Innlent

Simpsons á íslensku

Sveinn Ernir fréttamaður hjá Baugsmiðlinum Stöð 6 verður rekinn í kvöld og upphefst þá barátta hans gegn miðlinum. Hómer, Marge, Bart og Magga flækjast í málið en eigandi miðilsins er herra Burns. Þetta er meðal þess sem gerist í fjögur hundraðasta þættinum af Simpson fjölskyldunni sem í kvöld verður í fyrsta skipti á íslensku.

Þættirnir um Simpson fjölskylduna eru með langlífustu grínþættum sjónvarpssögunnar. Hér á Íslandi sem og annars staðar í heiminum hafa þeir notið mikilla vinsælda og eru þeir talsettir í fjölmörgum löndum. Við erum hins vegar von að heyra þau tala ensku.

Það er ekki bara búið að þýða og talsetja þættina heldur hefur grínið og ádeilan verið staðfærð og hvernig skyldi svo Hómer, Bart, Marge og hinar persónurnar tala? Það kemur í ljós í þættinum í kvöld

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×