Enski boltinn

Ronaldo kennir olíubletti um áreksturinn

Ronaldo fær nýjan Ferrari í stað þess sem hann klessukeyrði á fimmtudag
Ronaldo fær nýjan Ferrari í stað þess sem hann klessukeyrði á fimmtudag AFP

Slúðurblöðin á Englandi hafa fylgst mjög náið með aksturslagi Cristiano Ronaldo síðan hann lenti í hörðum árekstri á nýjum Ferrari bíl sínum á dögunum.

Ljósmyndarar Sun festu kappann á filmu þar sem hann ók Bentley bíl sínum í gær og gerði hann grín að þeim með því að reka framan í þá tunguna.

Ronaldo ók mjög varlega í þetta sinn eftir því sem fram kemur í Sun í dag, en hann mun kenna olíubletti á veginum um harðan árekstur sinn á fimmtudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×