Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma 21. apríl 2010 19:19 Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. Þorvaldseyri er eitt af stórbýlum landsins, með um tvöhundruð nautgripi. Þar hafa bændur verið í fararbroddi kornræktar á landinu undanfarna hálfa öld, þar er ræktað hveiti og lífræn olíuframleiðsla með repjurækt framundan. Eldspúandi gígarnir beint ofan jarðarinnar, öskufallið og aurflóðið hafa nú neytt fjölskylduna til að gera hlé á búskapnum. Ólafur Eggertsson bóndi segir að þessi ákvörðun hafi ekki verið létt en fjölskyldan hafi staðið heilshugar að því að svona yrði það; að hér gerðu þau hlé á búrekstri um óákveðinn tíma. „Við metum aðstæður þannig að það sé hvorki hægt fyrir mannskap eða skepnur að búa við þetta næstu misserin," segir Ólafur. Hann segir að jörðin verði að fá sinn tíma til jafna sig. Þótt gosinu ljúki séu mikla líkur á öskufjúki næstu árin ofan úr fjallinu, sem ekki sé hægt að búa við. Oddvitinn kveðst þakklátur fyrir stuðning landsmanna. Þau hafi fengið gríðarleg viðbrögð hjá fólki sem hringi og sendi þeim kveðju og sýni þeim samstöðu. Það hafi hjálpað gríðarlega mikið. Fólk bíði eftir því að koma til að hjálpa og hreinsa. Það sé einstakt að upplifa hvað hjálpsemin og samstaða Íslendinga sé sterk í dag. "Það er það sem við byggjum á sem þjóð." En það er ekki bara áhrif eldgossins á bújörðina sem stuðla að þessari ákvörðun, heldur einnig áhrifin á fjölskylduna. Ólafur segir að fjölskyldan þurfi að fá hvíld frá þessu í bili. „Það verður að taka tillit til þess að það er þessi mannlegi þáttur sem við erum fyrst og fremst kannski að hugsa um. Þó svo að það væri kannski hægt að þrauka og gera hérna eitthvað. En við bara sjáum ekki tilgang í því núna í vor. Við erum bara svo ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun. Og við ætlum að hlúa að okkar innra fólki og vinna okkur svo smátt og smátt upp aftur." Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. Þorvaldseyri er eitt af stórbýlum landsins, með um tvöhundruð nautgripi. Þar hafa bændur verið í fararbroddi kornræktar á landinu undanfarna hálfa öld, þar er ræktað hveiti og lífræn olíuframleiðsla með repjurækt framundan. Eldspúandi gígarnir beint ofan jarðarinnar, öskufallið og aurflóðið hafa nú neytt fjölskylduna til að gera hlé á búskapnum. Ólafur Eggertsson bóndi segir að þessi ákvörðun hafi ekki verið létt en fjölskyldan hafi staðið heilshugar að því að svona yrði það; að hér gerðu þau hlé á búrekstri um óákveðinn tíma. „Við metum aðstæður þannig að það sé hvorki hægt fyrir mannskap eða skepnur að búa við þetta næstu misserin," segir Ólafur. Hann segir að jörðin verði að fá sinn tíma til jafna sig. Þótt gosinu ljúki séu mikla líkur á öskufjúki næstu árin ofan úr fjallinu, sem ekki sé hægt að búa við. Oddvitinn kveðst þakklátur fyrir stuðning landsmanna. Þau hafi fengið gríðarleg viðbrögð hjá fólki sem hringi og sendi þeim kveðju og sýni þeim samstöðu. Það hafi hjálpað gríðarlega mikið. Fólk bíði eftir því að koma til að hjálpa og hreinsa. Það sé einstakt að upplifa hvað hjálpsemin og samstaða Íslendinga sé sterk í dag. "Það er það sem við byggjum á sem þjóð." En það er ekki bara áhrif eldgossins á bújörðina sem stuðla að þessari ákvörðun, heldur einnig áhrifin á fjölskylduna. Ólafur segir að fjölskyldan þurfi að fá hvíld frá þessu í bili. „Það verður að taka tillit til þess að það er þessi mannlegi þáttur sem við erum fyrst og fremst kannski að hugsa um. Þó svo að það væri kannski hægt að þrauka og gera hérna eitthvað. En við bara sjáum ekki tilgang í því núna í vor. Við erum bara svo ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun. Og við ætlum að hlúa að okkar innra fólki og vinna okkur svo smátt og smátt upp aftur."
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent