Viðskipti erlent Lánshæfiseinkunn Nýja Sjálands lækkuð Nýja Sjáland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lent í því að lánshæfi þeirra sé lækkað. Matsfyrirtækin Fitch og Standard & Poors lækkuðu bæði í nótt lánshæfismat landsins úr AA+ niður í AA. Í gegnum tíðina hafa Nýsjálendingar verið fremur hátt metnir þegar kemur að lánshæfi enda hefur ríkissjóður þar í landi tekið lítið af lánum þótt einkageirinn hafi verið skuldum vafinn. Viðskipti erlent 30.9.2011 11:08 Rauðar tölur í Evrópu Verð á hlutabréfum lækkaði enn og aftur við opnun markaða í morgun. Áhyggjur manna af erfiðleikum á evrusvæðinu eru sem fyrr aðal ástæða lækkana en við það hafa nú bæst nýjar tölur um samdrátt í smásölu í Þýskalandi og minnkandi framleiðslu í Kína. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um 1,16 prósent og CAC vísitalan í Frakklandi um svipaða prósentutölu. Þá hefur Dax vísitalan í Frankfurt lækkað um tæp tvö prósent. Nú stefnir allt í að mánuðurinn sem er að líða sé sá versti í kauphöllum Evrópu frá hruninu í október 2008. Viðskipti erlent 30.9.2011 08:56 Enn lækkanir í Asíu - versti mánuðurinn frá hruni Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu fyrir lokun markaða í nótt sem þýðir að þegar litið er á þróunina yfir mánuðinn sem er að líða að ástandið hefur ekki verið verra á hlutabréfamörkuðum þar frá því þegar hrunið stóð sem hæst í Október 2008. Viðskipti erlent 30.9.2011 07:05 Kindle Fire vekur hrifningu Jeff Bezos, forstjóri vefverslunarinnar Amazon, steig á svið í New York í gær og kynnti nýjustu spjaldtölvu fyrirtækisins - Kindle Fire. Ætlast er til að Kindle Fire fari í beina samkeppni við IPad 2 vél Apple. Viðskipti erlent 29.9.2011 13:52 Hefur miklar áhyggjur af atvinnuleysi Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, segir að Bandaríkin standi andspænis stórkostlegum vanda vegna mikils atvinnuleysi. Atvinnuleysið í landi hefur verið um eða yfir 9 prósent frá því í apríl 2009. Viðskipti erlent 29.9.2011 13:22 IPhone 5 væntanlegur Talið er að Apple muni kynna næstu týpu iPhone símans vinsæla á þriðjudaginn kemur. Miklar umræður hafa skapast um hverjar nýjungarnar verði en talið er að þónokkrar breytingar séu væntanlegar. Hvað varðar innviði nýja símans er talið að iPhone 5 muni notast við sama örgjörva og er í spjaldtölvunni iPad 2. Þannig verður síminn mun kraftmeiri en áður. Einnig er talið líklegt að útlitsbreytingar verði miklar. Skjárinn mun hugsanlega verða stærri og mögulega verður bakhlið tækisins kúpt en ekki flöt eins og nú er. Að auki telja sérfræðingar að líklegt sé að IPhone 5 muni styðja þrívídd en fyrr á árinu gaf fyrirtækið HTC út fyrsta símann sem útbúinn er þrívíddar skjá. Viðskipti erlent 29.9.2011 11:15 Nokia leggur niður þúsundir starfa Farsímaframleiðandinn Nokia ætlar að skera niður um 3500 störf og loka verksmiðju í Rúmeníu. Fyrirtækið hafði áður áformað að segja upp þúsundum manna annarsstaðar í tengslum við niðurskurð fyrirtækisins sem nemur einum milljarði evra, eða um 160 milljörðum króna. Samkvæmt fréttum BBC fréttastofunnar mun fyrirtækið svo skoða hvernig starfsemi verður háttað í framtíðinni í Finnlandi, Ungverjalandi og Mexíkó. Hlutabréf í Nokia hafa fallið um helming á þessu ári og lækkuðu um 1,6% við opnun markaða í morgun. Viðskipti erlent 29.9.2011 10:02 Facebook og Apple kynna nýjungar Talið er líklegt að Facebook muni kynna sérhæft forrit fyrir Ipad í næstu viku. Hingað til hefur samskiptasíðan hundsað spjaldtölvu Apple og hafa notendur þurft að notast við forrit í gegnum þriðja aðila til að tengast Facebook. En nú telja sérfræðingar að Facebook muni opinbera sérhæft forrit fyrir Ipad. Ekki einungis er um að ræða hefðbundið Ipad app, því nú þykir ljóst að HTML5 ívafsmálið sé notað til að kóða forritið. HTML5 er merkilegt fyrir þær sakir að með því er hægt að miðla ýmsu efni sem ekki var mögulegt áður. Tekur þetta einna helst til Flash efnis sem sárlega hefur verið saknað í jaðartækjum Apple. Viðskipti erlent 29.9.2011 09:51 Strangar fjárlagareglur fyrir aðildarríki ESB samþykktar Evrópuþingið samþykkti í gær nýjar og strangari fjárlagareglur fyrir aðildarríkin, sem á að efla samstarf þeirra í ríkisfjármálum og koma í veg fyrir óhóflega skuldasöfnun. Heilt ár er liðið síðan framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti tillögur sínar að þessum nýju reglum. Þeim er ætlað að draga úr líkum þess að aðildarríkin lendi í vanda á borð við þann, sem Grikkir og fleiri þjóðir evrusvæðisins glíma nú við. Viðskipti erlent 29.9.2011 05:15 Skoda kynnir nýjan smábíl Bílaframleiðandinn Skoda er um þessar mundir að kynna nýja tegund af smábíl, sem er hugsaður fyrir þá sem eru að kaupa sér bíl í fyrsta skipti eða eiga fyrir einn bíl í fjölskyldunni. Viðskipti erlent 28.9.2011 13:23 Amazon kynnir Kindle Fire Vefverslunarfyrirtækið Amazon.com mun í dag opinbera sína nýjustu vöru - Kindle Fire. Amazon fer þannig í beina samkeppni við Ipad tölvu Apple risans. Kindle Fire mun státa af 7 tommu snertiskjá og verður knúinn af Android stýrikerfinu. Notendur munu þó vætanlega ekki kannast við stýrikerfið enda hefur Amazon algjörlega endurhannað viðmót þess. Á síðustu mánuðum hefur Amazon kvatt hugbúnaðarframleiðendur til að þróa ný forrit fyrir Kindle Fire. Sérfræðingar telja að tölvan muni taka snið af Blackberry Playbook og muni einnig notast við sama örgjörva. Viðskipti erlent 28.9.2011 11:42 Vilja skatt á fjármagnsflutninga Framkvæmdastjórn Evrópusambandins hefur formlega lagt til skatt á fjármagnsflutninga í öllum ríkjum Evrópusamstarfsins. Gert er ráð fyrir að skatturinn myndi afla um 57 milljarða evra tekna á ári og yrði settur á í byrjun ársins 2014. Viðskipti erlent 28.9.2011 11:32 Papandreu segir Grikki standa við sitt Gríski forsætisráðherrann staðhæfir að Grikkir geti staðið við allar skuldbindingar sínar. Georg Papandreu sagði þetta á fundi í Þýskalandi í gær en þar ræddi hann við forkólfa þýsks viðskiptalífs. Síðar um daginn fundaði hann með Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Viðskipti erlent 28.9.2011 10:19 Papandreú biðlar til þýskra stjórnvalda „Ég ábyrgist það að Grikkland mun standa við allar sínar skuldbindingar,“ sagði Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, nýkominn til Berlínar í gærmorgun til að ræða við Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Viðskipti erlent 28.9.2011 00:00 Nýi síminn á leiðinni Apple, sem framleiðir meðal annars iPad og iPhone, hefur staðfest að nýjasta kynslóðin af iPhone verði kynnt þann fjórða október. Sögusagnir um þetta voru þegar farnar að berast manna á milli. Í dag var einnig greint frá því að sama dag og Apple mun kynna nýja símann mun Facebook kynna nýtt forrit fyrir iPad og nýja útgáfu af slíku forriti fyrir iPhone símana. Það eru því spennandi tímar framundan fyrir tækniunnendur. Viðskipti erlent 27.9.2011 16:02 "Ríkisstjórnir stjórna ekki heiminum, Goldman Sachs gerir það“ Hlutabréf hækkuðu talsvert í viðskiptum í morgun og er það rakið til vaxandi væntinga um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og leiðtogar á evrusvæðunum nái samkomulagi um lausn á skuldavandanum í evrulöndunum. Verðbréfamiðlari segir það engu skipta, þar sem ríkisstjórnir stjórni ekki heiminum. Hann spáir því að sparifé milljóna manna muni hverfa innan árs. Viðskipti erlent 27.9.2011 11:51 Von á nýjum Lada Von er á nýjum Ladabílum aftur á markað á næstunni. Það er Steve Mattin, sem var yfirhönnuður hjá Volvoverksmiðjunum allt til ársins 2009, sem vinnur að hönnun nýju bílanna. Mattin var rekinn úr starfi sínu hjá Volvo af ástæðum sem ekki eru þekktar. Hann mun hefja störf hjá rússneska bílaframleiðandanum AvtoVAZ, sem framleiðir Lada. Viðskipti erlent 26.9.2011 15:24 Nubo horfir til fleiri Norðurlanda Huang Nubo, kínverski milljarðamæringurinn sem hefur stórhuga áform um ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum, segir í viðtali við Bloomberg fréttaveituna að hann hafi áhuga á frekari fjárfestingum í ferðaþjónustu annars staðar á Norðurlöndum. Viðskipti erlent 26.9.2011 11:18 Markaðir í Evrópu taka við sér Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu við opnun klukkan sjö í morgun þrátt fyrir fregnirnar af björgunarpakkanum sem nú berast frá Washington. Þetta þótti benda til þess að fjárfestar hafi litla trú á því að stjórnmálamönnum takist að gera björgunarpakkann að veruleika en nú hafa markaðir tekið við sér og nú eru flestar tölur grænar, sem merkir hækkun. Viðskipti erlent 26.9.2011 09:54 Fyrsta Dreamliner vélin afhent Boeing flugvélaverksmiðjurnar hafa afhent fyrstu 787 Dreamliner farþegaþotuna til japanska flugfélagsins All Nippon Airways. Vélin fer í almenna notkun í næsta mánuði en hún er þremur árum á eftir upphaflegri áætlun og segir breska blaðið Guardian að tafirnar hafi kostað Boeing milljarða dollara og sérfræðingar efast um að vélin fari að skila félaginu hagnaði fyrr en í fyrsta lagi að áratugi liðnum. Viðskipti erlent 26.9.2011 08:04 Grikkir fái helming skulda sinna afskrifaðan Í höfuðstöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington leggja menn nú á ráðin um viðamikinn björgunarpakka fyrir ríki evrusvæðisins. Búist er við því að áætlunin sem nú er í bígerð feli í sér að helmingur allra ríkisskulda Grikkja verði afskrifaður auk þess sem björgunarsjóður evrusvæðisins verði fjórfaldaður og telji í framtíðinni 2000 milljarða evra. Viðskipti erlent 26.9.2011 07:56 Leysa þarf vanda evruríkja án tafar Verði skuldavandi evruríkjanna ekki leystur án tafar gæti það leitt til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ráði ekki yfir nægum fjármunum til að aðstoða önnur ríki í vanda. Þetta er mat seðlabankastjóra Kína og framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Viðskipti erlent 25.9.2011 12:00 Mótmælendur handteknir á Wall Street Um áttatíu mótmælendur voru í gær handteknir skammt frá kauphöllinni í New York en stíf mótmæli hafa verið á Wall Street undanfarna viku. Mótmælendurnir eru að andmæla kapítalisma og björgun bankanna. Viðskipti erlent 25.9.2011 11:45 Vikan endaði í smávegis plús Hlutabréfavísitölur í helstu kauphöllum heimsins hækkuðu lítillega í gær eftir sleitulítið verðfall í vikunni. Viðskipti erlent 24.9.2011 10:00 Markaðir í Evrópu enn í niðursveiflu Markaðir í Evrópu eru enn í rauðum tölum eftir stórfall beggja vegna Atlantsála í gær. G20 ríkin hafa boðað aðgerðir til að bregðast við sveiflum á mörkuðum. Viðskipti erlent 23.9.2011 12:23 Hækkanir við opnun markaða - sérfræðingar þó enn svartsýnir Þegar markaðir opnuðu í Evrópu klukkan sjö í morgun hækkuðu helstu vísitölur nokkuð, FTSE vísitalan í London hækkaði um eitt prósent við opnun en hefur nú lækkað á ný um hálft prósent. Svipaða sögu var að segja í París og í Frankfurt og þar var dálítil hækkun strax við opnun. Viðskipti erlent 23.9.2011 07:52 Verðfallið hélt áfram í Asíu Hlutabréf í Asíu héldu áfram að lækka við lokun markaða þar í nótt og fylgja lækkanirnar í kjölfarið á mikilli lækkun í Evrópu og Bandaríkjunum í gær. Vikan sem er að líða er því sú versta fyrir hlutabréfamarkaðina frá árinu 2008. Viðskipti erlent 23.9.2011 06:41 Christine Lagarde: Heimurinn er á hættulegum stað Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagði efnahagsástandið væri á hættulegum stað vegna þeirra snörpu dýfu sem fjármálaheimurinn tók í dag eftir að seðlabanki Bandaríkjanna varaði við verulegri efnahagslegri hættu. Viðskipti erlent 22.9.2011 15:48 Ekkert lát á lækkunum Ekkert lát hefur orðið á lækkunum á mörkuðum í Evrópu í dag. Hlutabréf í bönkum, námufyrirtækjum og olíufyrirtækjum hafa lækkað mest en fjárfestar óttast enn ástandið í Grikklandi og ástand efnahagsmála heimsins almennt. Lækkanirnar í Evrópu koma í kjölfarið á lækkunum í Bandaríkjunum í gær og þá lækkuðu helstu vísitölur í Asíu fyrir lokun í nótt. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um um 4,75 prósent það sem af er degi, DAX vísitalan í Frankfurt hefur lækkað um 4,37 og CAC vísitalan í París hefur hrunið um fimm prósent.. Viðskipti erlent 22.9.2011 12:11 Rauðar tölur á mörkuðum í Evrópu Miklar lækkanir urðu á mörkuðum í Evrópu við opnun í morgun. Hlutabréf í bönkum, námufyrirtækjum og olíufyrirtækjum urðu verst úti en fjárfestar óttast enn ástandið í Grikklandi og ástand efnahagsmála heimsins almennt. Lækkanirnar í Evrópu koma í kjölfarið á lækkunum í Bandaríkjunum í gær og þá lækkuðu helstu vísitölur í Asíu fyrir lokun í nótt. FTSE vísitalan í London lækkaði um 3,2 prósent við opnun og DAX vísitalan í Frankfurt fór niður um 3,5 prósent. Viðskipti erlent 22.9.2011 08:55 « ‹ 211 212 213 214 215 216 217 218 219 … 334 ›
Lánshæfiseinkunn Nýja Sjálands lækkuð Nýja Sjáland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lent í því að lánshæfi þeirra sé lækkað. Matsfyrirtækin Fitch og Standard & Poors lækkuðu bæði í nótt lánshæfismat landsins úr AA+ niður í AA. Í gegnum tíðina hafa Nýsjálendingar verið fremur hátt metnir þegar kemur að lánshæfi enda hefur ríkissjóður þar í landi tekið lítið af lánum þótt einkageirinn hafi verið skuldum vafinn. Viðskipti erlent 30.9.2011 11:08
Rauðar tölur í Evrópu Verð á hlutabréfum lækkaði enn og aftur við opnun markaða í morgun. Áhyggjur manna af erfiðleikum á evrusvæðinu eru sem fyrr aðal ástæða lækkana en við það hafa nú bæst nýjar tölur um samdrátt í smásölu í Þýskalandi og minnkandi framleiðslu í Kína. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um 1,16 prósent og CAC vísitalan í Frakklandi um svipaða prósentutölu. Þá hefur Dax vísitalan í Frankfurt lækkað um tæp tvö prósent. Nú stefnir allt í að mánuðurinn sem er að líða sé sá versti í kauphöllum Evrópu frá hruninu í október 2008. Viðskipti erlent 30.9.2011 08:56
Enn lækkanir í Asíu - versti mánuðurinn frá hruni Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu fyrir lokun markaða í nótt sem þýðir að þegar litið er á þróunina yfir mánuðinn sem er að líða að ástandið hefur ekki verið verra á hlutabréfamörkuðum þar frá því þegar hrunið stóð sem hæst í Október 2008. Viðskipti erlent 30.9.2011 07:05
Kindle Fire vekur hrifningu Jeff Bezos, forstjóri vefverslunarinnar Amazon, steig á svið í New York í gær og kynnti nýjustu spjaldtölvu fyrirtækisins - Kindle Fire. Ætlast er til að Kindle Fire fari í beina samkeppni við IPad 2 vél Apple. Viðskipti erlent 29.9.2011 13:52
Hefur miklar áhyggjur af atvinnuleysi Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, segir að Bandaríkin standi andspænis stórkostlegum vanda vegna mikils atvinnuleysi. Atvinnuleysið í landi hefur verið um eða yfir 9 prósent frá því í apríl 2009. Viðskipti erlent 29.9.2011 13:22
IPhone 5 væntanlegur Talið er að Apple muni kynna næstu týpu iPhone símans vinsæla á þriðjudaginn kemur. Miklar umræður hafa skapast um hverjar nýjungarnar verði en talið er að þónokkrar breytingar séu væntanlegar. Hvað varðar innviði nýja símans er talið að iPhone 5 muni notast við sama örgjörva og er í spjaldtölvunni iPad 2. Þannig verður síminn mun kraftmeiri en áður. Einnig er talið líklegt að útlitsbreytingar verði miklar. Skjárinn mun hugsanlega verða stærri og mögulega verður bakhlið tækisins kúpt en ekki flöt eins og nú er. Að auki telja sérfræðingar að líklegt sé að IPhone 5 muni styðja þrívídd en fyrr á árinu gaf fyrirtækið HTC út fyrsta símann sem útbúinn er þrívíddar skjá. Viðskipti erlent 29.9.2011 11:15
Nokia leggur niður þúsundir starfa Farsímaframleiðandinn Nokia ætlar að skera niður um 3500 störf og loka verksmiðju í Rúmeníu. Fyrirtækið hafði áður áformað að segja upp þúsundum manna annarsstaðar í tengslum við niðurskurð fyrirtækisins sem nemur einum milljarði evra, eða um 160 milljörðum króna. Samkvæmt fréttum BBC fréttastofunnar mun fyrirtækið svo skoða hvernig starfsemi verður háttað í framtíðinni í Finnlandi, Ungverjalandi og Mexíkó. Hlutabréf í Nokia hafa fallið um helming á þessu ári og lækkuðu um 1,6% við opnun markaða í morgun. Viðskipti erlent 29.9.2011 10:02
Facebook og Apple kynna nýjungar Talið er líklegt að Facebook muni kynna sérhæft forrit fyrir Ipad í næstu viku. Hingað til hefur samskiptasíðan hundsað spjaldtölvu Apple og hafa notendur þurft að notast við forrit í gegnum þriðja aðila til að tengast Facebook. En nú telja sérfræðingar að Facebook muni opinbera sérhæft forrit fyrir Ipad. Ekki einungis er um að ræða hefðbundið Ipad app, því nú þykir ljóst að HTML5 ívafsmálið sé notað til að kóða forritið. HTML5 er merkilegt fyrir þær sakir að með því er hægt að miðla ýmsu efni sem ekki var mögulegt áður. Tekur þetta einna helst til Flash efnis sem sárlega hefur verið saknað í jaðartækjum Apple. Viðskipti erlent 29.9.2011 09:51
Strangar fjárlagareglur fyrir aðildarríki ESB samþykktar Evrópuþingið samþykkti í gær nýjar og strangari fjárlagareglur fyrir aðildarríkin, sem á að efla samstarf þeirra í ríkisfjármálum og koma í veg fyrir óhóflega skuldasöfnun. Heilt ár er liðið síðan framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti tillögur sínar að þessum nýju reglum. Þeim er ætlað að draga úr líkum þess að aðildarríkin lendi í vanda á borð við þann, sem Grikkir og fleiri þjóðir evrusvæðisins glíma nú við. Viðskipti erlent 29.9.2011 05:15
Skoda kynnir nýjan smábíl Bílaframleiðandinn Skoda er um þessar mundir að kynna nýja tegund af smábíl, sem er hugsaður fyrir þá sem eru að kaupa sér bíl í fyrsta skipti eða eiga fyrir einn bíl í fjölskyldunni. Viðskipti erlent 28.9.2011 13:23
Amazon kynnir Kindle Fire Vefverslunarfyrirtækið Amazon.com mun í dag opinbera sína nýjustu vöru - Kindle Fire. Amazon fer þannig í beina samkeppni við Ipad tölvu Apple risans. Kindle Fire mun státa af 7 tommu snertiskjá og verður knúinn af Android stýrikerfinu. Notendur munu þó vætanlega ekki kannast við stýrikerfið enda hefur Amazon algjörlega endurhannað viðmót þess. Á síðustu mánuðum hefur Amazon kvatt hugbúnaðarframleiðendur til að þróa ný forrit fyrir Kindle Fire. Sérfræðingar telja að tölvan muni taka snið af Blackberry Playbook og muni einnig notast við sama örgjörva. Viðskipti erlent 28.9.2011 11:42
Vilja skatt á fjármagnsflutninga Framkvæmdastjórn Evrópusambandins hefur formlega lagt til skatt á fjármagnsflutninga í öllum ríkjum Evrópusamstarfsins. Gert er ráð fyrir að skatturinn myndi afla um 57 milljarða evra tekna á ári og yrði settur á í byrjun ársins 2014. Viðskipti erlent 28.9.2011 11:32
Papandreu segir Grikki standa við sitt Gríski forsætisráðherrann staðhæfir að Grikkir geti staðið við allar skuldbindingar sínar. Georg Papandreu sagði þetta á fundi í Þýskalandi í gær en þar ræddi hann við forkólfa þýsks viðskiptalífs. Síðar um daginn fundaði hann með Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Viðskipti erlent 28.9.2011 10:19
Papandreú biðlar til þýskra stjórnvalda „Ég ábyrgist það að Grikkland mun standa við allar sínar skuldbindingar,“ sagði Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, nýkominn til Berlínar í gærmorgun til að ræða við Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Viðskipti erlent 28.9.2011 00:00
Nýi síminn á leiðinni Apple, sem framleiðir meðal annars iPad og iPhone, hefur staðfest að nýjasta kynslóðin af iPhone verði kynnt þann fjórða október. Sögusagnir um þetta voru þegar farnar að berast manna á milli. Í dag var einnig greint frá því að sama dag og Apple mun kynna nýja símann mun Facebook kynna nýtt forrit fyrir iPad og nýja útgáfu af slíku forriti fyrir iPhone símana. Það eru því spennandi tímar framundan fyrir tækniunnendur. Viðskipti erlent 27.9.2011 16:02
"Ríkisstjórnir stjórna ekki heiminum, Goldman Sachs gerir það“ Hlutabréf hækkuðu talsvert í viðskiptum í morgun og er það rakið til vaxandi væntinga um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og leiðtogar á evrusvæðunum nái samkomulagi um lausn á skuldavandanum í evrulöndunum. Verðbréfamiðlari segir það engu skipta, þar sem ríkisstjórnir stjórni ekki heiminum. Hann spáir því að sparifé milljóna manna muni hverfa innan árs. Viðskipti erlent 27.9.2011 11:51
Von á nýjum Lada Von er á nýjum Ladabílum aftur á markað á næstunni. Það er Steve Mattin, sem var yfirhönnuður hjá Volvoverksmiðjunum allt til ársins 2009, sem vinnur að hönnun nýju bílanna. Mattin var rekinn úr starfi sínu hjá Volvo af ástæðum sem ekki eru þekktar. Hann mun hefja störf hjá rússneska bílaframleiðandanum AvtoVAZ, sem framleiðir Lada. Viðskipti erlent 26.9.2011 15:24
Nubo horfir til fleiri Norðurlanda Huang Nubo, kínverski milljarðamæringurinn sem hefur stórhuga áform um ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum, segir í viðtali við Bloomberg fréttaveituna að hann hafi áhuga á frekari fjárfestingum í ferðaþjónustu annars staðar á Norðurlöndum. Viðskipti erlent 26.9.2011 11:18
Markaðir í Evrópu taka við sér Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu við opnun klukkan sjö í morgun þrátt fyrir fregnirnar af björgunarpakkanum sem nú berast frá Washington. Þetta þótti benda til þess að fjárfestar hafi litla trú á því að stjórnmálamönnum takist að gera björgunarpakkann að veruleika en nú hafa markaðir tekið við sér og nú eru flestar tölur grænar, sem merkir hækkun. Viðskipti erlent 26.9.2011 09:54
Fyrsta Dreamliner vélin afhent Boeing flugvélaverksmiðjurnar hafa afhent fyrstu 787 Dreamliner farþegaþotuna til japanska flugfélagsins All Nippon Airways. Vélin fer í almenna notkun í næsta mánuði en hún er þremur árum á eftir upphaflegri áætlun og segir breska blaðið Guardian að tafirnar hafi kostað Boeing milljarða dollara og sérfræðingar efast um að vélin fari að skila félaginu hagnaði fyrr en í fyrsta lagi að áratugi liðnum. Viðskipti erlent 26.9.2011 08:04
Grikkir fái helming skulda sinna afskrifaðan Í höfuðstöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington leggja menn nú á ráðin um viðamikinn björgunarpakka fyrir ríki evrusvæðisins. Búist er við því að áætlunin sem nú er í bígerð feli í sér að helmingur allra ríkisskulda Grikkja verði afskrifaður auk þess sem björgunarsjóður evrusvæðisins verði fjórfaldaður og telji í framtíðinni 2000 milljarða evra. Viðskipti erlent 26.9.2011 07:56
Leysa þarf vanda evruríkja án tafar Verði skuldavandi evruríkjanna ekki leystur án tafar gæti það leitt til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ráði ekki yfir nægum fjármunum til að aðstoða önnur ríki í vanda. Þetta er mat seðlabankastjóra Kína og framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Viðskipti erlent 25.9.2011 12:00
Mótmælendur handteknir á Wall Street Um áttatíu mótmælendur voru í gær handteknir skammt frá kauphöllinni í New York en stíf mótmæli hafa verið á Wall Street undanfarna viku. Mótmælendurnir eru að andmæla kapítalisma og björgun bankanna. Viðskipti erlent 25.9.2011 11:45
Vikan endaði í smávegis plús Hlutabréfavísitölur í helstu kauphöllum heimsins hækkuðu lítillega í gær eftir sleitulítið verðfall í vikunni. Viðskipti erlent 24.9.2011 10:00
Markaðir í Evrópu enn í niðursveiflu Markaðir í Evrópu eru enn í rauðum tölum eftir stórfall beggja vegna Atlantsála í gær. G20 ríkin hafa boðað aðgerðir til að bregðast við sveiflum á mörkuðum. Viðskipti erlent 23.9.2011 12:23
Hækkanir við opnun markaða - sérfræðingar þó enn svartsýnir Þegar markaðir opnuðu í Evrópu klukkan sjö í morgun hækkuðu helstu vísitölur nokkuð, FTSE vísitalan í London hækkaði um eitt prósent við opnun en hefur nú lækkað á ný um hálft prósent. Svipaða sögu var að segja í París og í Frankfurt og þar var dálítil hækkun strax við opnun. Viðskipti erlent 23.9.2011 07:52
Verðfallið hélt áfram í Asíu Hlutabréf í Asíu héldu áfram að lækka við lokun markaða þar í nótt og fylgja lækkanirnar í kjölfarið á mikilli lækkun í Evrópu og Bandaríkjunum í gær. Vikan sem er að líða er því sú versta fyrir hlutabréfamarkaðina frá árinu 2008. Viðskipti erlent 23.9.2011 06:41
Christine Lagarde: Heimurinn er á hættulegum stað Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagði efnahagsástandið væri á hættulegum stað vegna þeirra snörpu dýfu sem fjármálaheimurinn tók í dag eftir að seðlabanki Bandaríkjanna varaði við verulegri efnahagslegri hættu. Viðskipti erlent 22.9.2011 15:48
Ekkert lát á lækkunum Ekkert lát hefur orðið á lækkunum á mörkuðum í Evrópu í dag. Hlutabréf í bönkum, námufyrirtækjum og olíufyrirtækjum hafa lækkað mest en fjárfestar óttast enn ástandið í Grikklandi og ástand efnahagsmála heimsins almennt. Lækkanirnar í Evrópu koma í kjölfarið á lækkunum í Bandaríkjunum í gær og þá lækkuðu helstu vísitölur í Asíu fyrir lokun í nótt. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um um 4,75 prósent það sem af er degi, DAX vísitalan í Frankfurt hefur lækkað um 4,37 og CAC vísitalan í París hefur hrunið um fimm prósent.. Viðskipti erlent 22.9.2011 12:11
Rauðar tölur á mörkuðum í Evrópu Miklar lækkanir urðu á mörkuðum í Evrópu við opnun í morgun. Hlutabréf í bönkum, námufyrirtækjum og olíufyrirtækjum urðu verst úti en fjárfestar óttast enn ástandið í Grikklandi og ástand efnahagsmála heimsins almennt. Lækkanirnar í Evrópu koma í kjölfarið á lækkunum í Bandaríkjunum í gær og þá lækkuðu helstu vísitölur í Asíu fyrir lokun í nótt. FTSE vísitalan í London lækkaði um 3,2 prósent við opnun og DAX vísitalan í Frankfurt fór niður um 3,5 prósent. Viðskipti erlent 22.9.2011 08:55