Faðir Netsins boðar nýtt IP-tölukerfi Atli Steinn Guðmundsson skrifar 25. september 2008 08:19 Vinton Cerf, faðir Netsins. MYND/Theage.com Maðurinn sem nefndur hefur verið faðir Netsins varar nú við því að svokallaðar IP-tölur séu farnar að verða af skornum skammti og taka þurfi upp nýtt kerfi. Vinton Cerf er maðurinn á bak við hinn svokallaða IP/TCP-staðal sem öll netumferð byggist á. IP-tala tölvu, eða Internet Protocol, er notuð til að tilgreina staðsetningu hennar á Netinu og er að mörgu leyti keimlík kennitölum einstaklinga nema hvað hún hefur meira með staðsetningu að gera og líkist ef til vill húsnúmeri eða símanúmeri á Netinu. Þessar tölur eru nú farnar að verða af skornum skammti segir Cerf og líkir ástandinu við það er bæta þurfi staf eða stöfum við símanúmer til að hægt sé að bæta við fleiri notendum. Auðvitað er framkvæmdin þó flóknari á Netinu. IP-staðallinn er í grunninn frá árinu 1977 og þá voru 4,2 milljarðar IP-talna til skiptanna. Nú er fyrirsjáanlegt að þær verði uppurnar árið 2010 og er því unnið hörðum höndum að þróun nýs staðals. Líklegt er að fyrir valinu verði IPv6-staðallinn svonefndi en hann nota Japanir meðal annars til að senda boð frá jarðskjálftanemum til tölva. Tækni Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Maðurinn sem nefndur hefur verið faðir Netsins varar nú við því að svokallaðar IP-tölur séu farnar að verða af skornum skammti og taka þurfi upp nýtt kerfi. Vinton Cerf er maðurinn á bak við hinn svokallaða IP/TCP-staðal sem öll netumferð byggist á. IP-tala tölvu, eða Internet Protocol, er notuð til að tilgreina staðsetningu hennar á Netinu og er að mörgu leyti keimlík kennitölum einstaklinga nema hvað hún hefur meira með staðsetningu að gera og líkist ef til vill húsnúmeri eða símanúmeri á Netinu. Þessar tölur eru nú farnar að verða af skornum skammti segir Cerf og líkir ástandinu við það er bæta þurfi staf eða stöfum við símanúmer til að hægt sé að bæta við fleiri notendum. Auðvitað er framkvæmdin þó flóknari á Netinu. IP-staðallinn er í grunninn frá árinu 1977 og þá voru 4,2 milljarðar IP-talna til skiptanna. Nú er fyrirsjáanlegt að þær verði uppurnar árið 2010 og er því unnið hörðum höndum að þróun nýs staðals. Líklegt er að fyrir valinu verði IPv6-staðallinn svonefndi en hann nota Japanir meðal annars til að senda boð frá jarðskjálftanemum til tölva.
Tækni Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira