Phoenix 2 - Dallas 2 16. maí 2005 00:01 Dagsskipun leikmanna Dallas var einföld fyrir fjórða leikinn gegn Phoenix í nótt. Stöðvið Amare Stoudemire. Það tókst þeim, og þrátt fyrir sögulegan stórleik frá fyrrum leikmanni þeirra, Steve Nash, nægði það ekki og Dalla sigraði 119-109 og hefur jafnað metin í einvíginu. Steve Nash nýtti sér vel hve mikla áherslu fyrrum félagar hans í Dallas lögðu á að stöðva Stoudemire í leiknum í nótt og skoraði hvorki meira né minna en 48 stig. Nash hitti úr 20 af 28 skotum sínum, sem hann fékk að taka nokkuð óáreittur vegna stífra tvídekkana á Stoudemire, en það var einfaldlega ekki nóg. Á meðan Phoenix saknaði Joe Johnson sárlega og fékk litla sem enga hjálp frá varamannabekk sínum, voru lykilmenn Dallas í góðu stuði með Josh Howard fremstan í flokki. Howard skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst og Dirk Nowitzki fór loksins að hitta almennilega og gerði 25 stig. "Ég reyndi að gera þeim lífið leitt og refsa þeim fyrir að leika þessa nýju leikaðferð, en það var bara ekki nóg. Þeir voru grimmari og börðust betur en við," sagði Nash, sem hefur aldrei skorað meira á ferlinum. Hann var aðeins með 5 stoðsendingar í leiknum, sem er langt frá hans meðaltali og tapaði boltanum auk þess níu sinnum. Hinn mjög svo mistæki Eric Dampier hjá Dallas lék vel í nótt og virðist ekki ná sér á strik í leikjum nema hálft liðið sé búið að rakka hann niður fyrirfram. "Þegar allir segja að þú sért veikasti hlekkurinn í liðinu, er góður tími til að fara út og afsanna það," sagði Avery Johnson um miðherja sinn. Atkvæðamestir í liði Dallas:Josh Howard 29 stig (10 frák), Dirk Nowitzki 25 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 22 stig (7 frák), Eric Dampier 13 stig (11 frák), Michael Finley 9 stig, Marquis Daniels 9 stig, Jason Terry 7 stig (8 stoðs).Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 48 stig (5 stoðs, 5 frák, 9 tapaðir boltar), Shawn Marion 19 stig (12 frák), Amare Stoudemire 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (7 frák), Jimmy Jackson 11 stig (6 frák). NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Sjá meira
Dagsskipun leikmanna Dallas var einföld fyrir fjórða leikinn gegn Phoenix í nótt. Stöðvið Amare Stoudemire. Það tókst þeim, og þrátt fyrir sögulegan stórleik frá fyrrum leikmanni þeirra, Steve Nash, nægði það ekki og Dalla sigraði 119-109 og hefur jafnað metin í einvíginu. Steve Nash nýtti sér vel hve mikla áherslu fyrrum félagar hans í Dallas lögðu á að stöðva Stoudemire í leiknum í nótt og skoraði hvorki meira né minna en 48 stig. Nash hitti úr 20 af 28 skotum sínum, sem hann fékk að taka nokkuð óáreittur vegna stífra tvídekkana á Stoudemire, en það var einfaldlega ekki nóg. Á meðan Phoenix saknaði Joe Johnson sárlega og fékk litla sem enga hjálp frá varamannabekk sínum, voru lykilmenn Dallas í góðu stuði með Josh Howard fremstan í flokki. Howard skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst og Dirk Nowitzki fór loksins að hitta almennilega og gerði 25 stig. "Ég reyndi að gera þeim lífið leitt og refsa þeim fyrir að leika þessa nýju leikaðferð, en það var bara ekki nóg. Þeir voru grimmari og börðust betur en við," sagði Nash, sem hefur aldrei skorað meira á ferlinum. Hann var aðeins með 5 stoðsendingar í leiknum, sem er langt frá hans meðaltali og tapaði boltanum auk þess níu sinnum. Hinn mjög svo mistæki Eric Dampier hjá Dallas lék vel í nótt og virðist ekki ná sér á strik í leikjum nema hálft liðið sé búið að rakka hann niður fyrirfram. "Þegar allir segja að þú sért veikasti hlekkurinn í liðinu, er góður tími til að fara út og afsanna það," sagði Avery Johnson um miðherja sinn. Atkvæðamestir í liði Dallas:Josh Howard 29 stig (10 frák), Dirk Nowitzki 25 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 22 stig (7 frák), Eric Dampier 13 stig (11 frák), Michael Finley 9 stig, Marquis Daniels 9 stig, Jason Terry 7 stig (8 stoðs).Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 48 stig (5 stoðs, 5 frák, 9 tapaðir boltar), Shawn Marion 19 stig (12 frák), Amare Stoudemire 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (7 frák), Jimmy Jackson 11 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Sjá meira