Enski boltinn

Möguleiki að Barry komi með til Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Barry hefur ítrekað verið orðaður við Liverpool.
Gareth Barry hefur ítrekað verið orðaður við Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, segir að komi vel til greina að Gareth Barry, leikmaður félagsins, komi með til Íslands þar sem liðið mætir FH í forkeppni UEFA-bikarkeppninnar á fimmtudaginn.

Barry hefur lengi verið orðaður við Liverpool en Aston Villa hefur ítrekað hafnað tilboðum Liverpool í leikmanninn. Hann lék með Aston Villa í Intertoto-keppninni gegn Odense í síðasta mánuði.

Ef Barry spilar með gegn FH á fimmtudaginn mun hann ekki getað spilað með Liverpool í Meistaradeildinni fyrr en á síðari hluta tímabilsins.

„Hann er okkar leikmaður," sagði O'Neill. „Jafnvel þótt hlutir kynnu að breytast getur vel verið að hann komi með okkur ef hann verður enn leikmaður Aston Villa á miðvikudagsmorgun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×