Eitt skipanna reyndist draugaskip 28. maí 2005 00:01 Eitt af sjóræningjaskipunum sjö á karfaslóð við lögsögumörkin á Reykjaneshrygg er draugaskip; það er ekki að finna í viðurkenndum skipaskrám. Öll sigla þau hins vegar undir fána Dominíku í Karíbahafinu. Kristján Þ. Jónsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, segir verið að kortleggja sjóræningjaveiðarnar og verslun með afla. Hann segir að Landhelgisgæslan geti ekki haft afskipti af skipunum þar sem þau séu á alþjóðlegu hafsvæði en þau séu samt að brjóta reglur Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar með því að vera þarna að veiðum, þau hafi hvorki kvóta né leyfi á svæðinu. Landhelgisgæslan staðfesti að skipin séu á veiðum og staðsetji þau og þá reyni hún að hafa samband við skipin en þau hafi hingað til ekki viljað svara kalli Gæslunnar. Í kjölfarið séu atvikin tilkynnt til Norðaustur-Atlantsfiskveiðihafsnefndarinnar í London. Hún eigi að gera skipunum erfitt fyrir að losa sig við aflann. Í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar í gær sáust sextíu erlend skip að veiðum á alþjóðlegu hafssvæði rétt utan við 200 mílna mörkin. Öll eiga þau aðild að samstarfi sem heyrir undir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndina, NEAFC, nema sjóræningjaskipin sjö. Á ljósmyndum, sem áhöfn gæsluflugvélarinnar tók í gær og Landhelgisgæslan birtir á heimasíðu sinni, má til dæmis sjá flutningaskipið Sunny Jane frá Belís taka við fiski frá einu af þessum sjóræningjatogaranum Okhotino. Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er þessa stundina verið að vinna nauðsynlega pappírsvinnu og rannsókn því samfara að tilkynna um brotin réttmætum aðilum í því augnamiði að koma í veg fyrir veiðarnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Rúta rann yfir rangan vegarhelming og út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Sjá meira
Eitt af sjóræningjaskipunum sjö á karfaslóð við lögsögumörkin á Reykjaneshrygg er draugaskip; það er ekki að finna í viðurkenndum skipaskrám. Öll sigla þau hins vegar undir fána Dominíku í Karíbahafinu. Kristján Þ. Jónsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, segir verið að kortleggja sjóræningjaveiðarnar og verslun með afla. Hann segir að Landhelgisgæslan geti ekki haft afskipti af skipunum þar sem þau séu á alþjóðlegu hafsvæði en þau séu samt að brjóta reglur Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar með því að vera þarna að veiðum, þau hafi hvorki kvóta né leyfi á svæðinu. Landhelgisgæslan staðfesti að skipin séu á veiðum og staðsetji þau og þá reyni hún að hafa samband við skipin en þau hafi hingað til ekki viljað svara kalli Gæslunnar. Í kjölfarið séu atvikin tilkynnt til Norðaustur-Atlantsfiskveiðihafsnefndarinnar í London. Hún eigi að gera skipunum erfitt fyrir að losa sig við aflann. Í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar í gær sáust sextíu erlend skip að veiðum á alþjóðlegu hafssvæði rétt utan við 200 mílna mörkin. Öll eiga þau aðild að samstarfi sem heyrir undir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndina, NEAFC, nema sjóræningjaskipin sjö. Á ljósmyndum, sem áhöfn gæsluflugvélarinnar tók í gær og Landhelgisgæslan birtir á heimasíðu sinni, má til dæmis sjá flutningaskipið Sunny Jane frá Belís taka við fiski frá einu af þessum sjóræningjatogaranum Okhotino. Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er þessa stundina verið að vinna nauðsynlega pappírsvinnu og rannsókn því samfara að tilkynna um brotin réttmætum aðilum í því augnamiði að koma í veg fyrir veiðarnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Rúta rann yfir rangan vegarhelming og út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Sjá meira