Fótbolti

Eggert skoraði úr víti er Hearts féll úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór í leik með Hearts.
Eggert Gunnþór í leik með Hearts. Mynd/SNS

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Hearts sem féll í gær úr leik í skosku deildarbikarkeppninni. Liðið varð að játa sig sigrað fyrir B-deildarliðinu Airdrie í vítaspyrnukeppni, 4-3, eftir markalausan framlengdan leik.

Eggert lék allan leikinn og skoraði úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni en það dugði ekki til. Markvörður Airdrie varði tvær spyrnur Hearts-manna.

Eggert lék í nýrri stöðu á vellinum í gær en hann var í hlutverki hægri bakvarðar en ekki á miðjunni eins og á síðasta keppnistímabili.

Þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliðinu á tímabilinu en nýráðinn þjálfari Hearts, Csaba Laszlo, sagði í viðtali fyrir leikinn að Eggert gæti fengið tækifæri í vörninni.

„Ég held að í framtíðinni munum við gefa honum fleiri tækifæri í hægri bakverðinum til að hann fái að þróast áfram sem knattspyrnumaður," sagði Laszlo.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×