Viðskipti

Hlutabréfaútgáfu Norwegian Air lokið

Virði hlutabréfa í norska lágfargjaldaflugfélaginu Norwegian Air féll um helming eftir að hlutabréfaútgáfu lauk í dag. Einnig stendur til að ljúka því að breyta kröfum í hlutafé til þess að reyna að sigla félaginu í gegnum ólgusjó kórónuveirufaraldursins.

Viðskipti erlent

Íslenskt atvinnulíf og fjárhagsáætlanir á óvissutímum

,,Það er líka athyglisvert að margir virðist ekki þekkja aðferðir á borð við Activity Based Budgeting, Beyond Budgeting og jafnvel Balance Scorecard,“ segir Catherine E. Blatt meðal annars í umfjöllun um niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal 300 stærstu fyrirtækja landsins.

Atvinnulíf

Sjóðir Ratcliffe og annarra auðkýfinga rýrna

Samanlagður auður þúsund ríkustu einstaklinga Bretlands hefur minnkað, í fyrsta sinn í tíu ár. Ástæðan er faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Einn þeirra sem tapað hefur vegna faraldursins er Jim Ratcliffe, landeigandi á Íslandi.

Viðskipti erlent

Stutt samdráttarskeið en hægur bati

Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur.

Viðskipti innlent