Ein athyglisverðustu leikmannakaup dagsins eru kaup ítalska liðsins Chievo á hinum brasilíska Kerlon. Þessi tvítugi sóknarmaður er frægur fyrir boltatækni sína og þá sérstaklega fyrir hæfileika sinn í að hlaupa með boltann á hausnum.
Þessi óvenjulega tækni hans hefur fært honum viðurnefnið "Selurinn". Hann var á sínum tíma talinn einn efnilegasti leikmaður Brasilíu en meiðsli síðustu ár hafa sett strik í reikninginn.
Forráðamenn Chievo hafa haft mikið að gera í dag en þeir hafa einnig tryggt sér sóknarmanninn Mauro Esposito á lánssamningi frá Roma og varnarmanninn Santiago Morera sem kemur úr argentínsku deildinni.