Nýliðar Breiðabliks hafa yfir 1-0 gegn Val þegar flautað hefur verið til leikhlés á Kópavogsvellinum. Það var hinn ungi Guðmann Þórisson sem skoraði mark heimamanna með laglegum skalla eftir hornspyrnu á 42. mínútu. Guðmann er aðeins 19 ára gamall og er að spila sinn fyrsta leik í efstu deild.
