Vagnar Love vantar aðeins fjögur mörk upp á að jafna þrettán ára gamalt markamet Jürgen Klinsmann sem skoraði fimmtán mörk í UEFA-Evrópukeppninni á einni og sömu leiktíðinni.
Klinsmann skoraði fimmtán mörk fyrir Bayern München leiktíðina 1995-96 en hann er nú knattspyrnustjóri félagsins.
Vagner Love skoraði sitt ellefta mark á tímabilinu er hann skoraði eina mark sinna manna í CSKA Moskvu í 1-0 sigri liðsins á Shakhtar Donetsk í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum.
Ef CSKA kemst í úrslitin hefur Vagner Love sex leiki til að bæta markametið.
Aðeins ellefu leikmenn hafa náð þeim áfanga að skora ellefu mörk á sömu leiktíðinni í UEFA-bikarkeppninni.
Þeir eru:
15 Jürgen Klinsmann, Bayern München (1995-96)
14 John Wark, Ipswich (1980-81)
12 Pedro Manfredini, Roma (1960-61)
12 Jan Jeuring, Twente (1972-73)
12 Jupp Heynckes, Borussia Mönchengladbach (1972-73)
11 Stanley Bowles, QPR (1976-77)
11 Henrik Larsson, Celtic (2002-3)
11 Derlei, Porto (2002-3)
11 Alan Shearer, Newcastle (2004-5)
11 Walter Pandiani, Espanyol (2006-7)
11 Vagner Love, CSKA Moskva (2008-9)