Fótbolti

Mykhaylychenko tekinn við Úkraínu

Mykhaylychenko
Mykhaylychenko NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum landsliðsmaðurinn Olexiy Mykhaylychenko var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Úkraínu í knattspyrnu og tekur hann við af Oleh Blokhin sem sagði af sér í síðasta mánuði í kjölfar þess að liðið náði ekki að tryggja sér sæti á EM.

Mykhaylychenko var áður leikmaður og þjálfari Dynamo í Kænugarði og lék með landsliði fyrrum Sovétríkjanna. Hann hefur verið við stjórn hjá U-21 árs landsliði Úkraínumanna síðustu ár og kom því alla leið í úrslitin á EM þar sem það tapaði fyrir Hollendingum í úrslitaleik.

Mykhaylychenko gerði það líka gott sem leikmaður á sínum tíma og afrekaði að verða meistari í Skotlandi, Sovétríkjunum og á Ítalíu þar sem hann gerði garðinn frægan með liði Sampdoria.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×