Ensku liðin úr leik eftir vítaspyrnukeppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. mars 2008 22:32 Andy Johnson skorar fyrsta mark Everton í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Viðureignir ensku liðanna í UEFA-keppninni í kvöld voru báðar útkljáðar í vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að ensku liðin hafi haldið í sínar hefðir því bæði féllu þau úr leik í kvöld. Yakubu og Phil Jagielka misnotuðu sína spyrnuna hver fyrir Everton en leikmenn Fiorentina nýttu allar sínar og komust þar með áfram í fjórðungsúrslit. Jermaine Jenas hefði getað tryggt Tottenham áfram með marki úr fimmtu spyrnu Tottenham en hann lét verja frá sér. Eftir tvöfaldan bráðabana misnotaði Pascal Chimbonda sjöundu spyrnu Tottenham og þar með datt Tottenham úr leik. Everton - Fiorentina 2-0 1-0 Andy Johnson (16.) 2-0 Mikel Arteta (66.) Fiorentina vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-0, og voru því taldir líklegri til að komast áfram í fjórðungsúrslit. En Everton barðist hetjulega og voru óheppnir að skora ekki þrjú mörk í venjulegum leiktíma, hvað þá í framlengdum leik. Andy Johnson kom Everton yfir í fyrri hálfleik með skrautlegu marki. Steven Pienaar átti sendingu fyrir markið sem Sebastien Frey, markvörður Fiorentina, missti af og boltinn fór af bringu Johnson og í markið. Það var svo Mikel Arteta sem skoraði síðara markið fyrir Everton með skoti af 25 metra færi. Þar með var ljóst að það var framlengt á Goodison Park. Everton var nálægt því að skora þriðja markið, bæði í venjulegum leiktíma sem og í framlengingunni. En allt kom fyrir ekki og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Thomas Gravesen 1-1 Giampolo PazziniYakubu misnotaði spyrnu 1-2 Riccardo Montolivo 2-2 Mikel Arteta 2-3 Pablo Daniel OsvaldoPhil Jagielka mistnoaði spyrnu 2-4 Mario Alberto Santana PSV Eindhoven - Tottenham 0-1 0-1 Dimitar Berbatov (82.) PSV vann heldur óvæntan sigur á heimavelli Tottenham í fyrri viðureign liðanna, 1-0, og þurftu þeir ensku að láta til sín taka í Hollandi í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Dimitar Berbatov glæsilegt mark eftir fyrirgjöf Pascal Chimbonda frá hægri. Afgreiðsla Berbatov var einkar lagleg og dugði til að tryggja gestunum framlengingu. Steed Malbranque fékk svo gullið tækifæri til að tryggja Tottenham sigurinn á lokamínútu framlengingarinnar en Gomes, markvörður PSV, varði glæsilega frá honum. Þar með lauk framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Timmy Simons 1-1 Dimitar BerbatovPaul Robinson varði frá Danko Lazovic 1-2 Jamie O'Hara 2-2 Jefferson Farfan 2-3 Tom Huddlestone 3-3 Carlos Salcido 3-4 Darren Bent 4-4 Balazs DzsudzsakGomes varði frá Jermaine JenasBráðabani: 5-4 Otman Bakkal 5-5 Didier Zokora 6-5 Dirk MarcellisPascal Chimbonda sendir Gomes í vitlaust horn en skýtur framhjá. Evrópudeild UEFA Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Viðureignir ensku liðanna í UEFA-keppninni í kvöld voru báðar útkljáðar í vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að ensku liðin hafi haldið í sínar hefðir því bæði féllu þau úr leik í kvöld. Yakubu og Phil Jagielka misnotuðu sína spyrnuna hver fyrir Everton en leikmenn Fiorentina nýttu allar sínar og komust þar með áfram í fjórðungsúrslit. Jermaine Jenas hefði getað tryggt Tottenham áfram með marki úr fimmtu spyrnu Tottenham en hann lét verja frá sér. Eftir tvöfaldan bráðabana misnotaði Pascal Chimbonda sjöundu spyrnu Tottenham og þar með datt Tottenham úr leik. Everton - Fiorentina 2-0 1-0 Andy Johnson (16.) 2-0 Mikel Arteta (66.) Fiorentina vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-0, og voru því taldir líklegri til að komast áfram í fjórðungsúrslit. En Everton barðist hetjulega og voru óheppnir að skora ekki þrjú mörk í venjulegum leiktíma, hvað þá í framlengdum leik. Andy Johnson kom Everton yfir í fyrri hálfleik með skrautlegu marki. Steven Pienaar átti sendingu fyrir markið sem Sebastien Frey, markvörður Fiorentina, missti af og boltinn fór af bringu Johnson og í markið. Það var svo Mikel Arteta sem skoraði síðara markið fyrir Everton með skoti af 25 metra færi. Þar með var ljóst að það var framlengt á Goodison Park. Everton var nálægt því að skora þriðja markið, bæði í venjulegum leiktíma sem og í framlengingunni. En allt kom fyrir ekki og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Thomas Gravesen 1-1 Giampolo PazziniYakubu misnotaði spyrnu 1-2 Riccardo Montolivo 2-2 Mikel Arteta 2-3 Pablo Daniel OsvaldoPhil Jagielka mistnoaði spyrnu 2-4 Mario Alberto Santana PSV Eindhoven - Tottenham 0-1 0-1 Dimitar Berbatov (82.) PSV vann heldur óvæntan sigur á heimavelli Tottenham í fyrri viðureign liðanna, 1-0, og þurftu þeir ensku að láta til sín taka í Hollandi í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Dimitar Berbatov glæsilegt mark eftir fyrirgjöf Pascal Chimbonda frá hægri. Afgreiðsla Berbatov var einkar lagleg og dugði til að tryggja gestunum framlengingu. Steed Malbranque fékk svo gullið tækifæri til að tryggja Tottenham sigurinn á lokamínútu framlengingarinnar en Gomes, markvörður PSV, varði glæsilega frá honum. Þar með lauk framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Timmy Simons 1-1 Dimitar BerbatovPaul Robinson varði frá Danko Lazovic 1-2 Jamie O'Hara 2-2 Jefferson Farfan 2-3 Tom Huddlestone 3-3 Carlos Salcido 3-4 Darren Bent 4-4 Balazs DzsudzsakGomes varði frá Jermaine JenasBráðabani: 5-4 Otman Bakkal 5-5 Didier Zokora 6-5 Dirk MarcellisPascal Chimbonda sendir Gomes í vitlaust horn en skýtur framhjá.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira