Viðskipti Bezos segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna Jeff Bezos, stofnandi vefverslunarrisans Amazon og einn ríkasti maður heims, segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna á lífsleiðinni. Ríkidæmi Bezos eru metin á um 124 milljarða dollara, jafnvirði meira en 18.000 milljarða íslenskra króna, þessa stundina. Viðskipti erlent 14.11.2022 23:51 Þingmenn ósammála um nauðsyn rannsóknarskýrslu Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. Viðskipti innlent 14.11.2022 20:09 Samkeppniseftirlitið gefur grænt ljós á samruna Síldarvinnslunnar og Vísis Niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á kaupum Síldarvinnslunnar á öllu hlutafé í útgerðinni Vísi í Grindavík er að ekki séu forsendur fyrir íhlutun í samruna félaganna tveggja. Meðal þess sem rannsakað var voru möguleg sameiginleg yfirráð Samherja og tengdra félaga yfir Síldarvinnslunni. Viðskipti innlent 14.11.2022 19:45 Einn flottasti lúxussalur landsins rís úr þaki Kringlunnar Einn glæsilegasti lúxus bíósalur landsins er meðal nýjunga á 3. hæð Kringlunnar en salurinn opnar með frumsýningu á stórmyndinn Avatar í desember. Arkitektar og verkfræðingar Kringlunnar fengu þá djörfu hugmynd að byggja salinn ofan á þak Kringlunnar. Samstarf 14.11.2022 14:55 Innkalla sólblómafræ vegna skordýra Krónan hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes kallað inn sólblómafræ frá Grön Balance. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að ástæða innköllunarinnar sé sú að skordýr hafi fundist í vörunni. Viðskipti innlent 14.11.2022 12:46 Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. Viðskipti innlent 14.11.2022 12:15 Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. Viðskipti innlent 14.11.2022 12:05 Kristrún telur næsta víst að sleifarlag Bjarna hafi skaðað hagsmuni almennings Fyrstu viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, við svartri skýrslu Ríkisendurskoðanda um Íslandsbankasöluna, eru þau að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hljóti að bera alla ábyrgð á málinu. Viðskipti innlent 14.11.2022 11:36 Bragðlaukarnir dansa á Lemon „Lemon er staðurinn fyrir fólk sem hugar að heilsunni og vill holla og góða næringu sem fær bragðlaukana til að dansa. Við sérhæfum okkur í sælkerasamlokum og ferskum söfum en bjóðum einnig upp á kaffi, próteinsjeika, hafragraut og orkuskot. Á Lemon er allt útbúið á staðnum eftir pöntunum hverju sinni, úr besta mögulega hráefninu,“ segir Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon, sem er veitingastaður vikunnar á Vísi. Samstarf 14.11.2022 11:17 Helga María ráðin framkvæmdastjóri Útihreyfingarinnar Helga María Heiðarsdóttir, fjallaleiðsögumaður og hlaupaþjálfari, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Útihreyfingarinnar, nýstofnaðs útivistarfyrirtækis sem sérhæfir sig í ævintýramiðaðri krossþjálfun og útiævintýrum af ýmsum toga. Viðskipti innlent 14.11.2022 11:06 Helga Dögg nýr rekstrarstjóri hjá Expectus Hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið Helgu Dögg Björgvinsdóttur í stöðu rekstrarstjóra (COO). Hún hefur þegar tekið til starfa. Expectus sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja varðandi nýtingu upplýsingatækni við ákvarðanatöku og áætlanagerð til að ná mælanlegum árangri í rekstrinum. Viðskipti innlent 14.11.2022 10:59 Skýrslan birt fyrr vegna lekans í gær Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið birt á vef embættisins. Viðskipti innlent 14.11.2022 08:18 Þrennt sem virkar vel að bjóða starfsfólki annað en launahækkun Peningar eru ekki allt og peningar kaupa ekki hamingju. Sem auðvitað þýðir að í vinnunni okkar er svo margt annað sem getur talist til annað en launin sem við fáum greidd fyrir vinnuna. Atvinnulíf 14.11.2022 07:00 Bankasýslan bregst við Íslandsbankaskýrslunni: Framkvæmd sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Viðskipti innlent 13.11.2022 20:53 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Viðskipti innlent 13.11.2022 19:44 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: Atvinnulíf 13.11.2022 08:01 Kaup á bláu haki Twitter valda usla í raunheimum Á dögunum opnaði samfélagsmiðillinn Twitter fyrir að fólk gæti keypt sér bláa hakið við hlið nafns síns sem gefur til kynna að um hinn rétta aðila sé að ræða. Í kjölfar nýju stefnunnar hafa gervi aðgangar sprottið upp og verið notendum til mikils ama. Viðskipti erlent 12.11.2022 17:53 Ingunn tekur við Opna háskólanum í HR Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensem hefur verið ráðin forstöðukona Opna háskólans í HR. Sem forstöðukona mun hún leiða sókn háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda. Viðskipti innlent 12.11.2022 12:50 Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani. Atvinnulíf 12.11.2022 10:01 „Skjálftamælar okkar hagfræðinga eru byrjaðir að blikka“ Þorvaldur Gylfason hagfræðingur varaði í viðtali við Ísland í dag við því að ný fjármálakreppa kynni að vofa yfir bæði í útlöndum og hér heima. Í ljósi fjárhagsaðstæðna sagði hann að fólk ætti að halda að sér höndum og hemja jólaneysluna. Neytendur 12.11.2022 09:01 Tilboðskvíðinn raunverulegur Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. Viðskipti innlent 11.11.2022 21:31 Vök Baths hlutu Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru afhent í dag í nítjánda sinn en það voru Vök Baths á Egilsstöðum sem hlutu verðlaunin að þessu sinni. Eliza Reid afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu. Viðskipti innlent 11.11.2022 18:00 Jákvæð styrking út í samfélagið „Meistaramánuður gekk vel í ár og það var greinilegt að átakið vakti kátínu víða í samfélaginu. Um 1500 manns tóku formlega þátt í átakinu auk starfsfólks Samkaupa sem telja yfir 1400 manns,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa en Samkaup er nú í annað sinn stærsti bakhjarl lífsstílsátaksins Meistaramánaðar. Samstarf 11.11.2022 17:00 Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 11.11.2022 16:41 Óreiðan virðist ráða ríkjum hjá Twitter Frá því auðjöfurinn Elon Musk tók við stjórn samfélagsmiðilsins Twitter hefur mikil óreiða ríkt þar. Musk varaði við því í nótt að gjaldþrot kæmi til greina en fyrr í gærkvöldi hafði hann sagt stöðu fyrirtækisins vera erfiða en margir af æðstu yfirmönnum fyrirtækisins hafa sagt upp á undanförnum dögum. Viðskipti erlent 11.11.2022 14:59 FTX fer fram á endurskipulagningu og forstjórinn víkur Rafmyntarfyrirtækið FTX óskaði eftir því að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli laga um gjaldþrot í Bandaríkjunum í dag. Þá var greint frá því að forstjórinn Sam Bankman-Fried hefði sagt af sér. Viðskipti erlent 11.11.2022 14:43 Jólagjöf sem safnar ekki ryki „Hvað á ég að hafa í matinn?“ er spurning sem flestir kannast við. Eftir því sem skammdegið hellist yfir og jólin nálgast verður önnur spurning smám saman fyrirferðarmeiri: „Hvað á ég að gefa í jólagjöf?“ Samstarf 11.11.2022 14:28 Einn stofnenda Meniga til Landsbankans Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Viðskipti innlent 11.11.2022 13:19 Afsláttardagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“ Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum. Neytendur 11.11.2022 12:46 Fjölmiðillinn 24 miðlar tekinn til gjaldþrotaskipta eftir stutta en stormasama sögu Vefmiðillinn 24 miðlar ehf. var tekinn til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku. Engin starfsemi hefur verið á miðlinum en síðasta verk tveggja starfsmanna var að birta grein þar sem þeir kvörtuðu undan vangoldnum launum. Viðskipti innlent 11.11.2022 12:28 « ‹ 152 153 154 155 156 157 158 159 160 … 334 ›
Bezos segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna Jeff Bezos, stofnandi vefverslunarrisans Amazon og einn ríkasti maður heims, segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna á lífsleiðinni. Ríkidæmi Bezos eru metin á um 124 milljarða dollara, jafnvirði meira en 18.000 milljarða íslenskra króna, þessa stundina. Viðskipti erlent 14.11.2022 23:51
Þingmenn ósammála um nauðsyn rannsóknarskýrslu Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. Viðskipti innlent 14.11.2022 20:09
Samkeppniseftirlitið gefur grænt ljós á samruna Síldarvinnslunnar og Vísis Niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á kaupum Síldarvinnslunnar á öllu hlutafé í útgerðinni Vísi í Grindavík er að ekki séu forsendur fyrir íhlutun í samruna félaganna tveggja. Meðal þess sem rannsakað var voru möguleg sameiginleg yfirráð Samherja og tengdra félaga yfir Síldarvinnslunni. Viðskipti innlent 14.11.2022 19:45
Einn flottasti lúxussalur landsins rís úr þaki Kringlunnar Einn glæsilegasti lúxus bíósalur landsins er meðal nýjunga á 3. hæð Kringlunnar en salurinn opnar með frumsýningu á stórmyndinn Avatar í desember. Arkitektar og verkfræðingar Kringlunnar fengu þá djörfu hugmynd að byggja salinn ofan á þak Kringlunnar. Samstarf 14.11.2022 14:55
Innkalla sólblómafræ vegna skordýra Krónan hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes kallað inn sólblómafræ frá Grön Balance. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að ástæða innköllunarinnar sé sú að skordýr hafi fundist í vörunni. Viðskipti innlent 14.11.2022 12:46
Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. Viðskipti innlent 14.11.2022 12:15
Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. Viðskipti innlent 14.11.2022 12:05
Kristrún telur næsta víst að sleifarlag Bjarna hafi skaðað hagsmuni almennings Fyrstu viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, við svartri skýrslu Ríkisendurskoðanda um Íslandsbankasöluna, eru þau að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hljóti að bera alla ábyrgð á málinu. Viðskipti innlent 14.11.2022 11:36
Bragðlaukarnir dansa á Lemon „Lemon er staðurinn fyrir fólk sem hugar að heilsunni og vill holla og góða næringu sem fær bragðlaukana til að dansa. Við sérhæfum okkur í sælkerasamlokum og ferskum söfum en bjóðum einnig upp á kaffi, próteinsjeika, hafragraut og orkuskot. Á Lemon er allt útbúið á staðnum eftir pöntunum hverju sinni, úr besta mögulega hráefninu,“ segir Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon, sem er veitingastaður vikunnar á Vísi. Samstarf 14.11.2022 11:17
Helga María ráðin framkvæmdastjóri Útihreyfingarinnar Helga María Heiðarsdóttir, fjallaleiðsögumaður og hlaupaþjálfari, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Útihreyfingarinnar, nýstofnaðs útivistarfyrirtækis sem sérhæfir sig í ævintýramiðaðri krossþjálfun og útiævintýrum af ýmsum toga. Viðskipti innlent 14.11.2022 11:06
Helga Dögg nýr rekstrarstjóri hjá Expectus Hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið Helgu Dögg Björgvinsdóttur í stöðu rekstrarstjóra (COO). Hún hefur þegar tekið til starfa. Expectus sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja varðandi nýtingu upplýsingatækni við ákvarðanatöku og áætlanagerð til að ná mælanlegum árangri í rekstrinum. Viðskipti innlent 14.11.2022 10:59
Skýrslan birt fyrr vegna lekans í gær Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið birt á vef embættisins. Viðskipti innlent 14.11.2022 08:18
Þrennt sem virkar vel að bjóða starfsfólki annað en launahækkun Peningar eru ekki allt og peningar kaupa ekki hamingju. Sem auðvitað þýðir að í vinnunni okkar er svo margt annað sem getur talist til annað en launin sem við fáum greidd fyrir vinnuna. Atvinnulíf 14.11.2022 07:00
Bankasýslan bregst við Íslandsbankaskýrslunni: Framkvæmd sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Viðskipti innlent 13.11.2022 20:53
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Viðskipti innlent 13.11.2022 19:44
Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: Atvinnulíf 13.11.2022 08:01
Kaup á bláu haki Twitter valda usla í raunheimum Á dögunum opnaði samfélagsmiðillinn Twitter fyrir að fólk gæti keypt sér bláa hakið við hlið nafns síns sem gefur til kynna að um hinn rétta aðila sé að ræða. Í kjölfar nýju stefnunnar hafa gervi aðgangar sprottið upp og verið notendum til mikils ama. Viðskipti erlent 12.11.2022 17:53
Ingunn tekur við Opna háskólanum í HR Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensem hefur verið ráðin forstöðukona Opna háskólans í HR. Sem forstöðukona mun hún leiða sókn háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda. Viðskipti innlent 12.11.2022 12:50
Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani. Atvinnulíf 12.11.2022 10:01
„Skjálftamælar okkar hagfræðinga eru byrjaðir að blikka“ Þorvaldur Gylfason hagfræðingur varaði í viðtali við Ísland í dag við því að ný fjármálakreppa kynni að vofa yfir bæði í útlöndum og hér heima. Í ljósi fjárhagsaðstæðna sagði hann að fólk ætti að halda að sér höndum og hemja jólaneysluna. Neytendur 12.11.2022 09:01
Tilboðskvíðinn raunverulegur Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. Viðskipti innlent 11.11.2022 21:31
Vök Baths hlutu Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru afhent í dag í nítjánda sinn en það voru Vök Baths á Egilsstöðum sem hlutu verðlaunin að þessu sinni. Eliza Reid afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu. Viðskipti innlent 11.11.2022 18:00
Jákvæð styrking út í samfélagið „Meistaramánuður gekk vel í ár og það var greinilegt að átakið vakti kátínu víða í samfélaginu. Um 1500 manns tóku formlega þátt í átakinu auk starfsfólks Samkaupa sem telja yfir 1400 manns,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa en Samkaup er nú í annað sinn stærsti bakhjarl lífsstílsátaksins Meistaramánaðar. Samstarf 11.11.2022 17:00
Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 11.11.2022 16:41
Óreiðan virðist ráða ríkjum hjá Twitter Frá því auðjöfurinn Elon Musk tók við stjórn samfélagsmiðilsins Twitter hefur mikil óreiða ríkt þar. Musk varaði við því í nótt að gjaldþrot kæmi til greina en fyrr í gærkvöldi hafði hann sagt stöðu fyrirtækisins vera erfiða en margir af æðstu yfirmönnum fyrirtækisins hafa sagt upp á undanförnum dögum. Viðskipti erlent 11.11.2022 14:59
FTX fer fram á endurskipulagningu og forstjórinn víkur Rafmyntarfyrirtækið FTX óskaði eftir því að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli laga um gjaldþrot í Bandaríkjunum í dag. Þá var greint frá því að forstjórinn Sam Bankman-Fried hefði sagt af sér. Viðskipti erlent 11.11.2022 14:43
Jólagjöf sem safnar ekki ryki „Hvað á ég að hafa í matinn?“ er spurning sem flestir kannast við. Eftir því sem skammdegið hellist yfir og jólin nálgast verður önnur spurning smám saman fyrirferðarmeiri: „Hvað á ég að gefa í jólagjöf?“ Samstarf 11.11.2022 14:28
Einn stofnenda Meniga til Landsbankans Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Viðskipti innlent 11.11.2022 13:19
Afsláttardagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“ Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum. Neytendur 11.11.2022 12:46
Fjölmiðillinn 24 miðlar tekinn til gjaldþrotaskipta eftir stutta en stormasama sögu Vefmiðillinn 24 miðlar ehf. var tekinn til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku. Engin starfsemi hefur verið á miðlinum en síðasta verk tveggja starfsmanna var að birta grein þar sem þeir kvörtuðu undan vangoldnum launum. Viðskipti innlent 11.11.2022 12:28