Ríkisstjórnarflokkarnir halda velli í MR Breki Logason skrifar 2. desember 2008 21:13 Menntaskólinn í Reykjavík Ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag myndu tæp 70% nemenda við Menntaskólann í Reykjavík kjósa ríkisstjórnarflokkanna. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem gerð var á meðal nemenda skólans og birtist í nýjasta tölublaði Menntaskólatíðinda. Niðurstaðan kemur ritstjóranum á óvart. „Þetta kemur mér nokkuð á óvart miðað við þá umræðu sem hefur verið í samfélaginu undanfarið. Sérstaklega sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé með mesta fylgið, ég hélt að MR væri meiri krataskóli," segir Egill Örn Gunnarsson ritstjóri Menntaskólatíðinda sem gefið er út í skólanum. Nemendur úr þremur bekkjum í hverjum árgangi voru spurðir út í stuðning sinn við stjórnmálaflokka. Alls voru 230 nemendur sem tóku þátt eða 27% af öllum skólanum. Allir sem voru spurðir tóku afstöðu að sögn Egils. Langflestir sem tóku þátt sögðu að enginn flokkur væri nógu góður, eða 96 nemendur. 58 nemendur sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn og 39 Vinstri græna. Samfylkingin fékk 33 atkvæði og Framsóknarflokkurinn 4. Enginn nemandi Menntaskólans í Reykjavík sagðist styðja Frjálslynda flokkinn. „Við drógum þá ályktun að ef þetta væru alþingiskosningar þá myndu þessi 96 atkvæði vera ógild. Miðað við það eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með 68% atkvæða. Það má síðan velta fyrir sér hvert þessi ógildu atkvæði hefðu síðan farið," segir Egill. Egill segist finna fyrir miklum áhuga á stjórnmálum í skólanum og sú staðreynd að 41,7% nemenda telji engann flokk á Alþingi nógu góðan sé í raun sláandi. „Það er mikill áhugi hérna myndi ég segja. Það líður varla það hádegi að ekki sé rætt um mótmælin eða fréttirnar úr fréttatímanum kvöldið áður. Ég tel því að MR-ingar séu mjög pólitískir," segir Egill Örn að lokum. Hér er hægt að skoða nýjasta tölublað Menntaskólatíðinda Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag myndu tæp 70% nemenda við Menntaskólann í Reykjavík kjósa ríkisstjórnarflokkanna. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem gerð var á meðal nemenda skólans og birtist í nýjasta tölublaði Menntaskólatíðinda. Niðurstaðan kemur ritstjóranum á óvart. „Þetta kemur mér nokkuð á óvart miðað við þá umræðu sem hefur verið í samfélaginu undanfarið. Sérstaklega sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé með mesta fylgið, ég hélt að MR væri meiri krataskóli," segir Egill Örn Gunnarsson ritstjóri Menntaskólatíðinda sem gefið er út í skólanum. Nemendur úr þremur bekkjum í hverjum árgangi voru spurðir út í stuðning sinn við stjórnmálaflokka. Alls voru 230 nemendur sem tóku þátt eða 27% af öllum skólanum. Allir sem voru spurðir tóku afstöðu að sögn Egils. Langflestir sem tóku þátt sögðu að enginn flokkur væri nógu góður, eða 96 nemendur. 58 nemendur sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn og 39 Vinstri græna. Samfylkingin fékk 33 atkvæði og Framsóknarflokkurinn 4. Enginn nemandi Menntaskólans í Reykjavík sagðist styðja Frjálslynda flokkinn. „Við drógum þá ályktun að ef þetta væru alþingiskosningar þá myndu þessi 96 atkvæði vera ógild. Miðað við það eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með 68% atkvæða. Það má síðan velta fyrir sér hvert þessi ógildu atkvæði hefðu síðan farið," segir Egill. Egill segist finna fyrir miklum áhuga á stjórnmálum í skólanum og sú staðreynd að 41,7% nemenda telji engann flokk á Alþingi nógu góðan sé í raun sláandi. „Það er mikill áhugi hérna myndi ég segja. Það líður varla það hádegi að ekki sé rætt um mótmælin eða fréttirnar úr fréttatímanum kvöldið áður. Ég tel því að MR-ingar séu mjög pólitískir," segir Egill Örn að lokum. Hér er hægt að skoða nýjasta tölublað Menntaskólatíðinda
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira