Klofinn dómur í kynferðisbrotamáli 12. maí 2005 00:01 Maður hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa misnotað 10 ára gamla systurdóttur sína. Einn dómari skilaði séráliti og vildi dæma manninn í 10 mánaða fangelsi auk þess að láta hann greiða stúlkunni hálfa milljón í miskabætur. Maðurinn var sakaður um að hafa káfað innan klæða á rassi og kynfærum stúlkunnar, sett fingur inn í kynfæri hennar og nuddað lim sínum við ber kynfæri hennar og rass. Stúlkan var í heimsókn hjá manninum og sjö ára gamalli dóttur hans og sváfu þau öll í sama rúmi. Stúlkan bar að maðurinn hafi talið hana vera sofandi, en hún lét ekki vita af því að hún vakti og greindi frá því hvernig hann hafi að lokum farið á klósett og þvegið sér. Þegar hún taldi að maðurinn væri sofnaður sagðist hún hafa fært sig niður á gólf og var hún þar það sem eftir lifði nætur. Meint brot átti að hafa átt sér stað í júní 2003. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra 6. þessa mánaðar af Halldóri Halldórssyni dómsformanni og Ásgeiri Magnússyni, héraðsdómurum. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari skilaði séráliti. Maðurinn neitaði staðfastlega sakargiftum og kvaðst enga skýringu geta gefið á því hvers vegna stúlkan sakaði hann um að hafa brotið á sér. Stúlkan var tvisvar fengin til að tjá sig um atburðina fyrir dómi, en vildi ekki í fyrra skiptið tjá sig. Í millitíðinni var tekið viðtal við stúlkuna í Barnahúsi þar sem hún greindi starfsmanni frá atburðum. Meirihluti dómsins tekur fram að þessir annmarkar á framburði stúlkunnar, gegn staðfastri neitun mannsins, þýði að ekki hafi tekist að "færa fram lögfulla sönnun á sekt hans." Í sératkvæði Sigrúnar bendir hún á að ágreiningslaust sé að stúlkan hafi dvalist næturlangt hjá manninum á umræddum tíma, hún hafi greint bæði bróður sinni og móður frá atburðum en það gerði hún rúmum mánuði eftir að meint brot átti sér stað. "Þótt stelpan hafi ekki skýrt ókunnugum frá atburðinum strax, álít ég hana trúverðuga og einlæga í framburði sínum," sagði hún og vísaði jafnframt til álits lækna um að meyjarhaft stúlkunnar hafi borið gróna áverka og hún hafi sýnt merki um slæma andlega líðan eftir atburðinn, svo sem svefntruflanir og sjálfsmeiðingar. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað en hann hafi verið sendur áfram til ríkissaksóknara. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Maður hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa misnotað 10 ára gamla systurdóttur sína. Einn dómari skilaði séráliti og vildi dæma manninn í 10 mánaða fangelsi auk þess að láta hann greiða stúlkunni hálfa milljón í miskabætur. Maðurinn var sakaður um að hafa káfað innan klæða á rassi og kynfærum stúlkunnar, sett fingur inn í kynfæri hennar og nuddað lim sínum við ber kynfæri hennar og rass. Stúlkan var í heimsókn hjá manninum og sjö ára gamalli dóttur hans og sváfu þau öll í sama rúmi. Stúlkan bar að maðurinn hafi talið hana vera sofandi, en hún lét ekki vita af því að hún vakti og greindi frá því hvernig hann hafi að lokum farið á klósett og þvegið sér. Þegar hún taldi að maðurinn væri sofnaður sagðist hún hafa fært sig niður á gólf og var hún þar það sem eftir lifði nætur. Meint brot átti að hafa átt sér stað í júní 2003. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra 6. þessa mánaðar af Halldóri Halldórssyni dómsformanni og Ásgeiri Magnússyni, héraðsdómurum. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari skilaði séráliti. Maðurinn neitaði staðfastlega sakargiftum og kvaðst enga skýringu geta gefið á því hvers vegna stúlkan sakaði hann um að hafa brotið á sér. Stúlkan var tvisvar fengin til að tjá sig um atburðina fyrir dómi, en vildi ekki í fyrra skiptið tjá sig. Í millitíðinni var tekið viðtal við stúlkuna í Barnahúsi þar sem hún greindi starfsmanni frá atburðum. Meirihluti dómsins tekur fram að þessir annmarkar á framburði stúlkunnar, gegn staðfastri neitun mannsins, þýði að ekki hafi tekist að "færa fram lögfulla sönnun á sekt hans." Í sératkvæði Sigrúnar bendir hún á að ágreiningslaust sé að stúlkan hafi dvalist næturlangt hjá manninum á umræddum tíma, hún hafi greint bæði bróður sinni og móður frá atburðum en það gerði hún rúmum mánuði eftir að meint brot átti sér stað. "Þótt stelpan hafi ekki skýrt ókunnugum frá atburðinum strax, álít ég hana trúverðuga og einlæga í framburði sínum," sagði hún og vísaði jafnframt til álits lækna um að meyjarhaft stúlkunnar hafi borið gróna áverka og hún hafi sýnt merki um slæma andlega líðan eftir atburðinn, svo sem svefntruflanir og sjálfsmeiðingar. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað en hann hafi verið sendur áfram til ríkissaksóknara.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira