Íslenski boltinn

Bjarni Jóhannsson: Klúðruðum þessu í lokin

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
„Þetta var baráttuleikur. Við vorum slappir í byrjun en mér fannst þetta vera koma í seinni hálfleik þar sem við áttum skot í stöng og slá en afdrifarík mistök af okkar hálfu kostuðu okkur stig hér í kvöld. Það hefði verið ljúft að taka stig," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnurnar, eftir leik liðsins gegn Fylki í kvöld en leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna.

Bjarni segir að liðið hafi aldrei fundið rétta taktinn og hefði hann viljað sjá meiri stemningu hjá sínum mönnum.

„Við vorum alltaf líklegir til að skora en við vorum bara ekki nógu vel stemmdir í leiknum einhvernveginn og náðum aldrei okkar rétta takti. Við vorum alveg líklegir lengi vel en klúðruðum þessu í lokin," sagði Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×