Erlent

Leiðtoga Talibana boðið hæli í Sádi-Arabíu

Mullah Mohammad Omar.
Mullah Mohammad Omar.
Abdullah konungur í Sádi-Arabíu hefur boðið Mullah Mohammad Omar, leiðtoga Talibana í Afganistan, pólitískt hæli að þýska vikuritið Der Spiegel fullyrðir. Talsmaður utanríkisráðuneytis Sáda neitar alfarið að eitthvað sé til fréttinni.

Í september fór fram fundur í Sádi-Arabíu með stuðningsmönnum stjórnvalda í Afganistan og Talibana um það hvernig hægt sé að koma á friði í landinu. Omar er sagður í felum í fjöllum við landamæri Afganistans og Pakistans. Hamid Karzai, forseti Afganistan, hefur sagt að hann muni tryggja öryggi Omars vilji hann ræða um frið.

Áður en stjórn Talibana var steypt af stóli 2001 nutu þeir stuðnings frá Sádi-Arabíu, Pakistan og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Sádi-Arabía hefur áður veitt umdeildum leiðtogum hæli og er Idi Amin fyrrum forseti Úganda gott dæmi um það. Hann lést í útlegði í landinu árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×