Íslenski boltinn

Andrés Már: Hreinn aumingjaskapur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrés Már Jóhannesson.
Andrés Már Jóhannesson. Mynd/Stefán
„Þetta er bara til skammar og hreinn aumingjaskapur hjá okkur," sagði hundfúll Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, eftir tap liðsins fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld.

Fylkir komst yfir í fyrri hálfleik en Keflavík vann leikinn með tveimur mörkum undir lok leiksins. Fylkir hafði þó fengið fjölmörg tækifæri til að skora öðru sinni og fara þar með langt með að gera út um leikinn.

„Við óðum í dauðafærum og náðum ekki að klára þau. Við komumst yfir en þá byrjuðum við að örvænta og bökkuðum allt of aftarlega á völlinn," sagði Andrés.

Keflavík skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu sem Andrés setti út á.

„Mér fannst þetta afar ódýr vítaspyrnudómur sem við fengum á okkur. Svo kom rauða spjaldið á Þóri strax á eftir og það var vendipunkturinn í leiknum. Við áttum þó að vera löngu búnir að klára þennan leik."

„Rétt áður en þeir skora vorum við búnir að fá þrjú dauðafæri. Þetta er bara einbeitingarleysi og aumingjaskapur hjá okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×