Enski boltinn

Eggert: Ég er fæddur bardagamaður

Eggert Magnússon er stjórnarformaður West Ham.
Eggert Magnússon er stjórnarformaður West Ham. MYND/AFP

Eggert Magnússon segir í löngu og ítarlegu viðtali við breska blaðið Guardian sem birtist í gær að hann sé fæddur bardagamaður. Þess vegna muni West Ham berjast þar til í síðustu umferð ensku deildarkeppninar til að forðast fall úr úrvalsdeildinni.

"Ég er bardagamaður, fæddur bardagamaður," segir Eggert í viðtalinu. "Ég elska bardaga, svo að það eina sem ég hugsa um í augnablikinu er að berjast áfram og komast út úr þeim ógöngum sem liðið er í."

Eggert ræðir einnig um hina nýju leikmenn West Ham sem keyptir voru í janúarglugganum og segir meðal annars að meintar himinháar launagreiðslur til leikmanna eins og Lucas Neil og Matthew Upson séu úr lausu lofti gripnar. "Það sem fjölmiðlar hafa verið að skrifa um það mál er algjör fjarstæða," segir Eggert.

Lesa má viðtalið í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×