Hafnaboltamaðurinn Vicente Padilla, leikmaður LA Dodgers, skellti sér í frí til heimalandsins, Níkaragúa, eftir að hafnaboltatímabilinu lauk.
Þar ákvað hann að fara á veiðar með félögunum en það var stutt gaman.
Padilla tókst nefnilega að skjóta sjálfan sig í lærið. Betur fór en á horfðist því hann fékk aðeins rispu í lærið.
Eftir stuttan tíma á spítala var honum sleppt heim en ekki fylgir sögunni hvort hann fór aftur á veiðar.