barokktímans, þeirra Buxtehude og Scarlatti.

Tónlist

Syngja fyrir umhverfið

Umhverfisverndarsamtökin Saving Iceland standa fyrir stórtónleikum á Nasa til styrktar ráðstefnu um umhverfisvernd í byrjun næstu viku. Meðal þeirra sem koma fram eru múm, Rúnar Júlíusson og Bogomil Font.

Tónlist

Ófá gæsahúðaraugnablik

Örfáir miðar eru eftir á aukatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljómsveitarinnar Dúndurfrétta sem flytja munu stórvirki Pink Floyd, The Wall, í Laugardalshöll í kvöld. Uppselt er á seinni tónleikana á föstudaginn.

Tónlist

Miðasala á Jethro Tull

Miðasala á tvenna tónleika bresku rokksveitarinnar Jethro Tull í Háskólabíói 14. og 15. september er hafin. Jethro Tull kom síðast hingað til lands árið 1992 þegar hún spilaði á Akranesi. Forsprakki sveitarinnar Ian Anderson spilaði síðan í Laugardalshöll á síðasta ári með Sinfóníuhljómsveit Íslands og bandaríska fiðlusnillingnum Lucia Micarelli.

Tónlist

Mikill áhugi á Toto

Miðasala á tónleika bandarísku hljómsveitarinnar Toto í Laugardalshöll 10. júlí gengur vel. Uppselt er í stúku og innan við þúsund miðar eru eftir í stæði.

Tónlist

Kenya stígur á svið

Íslenska söngkonan Kenya heldur sína fyrstu sólótónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Lag hennwar, Hot Dancing, hefur verið spilað talsvert það sem af er sumri og kemur það út á stuttplötu í haust.

Tónlist

Djass fyrir austan

Djasshátíð Egilsstaða á Austurlandi, ein elsta sérhæfða tónlistarhátíðin utan Reykjavíkur, er nýhafin. Hátíðin varð til fyrir tuttugu árum í sumarblíðu á Egilsstöðum og varð að veruleika sumarið 1988. Síðan hefur hún fest sig í sessi þótt frumkvöðullinn, Árni Ísleifsson, hafi á tíðum látið hafa eftir sér að nú skorti hann þrek til að halda hátíðinni áfram.

Tónlist

Bon Jovi snýr aftur

Hljómsveitin Bon Jovi er komin á topp bandaríska Billboard-vinsældalistans í fyrsta sinn síðan 1988, eða í nítján ár. Nýjasta plata sveitarinnar, Lost Highway, seldist í tæpum 290 þúsund eintökum sína fyrstu viku á lista. Frá því mælingar hófust árið 1991 hefur sveitin aldrei selt jafnmikið í fyrstu vikunni í heimalandi sínu.

Tónlist

Balkanskt tempó

Þjóðlagahljómsveitin Narodna Musika heldur tónleika á Café Cultura í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um Ísland.

Tónlist

Á toppnum í Bretlandi

Rokkdúettinn The White Stripes fór beint á toppinn á breska vinsældarlistanum með nýjustu plötu sína Icky Thump. Þetta er betri árangur en sveitin náði með síðustu plötu sinni, Get Behind Me Satan, því hún komst hæst í þriðja sætið á listanum. Síðast fór The White Stripes beint á toppinn í Bretlandi með plötunni Elephant sem kom út fyrir fjórum árum.

Tónlist

Tónleikar The Rapture - fimm stjörnur

Það voru nýstirnin í hljómsveitinni Motion Boys sem hituðu upp fyrir The Rapture á Nasa á þriðjudagskvöldið. Motion Boys er mikið hampað þessa dagana og þess vegna gaman að fá tækifæri til að sjá hvernig sveitin spjarar sig á tónleikum.

Tónlist

Led Zeppelin íhugar endurkomu

Þrír eftirlifandi meðlimir hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Led Zeppelin eru sagðir íhuga að koma saman á ný. Hugmyndin er að koma fram saman á einum tónleikum síðar í sumar. Tónleikarnir verða haldnir til heiðurs Ahmet Ertgun, stofnanda Atlantic Records, en hann lést á síðasta ári. Ertgun þessi vann mikið með Zeppelin á sínum tíma og vilja hljómsveitarmeðlimirnir votta honum virðingu sína með því að stíga aftur á svið í þetta eina skipti.

Tónlist

Nhi og bau

Víetnamski tónlistarmaðurinn Ngo Hong Quang kynnir hlustendum nýjan hljóðheim á tónleikum í Iðnó í kvöld. Quang útskrifaðist frá Tónlistarháskólanum í Hanoi vorið 2006 eftir tólf ára nám á hefðbundin víetnömsk hljóðfæri.

Tónlist

Tvennir tónleikar

Þingeyska gleðisveitin Ljótu hálfvitarnir, sem nýlega gaf út sína fyrstu plötu, heldur tvenna útgáfutónleika á næstunni. Fyrri tónleikarnir verða í Borgarleikhúsinu á laugardag en hinir síðari í Ýdölum í Aðaldal viku síðar.

Tónlist

Damon frumsýnir óperu

Nýtt verk Damons Albarn verður frumsýnt í Manchester á morgun. Verkið er sungið á mandarín-tungu og spilað er undir á glerharmonikku. Ópera eftir popparann Damon Albarn verður frumsýnd í Manchester á Englandi á morgun.

Tónlist

Jagúar gefur út nýtt lag

Nýtt lag með hljómsveitinni Jagúar, You Want Me, er komið í spilun. Lagið verður að finna á fjórðu plötu sveitarinnar sem var tekin upp í Danmörku síðasta vetur. Er hún væntanleg í ágúst.

Tónlist

Heimboð Bjarkar einber uppspuni

Breska götublaðið Daily Star birti í gær frétt sem fór eins og eldur í sinu um netið en þar var íslenska söngkonan Björk Guðmundsdóttir sögð hafa boðið poppstjörnunni Britney Spears að hafa afnot af heimili sínu í Reykjavík. Þar að auki var greint frá því að Björk hefði sent henni dagbókarbrot frá þeim tíma sem hún bjó í Lonon og átti í svipuðum vandamálum og Britney hefur glímt við auk bréfs þar sem íslenska stórstjarnan gefur henni góð ráð.

Tónlist

Flestir fá borgað undir borðið

„Ég gef allt mitt upp til skatts. Hvað ég tek svo fyrir þetta er síðan bara samkomulag og snýr að umfangi og öðrum þáttum,“ segir Bjarni Arason, söngvarinn góðkunni. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær eru þó nokkrir íslenskir söngvarar margbókaðir í brúðkaup þann 07.07.07 en þá verður væntanlega slegið nýtt met í því að gefa fólk saman frammi fyrir Guði og mönnum. Söngvarar á borð við Diddú og Bjarna voru til að mynda fjórbókaðir þennan dag en sá sem reyndist vera kóngurinn í þessum fræðum var Páll Óskar Hjálmtýsson; hann var bókaður í sjö brúðkaup.

Tónlist