Það þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara í viðureign Midtjylland og Manchester City í Evrópukeppni félagsliða. Danska liðið vann óvæntan eins marks sigur í fyrri leiknum sem fram fór í Englandi.
Allt virtist stefna í markalaust jafntefli í seinni leiknum í Danmörku í dag þegar leikmaður Midtjylland varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 89. mínútu. Úrslitin því 0-1 og samtals 1-1.
Framlengja þurfti leikinn og ekkert skorað þar. Því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem enska liðið hafði betur 4-2 og kemst því áfram í UEFA bikarnum.