Viðskipti erlent

Auðævi erfingja Jacksons margfaldast

Verðmæti eigna poppgoðsagnarinnar Michael´s Jacksons hafa aukist um 310 milljónir bandaríkjadala á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að hann lést. Upphæðin nemur 36 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Vísitölur lækkuðu í morgun

Flestar vísitölur lækkuðu við opnun markaða í Evrópu í morgun. FTSE vísitalan í London lækkaði um hálft prósent, í Frakklandi lækkaði CAC vísitalan um eitt og hálft prósent og í Frankfurt fór DAX vísitalan niður um 1,2 prósent.

Viðskipti erlent

Moody's lækkar lánshæfi franskra banka

Matsfyrirtækið Moodys hefur lækkað lánshæfi tveggja franskra banka, Credit Acricole og Societe Generale, en sérfræðingar óttast að bankarnir séu illa staddir vegna mikillar lánafyrirgreiðslu til Grikklands. Hlutabréf í bönkunum hafa fallið um 60 og 65 prósent frá því í febrúar og þriðji bankinn, BNP Paribas hefur lækkað um 53 prósent. Moodys ákvað að lækka ekki einkun þess banka en segir þó líkur á lækkun í nánustu framtíð.

Viðskipti erlent

Forstjóri Toys R Us greiddi vændiskonu milljónir

Paul Hopes, fyrrverandi forstjóri leikfangafyrirtækisins Toys R Us, greiddi vændiskonu 20 þúsund sterlingspund, eða 3,7 milljónir króna, á viku fyrir þjónustu sína. Hopes er fyrir rétti þessa dagana en hann er grunaður um að hafa stolið um 3,7 milljónum punda, eða 685 milljónum, frá Toys R US. Vændiskonan, sem heitir Dawn Dunbar, bar vitni fyrir réttinum í dag. Dómarinn spurði hana hvernig hún gæti réttlætt það verð sem hún hefði sett upp fyrir að þjónusta Hopes. Hún svaraði því til að hún hefði ekki verðlagt þjónustu sína. Hopes hefði greitt þetta vegna þess að honum fyndist það sanngjarnt.

Viðskipti erlent

Allt gert til að koma í veg fyrir greiðsluþrot Grikklands

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í morgun að Evrópusambandið gerði allt sem mögulegt væri til þess að koma í veg fyrir að Grikkland færi í greiðsluþrot. Hún segir að ef Grikkland færi úr evrusamstarfinu myndi það hafa dómínóáhrif í för með sér. Það ætti að forðast í lengstu löð. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir þetta. Við verðum að koma í veg fyrir alla ringulreið, evrunnar vegna,“ sagði Merkel.

Viðskipti erlent

Höfundarréttur framlengdur í 70 ár

Evrópusambandið hefur tekið þá ákvörðun að framlengja höfundarrétt á tónlist úr 50 árum í 70 ár. Þetta þýðir að upptökur af tónlist eins og laginu Move It eftir Cliff Richards mun færa tónlistarmönnunum að baki laginu í fjölmörg ár til viðbótar. Samkvæmt gömlu höfundarréttarlögunum rann höfundarréttur á því lagi út fyrir tveimur árum.

Viðskipti erlent

Markaðir féllu í Evrópu

Hlutabréfamarkaðir hafa hríðlækkað í morgun vegna ótta um að Grikkland lendi í greiðsluþroti. FTSE vísitalan í Lundúnum fór niður um 2,5% við opnun markað, franska Cac vísitalan fór niður um 5% og þýska Dax fór niður um 3,5%. Hlutabréf í bönkum lækkuðu mest. Evran féll verulega og hefur ekki verið lægri gagnvart japanska jeninu í 10 ár. Auk þess að hafa áhyggjur af skuldastöðu Grikklands hafa áhyggjur af Ítalíu versnað til muna. Phillip Roesler, efnahagsráðherra Þýskalands, sagði í blaðagrein um helgina að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að Grikkland myndi enda í greiðsluþroti.

Viðskipti erlent

Bönkum skipt upp og þeim gert að eiga varasjóði

Í viðamikilli óháðri skýrslu um bankamál í Bretlandi sem kom út í dag er mælt með því að bönkum verði eftirleiðis skipt upp í viðskipabanka og fjárfestingarbanka. Þá er einnig mælt með því að bankar leggi til hliðar tíu prósent af fjármagni sínu til þess að eiga upp á að hlaupa þegar harðnar á dalnum.

Viðskipti erlent

Júanið á flot fyrir árið 2015

Kínversk yfirvöld hafa gefið í skyn að innan tíðar muni þau hætta að handstýra gengi gjaldeyris síns júansins. Að sögn talsmanns verslunarráðs ESB í Kína hafa embættismann þar í landi sagt að gengi júans yrði komið á flot fyrir árið 2015.

Viðskipti erlent

Lækkar skatta og eykur gjöld

Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að lækka skatta um 253 milljarða dala og auka ríkisútgjöld um 194 milljarða, allt í þeim tilgangi að búa til ný störf í samfélaginu.

Viðskipti erlent

Enn lækkar verð á mörkuðum

Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum og í Evrópu hefur lækkað nokkuð í dag en fjárfestar hafa enn miklar áhyggjur af ástandinu á efnahagskerfi heimsins. Dow Jones vísitalan lækkaði um 1,7 prósent í dag og olli það lækkunum í Evrópu einnig.

Viðskipti erlent

Yfir 100 milljónir nota Twitter

Yfir hundrað milljónir manna um allan heim nota nú Twitter. Dick Costolo, framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem rekur vefsíðuna, segir að fjöldi virkra notenda, sem skrái sig inn á síðuna að minnsta kosti einu sinni í mánuði, hafi aukist um 82% á þessu ári. Um helmingur notenda síðunnar notar hana einu sinni á dag eða oftar.

Viðskipti erlent

Milljónir lögðu niður vinnu á Ítalíu

Milljónir ítalskra launþega hafa lagt niður vinnu í dag til þess að mótmæla niðurskurðaráformum ítalskra stjórnvalda. Flugferðum hefur verið aflýst, lestir og strætisvagnar hafa ekki hreyfst úr stað og opinberar stofnanir hafa verið lokaðir í allan dag.

Viðskipti erlent

Vill að ríkisstjórnir beiti sér til að örva hagvöxt

Bandaríkin og ríki í Evrópu þurfa að beita öllum ráðum sem þau hafa til að örva hagvöxt, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters fréttastofan segir að þörf sé á innspýtingu frá ríkissjóðum þessara ríkja til þess að fjárfestar fái aftur trú á alheimshagkerfinu.

Viðskipti erlent

RBS ætlar að verjast með kjafti og klóm

The Royal Bank of Scotland ætlar að verjast ásökunum bandarískra stjórnvalda um blekkingar með öllum tiltækum ráðum. Bankinn er, ásamt 16 öðrum bönkum, sakaður um að hafa ofmetið gæði fasteignalánasafna sinna. Auk RBS er um að ræða banka á borð við Barclays og HSBC. Bandarísk húsnæðismálayfirvöld segja að vegna blekkinga bankanna við mat á lánasöfnum sínum hafi bandarískir skattgreiðendur þurft að reiða fram milljarða króna til að bjarga bönkunum frá falli þegar fjármálakreppan skall á.

Viðskipti erlent

Hvers virði er Iceland?

Iceland verslunarkeðjan í Bretlandi verður sett formlega á sölu í mánuðinum. Það eru UBS og Bank of America Merril Lynch sem sjá um söluna. Breska blaðið Sunday Telegraph gerir málið að umfjöllunarefni í dag. Þar segir að Malcolm Walker, stofnandi verslunarkeðjunnar, hafi klárlega áhuga á að kaupa hlutinn. Stærri spurning sé hvort einhverjir aðrir muni geta boðið í hlut skilanefndar Landsbankans í verslunarkeðjunni.

Viðskipti erlent

Murdoch afþakkaði 700 milljónir vegna símhleranahneykslis

James Murdoch, forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins News International, afþakkaði 6 milljóna dala launabónus frá fyrirtækinu vegna símhleranahneyksliss sem skók fyrirtækið í vor. Upphæðin sem James afþakkaði nemur um 690 milljónum króna. Rupert, pabbi James, fékk 12.5 milljóna dala bónus, eða röskar 1400 milljónir króna, þegar ársuppgjör News Corp var birt á dögunum.

Viðskipti erlent

Bandarísk stjórnvöld stefna 17 stórbönkum

Bandarísk stjórnvöld munu stefna 17 stórbönkum vegna taps á fjárfestingum tengdum fasteignum sem stjórnvöld telja að hafi kostað skattgreiðendur tugi milljarða bandaríkjadala. Bandaríski íbúðalánasjóðurinn segir að bankarnir sem um ræði séu meðal annars Godman Sachs, Barclays, Bank og America, Deutsche Bank og HSBC. Íbúðalánasjóðurinn segir að þau hafi metið gæði lánanna kolvitlaust þegar þau voru veitt í húsnæðisbólunni fyrir hrun.

Viðskipti erlent

United skilaði methagnaði

Manchester United skilaði methagnaði á síðasta rekstrarári sem lauk 30. júní. Félagið hagnaðist um 110,9 milljónir punda eða 20 og hálfan milljarð króna. Velta Manchester United nam rúmum 62 milljörðum króna, rúmum 8 milljörðum meira en árið á undan.

Viðskipti erlent

Von á nýjum Land Rover Defender

Land Rover verksmiðjurnar munu setja á markað gjörbreytta útgáfu af Defender árið 2015, eftir því sem BBC fréttastofan fullyrðir. Bílaframleiðandinn hefur einnig birt fyrstu myndirnar af bílnum sem verður af undirtegundinni DC100. Frumgerð af bílnum verður sýnd á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Defender kom fyrst á markað árið 1948 og hefur selst í meira en tveimur milljónum eintaka um allan heim. BBC segir að hönnun bílsins hafi lítið breyst á þessum sex áratugum.

Viðskipti erlent

Obama skipaði nýjan ráðgjafa í atvinnumálum

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað Alan Krueger, hagfræðing við Princeton háskólann sem nýjan efnahagsráðgjafa sinn. Það verður verk Kruegers að stefnu stjórnvalda í atvinnumálum en hana mun Obama kynna í ræðu sem verður haldin eftir verkamannadaginn í Bandaríkjunum, sem er þann 5. september næstkomandi. Eitt mesta meinið í bandarísku efnahagslífi er mikið atvinnuleysi. Það stendur nú í um 9,1%. Krueger var hagfræðingur í fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna á árunum 2009-2010.

Viðskipti erlent