Viðskipti

Teatime í þrot og öllum sagt upp

Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. 

Viðskipti innlent

Fimm einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að taka alvarlega

„Þó að rafræn samvera geti sannarlega gert okkur nánari, getur hún einnig orðið til þess að við finnum fyrir meiri einangrun. Þegar við verjum mörgum klukkustundum á viku á Teams-fjarfundum eða Zoom-fyrirlestrum getur það leitt til rafrænnar þreytu,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.

Atvinnulíf

Uppskera ævintýralegan vöxt eftir margra ára baráttu og áföll

„Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar Sigurðsson stofnandi og framkvæmdastjóri AwareGo öryggisvitundar. 

Atvinnulíf

„Glannaleg umræða“ um eigið fé bankanna

Umræða um eigið fé bankanna er á köflum mjög glannaleg að mati Gylfa Magnússonar hagfræðiprófessors. Þá telur hann vert að spyrja að því hvort rétt sé að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka þegar tortryggni ríkir gagnvart því í samfélaginu.

Viðskipti innlent

,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“

Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði.

Atvinnulíf

Fékk nóg af fá­tæktar­gildrunni og stofnaði stærsta um­ræðu­hóp um fjár­mál á Ís­landi

Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi.

Viðskipti innlent

Atvinnuleysi „eitur í beinum Íslendinga“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir hlutfallslegt vægi ferðaþjónustu hér á landi skýra að vissu marki hvers vegna atvinnuleysi er hærra hér á landi en á Norðurlöndunum. Allar spár geri þó ráð fyrir því að greinin nái vopnum sínum fljótt aftur þegar kórónuveirufaraldrinum lýkur, sem komi til með að hafa jákvæð áhrif á atvinnustig í landinu.

Viðskipti innlent