Erlent

Feeney hreinsaður af ásökunum um aðild að morði

Donald Feeney í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 1993.
Donald Feeney í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 1993. MYND/BRYNJAR GAUTI SVEINSSON

Donald Feeney, sem sat í fangelsi á Íslandi fyrir barnsrán, hefur verið hreinsaður af ásökunum um aðild að hrottalegu morði á græna svæðinu í Bagdad. Feeney var handtekinn í síðustu viku ásamt syni sínum en þeir gætu orðið fyrstu bandaríksu verktakarnir sem sóttir verða til saka í Írak.

Feeney og sonur hans voru handteknir ásamt þremur öðrum bandaríkjamönnum en Vísir sagði frá málinu í morgun.

Nú herma fréttir frá Bandaríkjunum að fimmmenningarnir hafi verið hreinsaðir af ásökunum, tveir þeirra gætu þó átt yfir höfði sér ákæru vegna fíkniefnamisferlis. Þeir eru enn í haldi þar sem rannsókn á því máli er ekki lokið.

Donald Feeney var mikið í fréttum snemma á tíunda áratugnum eftir að hann tók að sér að ræna tveimur stúlkum frá Íslandi í flóknu forræðismáli. Feeney var dæmdur í eins árs fangelsi en æsilegur flótti hans úr fangelsinu sem endaði í Vestmannaeyjum vakti mikla athygli á sínum tíma. Feeney hefur um langt skeið rekið öryggisfyrirtækið Corparate Training Unlimted sem starfar meðal annars í Írak.

Snemma í júní voru Feeney, sonur hans og þrír bandaríkjamenn til viðbótar handteknir í Bagdad grunaðir um aðild að morðinu á James Kitterman sem fannst látinn í bíl í miðborg Bagdad 22. maí sl. Hann hafði verið stunginn til bana og var bundinn á höndum og fótum. Kitterman var sextugur Texasbúi og eigandi verktakafyrirtækis sem starfar í Írak.




Tengdar fréttir

Feeney grunaður um morð í Írak

Donald Feeney, sem sat í fangelsi á Íslandi fyrir barnsrán, er grunaður um aðild að hrottalegu morði á græna svæðinu í Bagdad. Feeney var handtekinn í síðustu viku ásamt syni sínum en þeir gætu orðið fyrstu bandaríksu verktakarnir sem sóttir verða til saka í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×