Enski boltinn

Dwight Yorke hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dwight York í frægum leik með Manchester United gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu árið 1999.
Dwight York í frægum leik með Manchester United gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu árið 1999. Nordic Photos / Getty Images
Dwight Yorke hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 37 ára gamall. Hann lék síðast með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni en fór þaðan í lok síðasta tímabils.

Yorke varð þrefaldur meistari með Manchester United árið 1999 og varð alls þrívegis Englandsmeistari með United.

Hann var svo fyrirliði landsliðs Trinidad og Tóbago í lokakeppni HM 2006 sem fór fram í Þýskalandi.

„Ég vona að fólk segi að ég hafi leikið íþróttina á réttan máta og með bros á vör," sagði Yorke.

„Ég hef spilað með mörgum af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi og spilað fyrir besta knattspyrnustjórann, Alex Ferguson. Ég álít mig hafa verið afar heppinn."

Hann lék alls 480 leiki með félagsliðum sínum og skoraði í þeim 147 mörk. Þar af lék hann 151 leik fyrir Manchester United og skoraði í þeim 64 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×